Fórnað á altari stöðugleikans Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. apríl 2015 08:00 Aðild að ESB og upptaka evru er ekki eitt af stóru málunum í íslensku samfélagi í augnablikinu en gæti verið nátengt eldfimasta viðfangsefni þjóðmálanna í dag. Björgvin Guðmundsson fyrrverandi borgarfulltrúi Alþýðuflokksins sagði í grein í Fréttablaðinu sl. föstudag að það sem hái Samfylkingunni sé „að launþegar og lífeyrisþegar finna ekki, að Samfylkingin sé að berjast fyrir þessa aðila. Samfylkingin hefur hugsað of mikið um Evrópusambandið en of lítið um fólkið, sem stendur höllum fæti í landinu. Hún hefur hugsað of lítið um launafólkið.“ Síðari ummælin eru athyglisverð því Árni Páll Árnason hefur ekki tekið undir kröfu Starfsgreinasambandsins um hækkun lágmarkslauna með skýrum hætti en það hefur hins vegar Katrín Jakobsdóttir formaður VG gert á sama tíma staðan á vinnumarkaði er sú eldfimasta í manna minnum. Katrín er í raun eini formaður stjórnmálaflokks á Íslandi sem hefur talað með skýrum hætti um þetta. Þeim sem fylgjast með átökum á vinnumarkaði líður eins og forystumenn atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar séu að tala sitt hvort tungumálið. Það er himinn og haf á milli. Sátt á vinnumarkaði mun aldrei fela í sér 4 prósenta almennar launahækkanir. Lægst launuðustu stéttirnar þola ekki lengur að ná ekki upp í opinber framfærsluviðmið. Þess vegna finnst þessum stéttum það beiskur kaleikur að vera fórnað á altari verðstöðugleika. Gamli borgarfulltrúinn minntist á ESB í sinni grein og að Samfylkingin hafi gengið of langt í að einblína á aðild. Fyrir mörgum eru mestu hagsbæturnar samhliða aðild að ESB möguleikinn á síðari aðild að myntsamstarfinu með upptöku evru. Það eru fáir sem virðast átta sig á því að myntsamstarfið á evrusvæðinu er eitt af stærstu mistökunum sem ESB-ríkin réðust í því regluverkið utan um samstarfið var gallað frá byrjun. Venjulegir Grikkir vilja helst taka upp drökmuna á ný. Þeir upplifa evrusamstarfið sem hörmung. Martin Wolf, efnahagsritstjóri Financial Times, sagði nýlega í pistli að evrusamstarfið væri „næstversta hugmynd ríkjanna sem standa að því. Uppbrot þess væri hins vegar sú versta.“ Margir Grikkir vilja samt síðari kostinn því sá fyrri er það sársaukafullur vegna óbilgirni lánardrottna gríska ríkisins. Friðartímabilið sem fylgdi stofnun Kola- og Stálbandalagsins, forvera ESB, er það lengsta í sögu álfunnar. Þess vegna er ESB gríðarlega mikilvægt alþjóðasamstarf og allir íbúar álfunnar njóta hagsbóta af því. Þessi friður er hins vegar ekki háður því að íbúar álfunnar noti sama gjaldmiðil og íbúar Grikklands, Spánar, Portúgals og jafnvel Ítalíu skynja það best. Evran er hins vegar að mati Seðlabanka Íslands raunhæfasti valkostur Íslendinga utan krónu samkvæmt skýrslunni „Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum“ frá 2011. Það sem formaður Samfylkingarinnar virðist átta sig á er að staðan á vinnumarkaði væri ekki jafn eldfim og raun ber vitni ef launþegar fengju laun sín greidd í gjaldmiðli sem væri ekki háður sveiflum í vísitölu neysluverðs. Ef launþegar fengju ekki laun sín greidd í „dótapeningum“ eins og íslenska krónan hefur verið þá væri kannski hægt að semja um raunverulegar hagsbætur til þeirra. Þetta er kjarni málsins. Þá er spurningin, fyrst myntsamstarfið um evruna er gallað og aðeins raunhæfur valkostur í fjarlægri framtíð, hvað þá? Leit að svari við þessari spurningu virðist eilífðarverkefni. Þeir sem vilja standa vörð um krónuna skulda almenningi svör við því hvernig á að verja stöðugleikann án þess að kveikja ófriðarbál á vinnumarkaði.Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti- og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grikkland Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Aðild að ESB og upptaka evru er ekki eitt af stóru málunum í íslensku samfélagi í augnablikinu en gæti verið nátengt eldfimasta viðfangsefni þjóðmálanna í dag. Björgvin Guðmundsson fyrrverandi borgarfulltrúi Alþýðuflokksins sagði í grein í Fréttablaðinu sl. föstudag að það sem hái Samfylkingunni sé „að launþegar og lífeyrisþegar finna ekki, að Samfylkingin sé að berjast fyrir þessa aðila. Samfylkingin hefur hugsað of mikið um Evrópusambandið en of lítið um fólkið, sem stendur höllum fæti í landinu. Hún hefur hugsað of lítið um launafólkið.“ Síðari ummælin eru athyglisverð því Árni Páll Árnason hefur ekki tekið undir kröfu Starfsgreinasambandsins um hækkun lágmarkslauna með skýrum hætti en það hefur hins vegar Katrín Jakobsdóttir formaður VG gert á sama tíma staðan á vinnumarkaði er sú eldfimasta í manna minnum. Katrín er í raun eini formaður stjórnmálaflokks á Íslandi sem hefur talað með skýrum hætti um þetta. Þeim sem fylgjast með átökum á vinnumarkaði líður eins og forystumenn atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar séu að tala sitt hvort tungumálið. Það er himinn og haf á milli. Sátt á vinnumarkaði mun aldrei fela í sér 4 prósenta almennar launahækkanir. Lægst launuðustu stéttirnar þola ekki lengur að ná ekki upp í opinber framfærsluviðmið. Þess vegna finnst þessum stéttum það beiskur kaleikur að vera fórnað á altari verðstöðugleika. Gamli borgarfulltrúinn minntist á ESB í sinni grein og að Samfylkingin hafi gengið of langt í að einblína á aðild. Fyrir mörgum eru mestu hagsbæturnar samhliða aðild að ESB möguleikinn á síðari aðild að myntsamstarfinu með upptöku evru. Það eru fáir sem virðast átta sig á því að myntsamstarfið á evrusvæðinu er eitt af stærstu mistökunum sem ESB-ríkin réðust í því regluverkið utan um samstarfið var gallað frá byrjun. Venjulegir Grikkir vilja helst taka upp drökmuna á ný. Þeir upplifa evrusamstarfið sem hörmung. Martin Wolf, efnahagsritstjóri Financial Times, sagði nýlega í pistli að evrusamstarfið væri „næstversta hugmynd ríkjanna sem standa að því. Uppbrot þess væri hins vegar sú versta.“ Margir Grikkir vilja samt síðari kostinn því sá fyrri er það sársaukafullur vegna óbilgirni lánardrottna gríska ríkisins. Friðartímabilið sem fylgdi stofnun Kola- og Stálbandalagsins, forvera ESB, er það lengsta í sögu álfunnar. Þess vegna er ESB gríðarlega mikilvægt alþjóðasamstarf og allir íbúar álfunnar njóta hagsbóta af því. Þessi friður er hins vegar ekki háður því að íbúar álfunnar noti sama gjaldmiðil og íbúar Grikklands, Spánar, Portúgals og jafnvel Ítalíu skynja það best. Evran er hins vegar að mati Seðlabanka Íslands raunhæfasti valkostur Íslendinga utan krónu samkvæmt skýrslunni „Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum“ frá 2011. Það sem formaður Samfylkingarinnar virðist átta sig á er að staðan á vinnumarkaði væri ekki jafn eldfim og raun ber vitni ef launþegar fengju laun sín greidd í gjaldmiðli sem væri ekki háður sveiflum í vísitölu neysluverðs. Ef launþegar fengju ekki laun sín greidd í „dótapeningum“ eins og íslenska krónan hefur verið þá væri kannski hægt að semja um raunverulegar hagsbætur til þeirra. Þetta er kjarni málsins. Þá er spurningin, fyrst myntsamstarfið um evruna er gallað og aðeins raunhæfur valkostur í fjarlægri framtíð, hvað þá? Leit að svari við þessari spurningu virðist eilífðarverkefni. Þeir sem vilja standa vörð um krónuna skulda almenningi svör við því hvernig á að verja stöðugleikann án þess að kveikja ófriðarbál á vinnumarkaði.Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti- og efnahagsmál.