„365 færir pressuna af KR yfir á FH og Stjörnuna“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2015 20:05 Vísir/Ernir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir að 365 miðlar hafi unnið markvisst að því að taka sviðsljósið af KR og varpa því á FH og Stjörnunna í aðdraganda nýs tímabils í Pepsi-deild karla. Þetta sagði hann í Akraborginni, þætti Hjartar Hjartarsonar á X-inu, en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. FH er með öflugt lið og hafa styrkt leikmannahóp sinn mikið í vetur. Heimir segir að hans menn þurfi að mæta klárir til leiks, óháð því hver umræðan um liðið er í fjölmiðlum. „Við erum ánægðir með liðið okkar. Eftir síðustu leiktíð misstum við töluvert af mönnum og þurftum við að fylla í þeirra skörð. Okkur hefur tekist það ágætlega en það verður að koma í ljós hvort að við séum betri í dag eða ekki.“ „Við þurfum að vera tilbúnir 4. maí þegar við förum á KR-völlinn. Það er okkar markmið og erum við ekkert að hugsa lengra en svo.“ FH varð af Íslandsmeistaratitlinum í frægum leik gegn Stjörnunni í lokaumferðinni í Pepsi-deildinni í haust. Stjarnan varð meistari og Heimir segir að hann hafi verið viku að jafna sig. „Það var vond vika en við verðum að nýta okkur þessi vonbrigði nú til að efla okkur,“ sagði Heimir meðal annars í viðtalinu.Vísir/StefánHeimir rifjaði upp að hann tók þátt í „hinum“ stóra úrslitaleik Íslandsmótsins, viðureign ÍA og KR árið 1996, en hann var einnig í tapliðinu þá. „Stundum er þetta svona. Maður vinnur og maður tapar. Það er skemmtilegra að vinna en maður verður að sætta sig við útkomuna og líta fram á veginn. Ef ég myndi eyða öllum mínum tíma í að velta mér upp úr þessu kæmist ég sennilega ekkert áfram,“ sagði Heimir. Heimir veit að hann er með gott lið í höndunum í ár. En það kemur meira til. „Nýir leikmenn þurfa að spila sig saman og það þarf að skapa liðsheild. Það er eitt og annað sem þarf að huga að áður en mótið byrjar.“ Hjörtur spurði hann hvaða lið komi til með að berjast við FH um titilinn í sumar. „Stjarnan er með öflugt lið og með kokhraustan þjálfara líka. Þeir verða mjög öflugir.“ „Blikarnir líta mjög vel út. Þeir hafa spilað vel í vetur og virka á mig sem heilsteypt lið. Svo ertu með Val og Óli [Ólafur Jóhannesson] á eftir að koma með ákveðinn stöðugleika í félagið sem hefur vantað.“ „Svo ertu með KR. KR-ingar verða mjög sterkir. Þeir hafa fengið stekra leikmenn og það kom nýr Dani til félagsins í dag. [Henrik] Bödker er að vinna sína vinnu vel. Þeir verða mjög sterkir.“Guðmundur Benediktsson er aðstoðarþjálfari KR.Vísir/Daníel„Svo er athyglisvert með KR. KR hefur verið svolítið undir radarnum í vetur. Sem markast af því að það eru mikið af mönnum sem tengjast KR sem eru inn í 365. Þeir hafa náð að slá á væntingar sem eru alltaf gerðar til KR. KR hefur verið lítið í umfjölluninni miðað við að KR er stórveldi með frábæran leikmannahóp. Þó þeir hafa misst góða leikmenn hafa þeir, alveg eins og FH, fengið góða leikmenn í staðinn.“ „365 hefur verið klókt í því að taka pressuna af KR og setja hana yfir á FH og Stjörnuna.“ Er þetta allt með ráðum gert? „Þetta er allt með ráðum gert. Ég er að koma með eina skemmtilegustu samræsiskenningu sem hefur verið sett saman á þessum vetri.“ Hann segir að tengsl 365 við FH séu lítil. „Í öllum þessum helstu stöðum ertu með menn sem tengjast KR. Ef FH væri með sömu tengingu væri FH að gera það sama og KR - að vera undir radarnum.“ Heimir nefndi engin nöfn í „samsæriskenningu“ sinni en þess ber að geta að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari 2. flokks karla hjá KR, er yfirmaður íþróttasviðs 365 og Guðmundur Benediktsson, aðstoðarþjálfari meistaraflokks, starfar hjá 365 sem íþróttafréttamaður. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir að 365 miðlar hafi unnið markvisst að því að taka sviðsljósið af KR og varpa því á FH og Stjörnunna í aðdraganda nýs tímabils í Pepsi-deild karla. Þetta sagði hann í Akraborginni, þætti Hjartar Hjartarsonar á X-inu, en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. FH er með öflugt lið og hafa styrkt leikmannahóp sinn mikið í vetur. Heimir segir að hans menn þurfi að mæta klárir til leiks, óháð því hver umræðan um liðið er í fjölmiðlum. „Við erum ánægðir með liðið okkar. Eftir síðustu leiktíð misstum við töluvert af mönnum og þurftum við að fylla í þeirra skörð. Okkur hefur tekist það ágætlega en það verður að koma í ljós hvort að við séum betri í dag eða ekki.“ „Við þurfum að vera tilbúnir 4. maí þegar við förum á KR-völlinn. Það er okkar markmið og erum við ekkert að hugsa lengra en svo.“ FH varð af Íslandsmeistaratitlinum í frægum leik gegn Stjörnunni í lokaumferðinni í Pepsi-deildinni í haust. Stjarnan varð meistari og Heimir segir að hann hafi verið viku að jafna sig. „Það var vond vika en við verðum að nýta okkur þessi vonbrigði nú til að efla okkur,“ sagði Heimir meðal annars í viðtalinu.Vísir/StefánHeimir rifjaði upp að hann tók þátt í „hinum“ stóra úrslitaleik Íslandsmótsins, viðureign ÍA og KR árið 1996, en hann var einnig í tapliðinu þá. „Stundum er þetta svona. Maður vinnur og maður tapar. Það er skemmtilegra að vinna en maður verður að sætta sig við útkomuna og líta fram á veginn. Ef ég myndi eyða öllum mínum tíma í að velta mér upp úr þessu kæmist ég sennilega ekkert áfram,“ sagði Heimir. Heimir veit að hann er með gott lið í höndunum í ár. En það kemur meira til. „Nýir leikmenn þurfa að spila sig saman og það þarf að skapa liðsheild. Það er eitt og annað sem þarf að huga að áður en mótið byrjar.“ Hjörtur spurði hann hvaða lið komi til með að berjast við FH um titilinn í sumar. „Stjarnan er með öflugt lið og með kokhraustan þjálfara líka. Þeir verða mjög öflugir.“ „Blikarnir líta mjög vel út. Þeir hafa spilað vel í vetur og virka á mig sem heilsteypt lið. Svo ertu með Val og Óli [Ólafur Jóhannesson] á eftir að koma með ákveðinn stöðugleika í félagið sem hefur vantað.“ „Svo ertu með KR. KR-ingar verða mjög sterkir. Þeir hafa fengið stekra leikmenn og það kom nýr Dani til félagsins í dag. [Henrik] Bödker er að vinna sína vinnu vel. Þeir verða mjög sterkir.“Guðmundur Benediktsson er aðstoðarþjálfari KR.Vísir/Daníel„Svo er athyglisvert með KR. KR hefur verið svolítið undir radarnum í vetur. Sem markast af því að það eru mikið af mönnum sem tengjast KR sem eru inn í 365. Þeir hafa náð að slá á væntingar sem eru alltaf gerðar til KR. KR hefur verið lítið í umfjölluninni miðað við að KR er stórveldi með frábæran leikmannahóp. Þó þeir hafa misst góða leikmenn hafa þeir, alveg eins og FH, fengið góða leikmenn í staðinn.“ „365 hefur verið klókt í því að taka pressuna af KR og setja hana yfir á FH og Stjörnuna.“ Er þetta allt með ráðum gert? „Þetta er allt með ráðum gert. Ég er að koma með eina skemmtilegustu samræsiskenningu sem hefur verið sett saman á þessum vetri.“ Hann segir að tengsl 365 við FH séu lítil. „Í öllum þessum helstu stöðum ertu með menn sem tengjast KR. Ef FH væri með sömu tengingu væri FH að gera það sama og KR - að vera undir radarnum.“ Heimir nefndi engin nöfn í „samsæriskenningu“ sinni en þess ber að geta að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari 2. flokks karla hjá KR, er yfirmaður íþróttasviðs 365 og Guðmundur Benediktsson, aðstoðarþjálfari meistaraflokks, starfar hjá 365 sem íþróttafréttamaður.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira