Masters-meistarinn Jordan Spieth er fimm höggum á eftir Troy Merritt fyrir síðasta hringinn á RBC Heritage mótaröðinni í golfi, en leikið er í Bandaríkjunum.
Spieth spilaði á þremur undir pari eða 68 höggum og minnkaði hann forskot Bandaríkjamannsins Merritt um eitt högg.
Luke Donald og Graeme McDowell eru sex höggum á eftir Merritt sem er á toppnum, en Brendon Todd, Kevin Kisner og Matt Kuchar eru allir einu höggi á eftir Merritt.
Spieth byrjaði illa, en hann spilaði fyrsta hringinn á 74 höggum. Hann hefur rifið sig í gang á síðustu tveimur dögum og spilaði á 62 í fyrrdag og 68 í gær.
Lokahringurinn fer fram í kvöld, en bein útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 17:00.
