Veiðin ennþá góð og sjóbirtingurinn vel haldinn Karl Lúðvíksson skrifar 13. apríl 2015 13:24 Oliver Páll Finnsson með flottan sjóbirting úr Húseyjakvísl. Þrátt fyrir afleitt veður suma daga frá opnun veiðitimabils láta veiðimenn það ekkert á sig fá og árnar hafa verið vel sóttar frá 1. apríl. Tungulækur hefur gefið fína veiði og hafa veiðimenn sem hafa heimsótt Tungulæk verið sammála um að mikið sé af fiski og hann vænn með eindæmum. Heldur rólegra hefur verið í Tungufljóti með dagamun þó en þar hafa líka sést og sloppið ansi vænir sjóbirtingar. Varmá hefur gefið vel það sem af er tímabili og risableikjurnar á Stöðvarbreiðu toga greinilega marga þangað en þær eru líklega um 30-40 talsins og sjást vel þegar þær velta sér í hylnum. Þær taka flugurnar ágætlega en eru heldur slappar þegar þær eru teknar inn annað en sjóbirtingurinn í ánni sem tekur væna spretti þegar hann stekkur á agnið. Einhver vorveiði hefur verið reynd í Ytri Rangá og þar hafa nokkrir vænir sjóbirtingar veiðst og líklega styttist í að veiðin á urriðanum á efri svæðunum fari aftur í gang en þar er hægt að veiða 5-10 punda urriða séu veiðimenn á annað borð að leita sérstaklega að honum. Húseyjakvísl hefur líka verið að gefa fína veiði og væna birtinga en þar hefur sjóbirtingsveiðin tekið vel við sér eftir að V&S fyrirkomulagið var tekið upp í ánni. Vífilstaðavatn hefur gefið nokkrar bleikjur og það koma skot af og til. Veiðimaður sem var þar fyrir fjórum dögum fékk 3 fallegar bleikjur sem voru allar rétt undir kílói að þyngd sem telst nú bara gott í þessu vatni sem er ekki sérstaklega frægt fyrir vænar bleikjur. Stangveiði Mest lesið Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fækkun stangardaga hjá SVFR á Bíldsfelli Veiði Væntanlegar breytingar á veiðisvæðum SVFR sumarið 2017 Veiði Sprenging í umsóknum um Elliðaárnar Veiði Laxá í Ásum farin að sýna laxana Veiði Flott opnun í Leirá Veiði Eystri Rangá er að hrökkva í gang Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Rjúpnalausir veiðimenn óska eftir rjúpum Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði
Þrátt fyrir afleitt veður suma daga frá opnun veiðitimabils láta veiðimenn það ekkert á sig fá og árnar hafa verið vel sóttar frá 1. apríl. Tungulækur hefur gefið fína veiði og hafa veiðimenn sem hafa heimsótt Tungulæk verið sammála um að mikið sé af fiski og hann vænn með eindæmum. Heldur rólegra hefur verið í Tungufljóti með dagamun þó en þar hafa líka sést og sloppið ansi vænir sjóbirtingar. Varmá hefur gefið vel það sem af er tímabili og risableikjurnar á Stöðvarbreiðu toga greinilega marga þangað en þær eru líklega um 30-40 talsins og sjást vel þegar þær velta sér í hylnum. Þær taka flugurnar ágætlega en eru heldur slappar þegar þær eru teknar inn annað en sjóbirtingurinn í ánni sem tekur væna spretti þegar hann stekkur á agnið. Einhver vorveiði hefur verið reynd í Ytri Rangá og þar hafa nokkrir vænir sjóbirtingar veiðst og líklega styttist í að veiðin á urriðanum á efri svæðunum fari aftur í gang en þar er hægt að veiða 5-10 punda urriða séu veiðimenn á annað borð að leita sérstaklega að honum. Húseyjakvísl hefur líka verið að gefa fína veiði og væna birtinga en þar hefur sjóbirtingsveiðin tekið vel við sér eftir að V&S fyrirkomulagið var tekið upp í ánni. Vífilstaðavatn hefur gefið nokkrar bleikjur og það koma skot af og til. Veiðimaður sem var þar fyrir fjórum dögum fékk 3 fallegar bleikjur sem voru allar rétt undir kílói að þyngd sem telst nú bara gott í þessu vatni sem er ekki sérstaklega frægt fyrir vænar bleikjur.
Stangveiði Mest lesið Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fækkun stangardaga hjá SVFR á Bíldsfelli Veiði Væntanlegar breytingar á veiðisvæðum SVFR sumarið 2017 Veiði Sprenging í umsóknum um Elliðaárnar Veiði Laxá í Ásum farin að sýna laxana Veiði Flott opnun í Leirá Veiði Eystri Rangá er að hrökkva í gang Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Rjúpnalausir veiðimenn óska eftir rjúpum Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði