Hrói höttur í Þjóðleikhúsinu: „Öðruvísi Hrói en fólk á að venjast“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. apríl 2015 18:18 Frá fyrsta samlestri hópsins. vísir/gva „Þetta leggst rosalega vel í mig,“ sagði Þórir Sæmundsson nýkominn heim til sín af fyrsta samlestri af Í hjarta Hróa hattar. Sýningin verður sýnd í Þjóðleikhúsinu og verður frumsýnd 12. september næstkomandi. „Þetta er aðeins öðruvísi Hrói en fólk á að venjast. Ég hef séð Russell Crowe, Cary Elwes og Kevin Costner leika Hróa hött en samt sem áður finnst mér alltaf Hróa hattar refurinn, úr Disney myndinni, vera hinn eini sanni Hrói. Hróinn sem ég mun leika verður talsvert öðruvísi en sá sem við eigum að venjast.“ Í hjarta Hróa hattar hefur verið vel tekið af gagnrýnendum og áhorfendum þar sem hún hefur verið sýnd. Hún var frumsýnd hjá hinu breska The Royal Shakespeare Company og hefur síðan þá ferðast til Boston, Uppsala, Bergen, Winnipeg og Toronto. Í augnablikinu standa yfir viðræður um að setja sýninguna upp á Brodway og West End. Boginn, græni búningurinn og oddmjói hatturinn verða víðsfjarri og í stað þess að ræna aðalinn og gefa fátækum tekur Hrói gróðann til sín. Síðar meir kemst hann í kynni við Martein sem er í raun prinsessan Maríanna og þau eiga harðvítuga bardaga.Flytja inn mann fyrir bardagasenurnar „Þetta er mikil Vesturports sýning. Það er mikiðum að vera og mikið lagt upp úr sviðshreyfingum, klifurkúnstum og bardögum. Það kemur til að mynda maður frá Kanada til að taka okkur í gegn til að gera allar bardagasenur sem raunverulegastar.“ Meðal annara leikara í sýningunni má nefna Stefánana Karl og Hall auk fleiri fastra Þjóðleikhúsleikara. Guðjón Davíð Karlsson og Sigurður Þór Óskarsson taka þátt en að undanförnu hafa þeir leikið í Borgarleikhúsinu. Að auki munu tveir nýútskrifaðir nemar taka þátt í sýningunni en það eru þau Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Baltasar Breki Baltasarsson. Tónlist verður í höndum Sölku Sólar Eyfeld. „Þetta leggst allt ótrúlega vel í mig. Hópurinn er frábær og það var gaman að lesa handritið. Þetta er sýning sem nærri allir aldurshópar ættu að geta haft gaman af,“ segir Þórir. „Það er mögulega full mikið ofbeldi fyrir þá allra yngstu en fyrir átta ára og upp úr ætti þetta að vera kjörið.“ Menning Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Sjá meira
„Þetta leggst rosalega vel í mig,“ sagði Þórir Sæmundsson nýkominn heim til sín af fyrsta samlestri af Í hjarta Hróa hattar. Sýningin verður sýnd í Þjóðleikhúsinu og verður frumsýnd 12. september næstkomandi. „Þetta er aðeins öðruvísi Hrói en fólk á að venjast. Ég hef séð Russell Crowe, Cary Elwes og Kevin Costner leika Hróa hött en samt sem áður finnst mér alltaf Hróa hattar refurinn, úr Disney myndinni, vera hinn eini sanni Hrói. Hróinn sem ég mun leika verður talsvert öðruvísi en sá sem við eigum að venjast.“ Í hjarta Hróa hattar hefur verið vel tekið af gagnrýnendum og áhorfendum þar sem hún hefur verið sýnd. Hún var frumsýnd hjá hinu breska The Royal Shakespeare Company og hefur síðan þá ferðast til Boston, Uppsala, Bergen, Winnipeg og Toronto. Í augnablikinu standa yfir viðræður um að setja sýninguna upp á Brodway og West End. Boginn, græni búningurinn og oddmjói hatturinn verða víðsfjarri og í stað þess að ræna aðalinn og gefa fátækum tekur Hrói gróðann til sín. Síðar meir kemst hann í kynni við Martein sem er í raun prinsessan Maríanna og þau eiga harðvítuga bardaga.Flytja inn mann fyrir bardagasenurnar „Þetta er mikil Vesturports sýning. Það er mikiðum að vera og mikið lagt upp úr sviðshreyfingum, klifurkúnstum og bardögum. Það kemur til að mynda maður frá Kanada til að taka okkur í gegn til að gera allar bardagasenur sem raunverulegastar.“ Meðal annara leikara í sýningunni má nefna Stefánana Karl og Hall auk fleiri fastra Þjóðleikhúsleikara. Guðjón Davíð Karlsson og Sigurður Þór Óskarsson taka þátt en að undanförnu hafa þeir leikið í Borgarleikhúsinu. Að auki munu tveir nýútskrifaðir nemar taka þátt í sýningunni en það eru þau Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Baltasar Breki Baltasarsson. Tónlist verður í höndum Sölku Sólar Eyfeld. „Þetta leggst allt ótrúlega vel í mig. Hópurinn er frábær og það var gaman að lesa handritið. Þetta er sýning sem nærri allir aldurshópar ættu að geta haft gaman af,“ segir Þórir. „Það er mögulega full mikið ofbeldi fyrir þá allra yngstu en fyrir átta ára og upp úr ætti þetta að vera kjörið.“
Menning Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Sjá meira