„Ég fer fáklæddari í sund“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. maí 2015 15:07 Úr myndbandinu við Heart Beat. myndir/bergljót arnalds „Þetta gekk vonum framar,“ segir tónlistarkonan Bergljót Arnalds en í vikunni frumsýndi hún tónlistarmyndband við lag sitt Heart Beat hér á Vísi og náði að safna fyrir útgáfu plötu sinnar á Karolina Fund. Hún stefndi að því að safna þrjúþúsund evrum en þegar upp var staðið höfðu 3.750 evrur safnast. „Það var leyndur aðdáandi sem lokaði söfnuninni en svo hélt þetta bara áfram. Dísa í World Class keypti til að mynda einkatónleika með mér og tveir keyptu næstdýrasta möguleikann sem var sérhannaður trefill eftir mig auk plötunnar. Þegar upp var staðið hafði ég safnað 125% af upphæðinni sem stefnt var að,“ segir Bergljót og er augljóslega í skýjunum. Myndbandið við Heart Beat var frumsýnt á Vísi og áður en langt um leið höfðu aðrir miðlar einnig fjallað um málið. Á öðrum miðlum var talsvert gert úr klæðaburði hennar og stillur úr myndbandinu valdar vandlega. „Mbl.is þýddi meðal annars fréttina þar sem fyrirsögnin var „Icelandic songstress makes love to the landscape.“ Ég kippi mér ekki upp við þetta. Ég fer til að mynda fáklæddari í sund.“ Á fáum dögum horfðu yfir tíuþúsund manns á myndbandið inn á Vimeo og Bergljót segir að viðbrögðin hafi verið góð. „Þetta virðist hafa verið miklu stærri menningarviðburður en ég gerði mér grein fyrir. Önnur myndbönd mín hafa ekki fengið svona mikla athygli. Flestir segja að þeim hafi fundist lagið gott, öðrum líkaði myndbandið og enn öðrum fannst bæði gott.“ Bergljót gaf sér upphaflega eitt ár til þess að koma plötunni út en eftir mikinn áhuga og styrkveitingarnar íhugar hún að koma henni fyrr frá sér. „Mig langar að koma henni fyrr út en fyrst og fremst vil ég að senda frá mér gott efni. Allur stuðningurinn sem ég hef fengið skiptir í raun miklu meira máli en peningurinn sem safnaðist. Þetta hefur verið mjög jákvætt að finna þennan meðbyr,“ segir Bergljót að lokum. Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Þetta gekk vonum framar,“ segir tónlistarkonan Bergljót Arnalds en í vikunni frumsýndi hún tónlistarmyndband við lag sitt Heart Beat hér á Vísi og náði að safna fyrir útgáfu plötu sinnar á Karolina Fund. Hún stefndi að því að safna þrjúþúsund evrum en þegar upp var staðið höfðu 3.750 evrur safnast. „Það var leyndur aðdáandi sem lokaði söfnuninni en svo hélt þetta bara áfram. Dísa í World Class keypti til að mynda einkatónleika með mér og tveir keyptu næstdýrasta möguleikann sem var sérhannaður trefill eftir mig auk plötunnar. Þegar upp var staðið hafði ég safnað 125% af upphæðinni sem stefnt var að,“ segir Bergljót og er augljóslega í skýjunum. Myndbandið við Heart Beat var frumsýnt á Vísi og áður en langt um leið höfðu aðrir miðlar einnig fjallað um málið. Á öðrum miðlum var talsvert gert úr klæðaburði hennar og stillur úr myndbandinu valdar vandlega. „Mbl.is þýddi meðal annars fréttina þar sem fyrirsögnin var „Icelandic songstress makes love to the landscape.“ Ég kippi mér ekki upp við þetta. Ég fer til að mynda fáklæddari í sund.“ Á fáum dögum horfðu yfir tíuþúsund manns á myndbandið inn á Vimeo og Bergljót segir að viðbrögðin hafi verið góð. „Þetta virðist hafa verið miklu stærri menningarviðburður en ég gerði mér grein fyrir. Önnur myndbönd mín hafa ekki fengið svona mikla athygli. Flestir segja að þeim hafi fundist lagið gott, öðrum líkaði myndbandið og enn öðrum fannst bæði gott.“ Bergljót gaf sér upphaflega eitt ár til þess að koma plötunni út en eftir mikinn áhuga og styrkveitingarnar íhugar hún að koma henni fyrr frá sér. „Mig langar að koma henni fyrr út en fyrst og fremst vil ég að senda frá mér gott efni. Allur stuðningurinn sem ég hef fengið skiptir í raun miklu meira máli en peningurinn sem safnaðist. Þetta hefur verið mjög jákvætt að finna þennan meðbyr,“ segir Bergljót að lokum.
Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira