Aaru´s Awakening lendir á PlayStation á þriðjudaginn Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 1. apríl 2015 19:00 Íslenski tölvuleikurinn Aaru‘s Awakening verður gefinn út fyrir PlayStation leikjatölvuna á næstu dögum. Sony hefur keypt útgáfurétt á leiknum og mun færa átta milljón PlayStation-spilurum vítt og breitt um heiminn leikinn þeim að kostnaðarlausu. Aaru‘s Awakening hefur verið í þróun síðan í mars tvö þúsund og tólf. Í febrúar síðastliðnum var leikurinn gefinn út á leikjaveitunni Steam, fyrir Mac, PC og Linus, þar sem virkir notendur eru í kringum hundrað milljónir. Leikurinn hefur notið mikilla vinsælda og fengið lofsamlega dóma, þá sérstaklega fyri spilun og útlit en hann er að stórum hluta handteiknaður. Lumenox, fyrirtækið sem á heiðurinn af Aaru‘s Awakening hefur nú samið við Sony um útgáfu leiksins fyrir PlayStation, vinsælustu leikjavél veraldar. Sony mun gefa þeim sem nýta sér áskriftarþjónustu PlayStation leikinn. „Þetta er svakalegur áfangi,“ segir Burkni J. Óskarsson, framkvæmdastjóri Lumenox. „Þetta er ekkert annað en stórsigur fyrir okkur. Markaðssetningin og dreifingin er eitthvað sem við gætum aldrei knúið fram sjálfir.“ Það er erfitt að búa til tölvuleik og fyrir lítið frumkvöðlafyrirtæki eins og Lumenox útheimtir slík útgáfa gríðarlega vinnu í bæði þróun og markaðssetningu. Þetta er tekið á hnefanum, eins og Burkni orðar það. „Í fyrsta lagi var erfitt að komast þarna inn, þeir sérvelja það sem fer inn. Svo að þeir vilji setja okkur í þessa dreifingu, þetta er beint flug upp á við hjá okkur og langt umfram það sem við höfðu vonir um.“ „Þetta er gríðarlega krefjandi, þetta er búið að taka okkur þrjú ár,“ segir Burkni. „Þar af er PlayStation hlutinn búinn að taka síðustu 6 mánuði. Síðan er leikurinn í þessum töluðu orðum í skoðun hjá Xbox og við erum að bíða eftir að fá staðfestingu frá þeim og ég vona að það komi í dag.“ Leikjavísir Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Íslenski tölvuleikurinn Aaru‘s Awakening verður gefinn út fyrir PlayStation leikjatölvuna á næstu dögum. Sony hefur keypt útgáfurétt á leiknum og mun færa átta milljón PlayStation-spilurum vítt og breitt um heiminn leikinn þeim að kostnaðarlausu. Aaru‘s Awakening hefur verið í þróun síðan í mars tvö þúsund og tólf. Í febrúar síðastliðnum var leikurinn gefinn út á leikjaveitunni Steam, fyrir Mac, PC og Linus, þar sem virkir notendur eru í kringum hundrað milljónir. Leikurinn hefur notið mikilla vinsælda og fengið lofsamlega dóma, þá sérstaklega fyri spilun og útlit en hann er að stórum hluta handteiknaður. Lumenox, fyrirtækið sem á heiðurinn af Aaru‘s Awakening hefur nú samið við Sony um útgáfu leiksins fyrir PlayStation, vinsælustu leikjavél veraldar. Sony mun gefa þeim sem nýta sér áskriftarþjónustu PlayStation leikinn. „Þetta er svakalegur áfangi,“ segir Burkni J. Óskarsson, framkvæmdastjóri Lumenox. „Þetta er ekkert annað en stórsigur fyrir okkur. Markaðssetningin og dreifingin er eitthvað sem við gætum aldrei knúið fram sjálfir.“ Það er erfitt að búa til tölvuleik og fyrir lítið frumkvöðlafyrirtæki eins og Lumenox útheimtir slík útgáfa gríðarlega vinnu í bæði þróun og markaðssetningu. Þetta er tekið á hnefanum, eins og Burkni orðar það. „Í fyrsta lagi var erfitt að komast þarna inn, þeir sérvelja það sem fer inn. Svo að þeir vilji setja okkur í þessa dreifingu, þetta er beint flug upp á við hjá okkur og langt umfram það sem við höfðu vonir um.“ „Þetta er gríðarlega krefjandi, þetta er búið að taka okkur þrjú ár,“ segir Burkni. „Þar af er PlayStation hlutinn búinn að taka síðustu 6 mánuði. Síðan er leikurinn í þessum töluðu orðum í skoðun hjá Xbox og við erum að bíða eftir að fá staðfestingu frá þeim og ég vona að það komi í dag.“
Leikjavísir Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira