Jordan Spieth uppfyllti æskudrauminn og sigraði á Masters Kári Örn Hinriksson skrifar 12. apríl 2015 23:08 Spieth fagnar sigrinum á Augusta Getty Nafnið sem var á allra vörum fyrir lokahringinn á Masters sem leikinn var í kvöld var nafn Jordan Spieth en hann hafði unnið hug og hjörtu golfáhugamanna víða um veröld með stórkostlegri frammistöðu á fyrstu þremur hringjunum í þessu fyrsta risamóti ársins. Spurningunni um hvort að pressan myndi ná til hans á lokahringnum var svarað strax á fyrstu þremur holunum sem hann lék á tveimur undir pari og náði með því að halda forskoti sínu á Justin Rose og Phil Mickelson í fjórum höggum. Spieth var því kominn á 18 högg undir pari og hann hélt þeirri tölu allt til enda, sem dugði þessum 21 árs kylfingi til þess að uppfylla æskudraum sinn og sigra á sjálfu Masters mótinu. Hann er jafnframt næst yngsti kylfingur sögunnar til þess að sigra á Masters á eftir Tiger Woods. Woods gerði ágætt mót á Augusta National í ár í endurkomu sinni á PGA-mótaröðina en hann endaði í 17. sæti á fimm höggum undir pari og sýndi oft á tíðum að stutta spilið hans hefur tekið miklum framförum á meðan að hann hefur verið í fríi frá keppnisgolfi. Justin Rose og Phil Mickelson deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari en Rory McIlroy kom á eftir þeim í fjórða sæti á 12 höggum undir pari eftir frábæran lokahring.Slær ekki langt en er eins og galdramaður í kring um flatirnar Lykillinn að sigri Spieth var klárlega frammistaða hans á flötunum en enginn kylfingur púttaði jafn sjaldan og hann í mótinu. Þá er Spieth ekki einn af þeim högglengri á PGA-mótaröðinni en hann bætti upp fyrir það með hárnákvæmum innáhöggum trekk í trekk. Spieth hefur sigrað á tveimur af síðustu fjórum atvinnumótum sem hann hefur tekið þátt í og endað í öðru sæti í hinum tveimur. Hann virðist því vera ótrúlegu formi þessa dagana, sem minnir óneytanlega á yfirburði Tiger Woods þegar að hann var upp á sitt besta fyrir rúmum áratug. Golf Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Nafnið sem var á allra vörum fyrir lokahringinn á Masters sem leikinn var í kvöld var nafn Jordan Spieth en hann hafði unnið hug og hjörtu golfáhugamanna víða um veröld með stórkostlegri frammistöðu á fyrstu þremur hringjunum í þessu fyrsta risamóti ársins. Spurningunni um hvort að pressan myndi ná til hans á lokahringnum var svarað strax á fyrstu þremur holunum sem hann lék á tveimur undir pari og náði með því að halda forskoti sínu á Justin Rose og Phil Mickelson í fjórum höggum. Spieth var því kominn á 18 högg undir pari og hann hélt þeirri tölu allt til enda, sem dugði þessum 21 árs kylfingi til þess að uppfylla æskudraum sinn og sigra á sjálfu Masters mótinu. Hann er jafnframt næst yngsti kylfingur sögunnar til þess að sigra á Masters á eftir Tiger Woods. Woods gerði ágætt mót á Augusta National í ár í endurkomu sinni á PGA-mótaröðina en hann endaði í 17. sæti á fimm höggum undir pari og sýndi oft á tíðum að stutta spilið hans hefur tekið miklum framförum á meðan að hann hefur verið í fríi frá keppnisgolfi. Justin Rose og Phil Mickelson deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari en Rory McIlroy kom á eftir þeim í fjórða sæti á 12 höggum undir pari eftir frábæran lokahring.Slær ekki langt en er eins og galdramaður í kring um flatirnar Lykillinn að sigri Spieth var klárlega frammistaða hans á flötunum en enginn kylfingur púttaði jafn sjaldan og hann í mótinu. Þá er Spieth ekki einn af þeim högglengri á PGA-mótaröðinni en hann bætti upp fyrir það með hárnákvæmum innáhöggum trekk í trekk. Spieth hefur sigrað á tveimur af síðustu fjórum atvinnumótum sem hann hefur tekið þátt í og endað í öðru sæti í hinum tveimur. Hann virðist því vera ótrúlegu formi þessa dagana, sem minnir óneytanlega á yfirburði Tiger Woods þegar að hann var upp á sitt besta fyrir rúmum áratug.
Golf Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira