Frumflutningur á Vinurinn of góði með Reykjavíkurdætrum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. maí 2015 10:43 Úr myndbandinu við Vinurinn of góði. Reykjavíkurdætur hafa sent frá sér nýtt lag og myndband en lagið heitir Vinurinn of góði. Það er Katrín Helga Andrésdóttir sem rappar textann en lagið er eftir Þjóðverjann Mount Theodore frá Lübeck. „Þetta er lag með Reykjavíkurdætrum þó að ég sé sú eina sem rappar í því,“ segir Katrín. „Ég fékk myndavél lánaða til að gera myndbandið og tuttugu mínútum síðar var það tilbúið,“ segir Katrín. „Þetta var bara ein taka og ekkert klippt. Ef vel er að gáð sjást einstaka villur, til að mynda gleymi ég að hreyfa varirnar í takt við textann á einum stað. Lendingin var að hafa þetta ófullkomið.“ Mount Theodore er listamannsnafns Julius Rothlaender. Katrín og Júlíus mættu í viðtal í Harmageddon í morgun til að kynna lagið. „Ég var að læra íslensku í Berlín og var að leita að konu til að rappa lagið á íslensku. Ég kynntist Reykjavíkurdætrum í gegnum íslenskunámið í Berlín eftir að kennarinn bað okkur um að greina textana þeirra. Ég hafði samband og þetta small bara,“ sagði Julius um aðdragandann. Lagið fjallar um freistingu og löngun til að syndga, að vilja það sem ekki er hægt að fá og hvernig hlutir verða alltaf meira spennandi við það að vera utan seilingar. Í því eru vísanir í Vísur Vatnsenda-Rósu sem Rósa á að hafa samið til gifts manns. Lagið má heyra hér að neðan. Tónlist Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur fjölbreyttur hópur með fjölbreyttar skoðanir Rapparinn Emmsjé Gauti hristi heldur betur upp í hlutunum með tísti um helgina, sem vakti gríðarmikla athygli á samskiptamiðlinum Twitter. Hann sagði að Reykjavíkurdætur væri feit pæling sem gengi ekki upp. 3. febrúar 2015 12:24 Fram þjáðir menn í þúsund löndum 2. maí 2015 07:00 Reykjavíkurdætur gefa út nýtt lag Dúóið Cyber sem er hluti Reykjavíkurdætra hafa gefið frá sér lagið Fiðringur. 25. febrúar 2015 17:57 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Reykjavíkurdætur hafa sent frá sér nýtt lag og myndband en lagið heitir Vinurinn of góði. Það er Katrín Helga Andrésdóttir sem rappar textann en lagið er eftir Þjóðverjann Mount Theodore frá Lübeck. „Þetta er lag með Reykjavíkurdætrum þó að ég sé sú eina sem rappar í því,“ segir Katrín. „Ég fékk myndavél lánaða til að gera myndbandið og tuttugu mínútum síðar var það tilbúið,“ segir Katrín. „Þetta var bara ein taka og ekkert klippt. Ef vel er að gáð sjást einstaka villur, til að mynda gleymi ég að hreyfa varirnar í takt við textann á einum stað. Lendingin var að hafa þetta ófullkomið.“ Mount Theodore er listamannsnafns Julius Rothlaender. Katrín og Júlíus mættu í viðtal í Harmageddon í morgun til að kynna lagið. „Ég var að læra íslensku í Berlín og var að leita að konu til að rappa lagið á íslensku. Ég kynntist Reykjavíkurdætrum í gegnum íslenskunámið í Berlín eftir að kennarinn bað okkur um að greina textana þeirra. Ég hafði samband og þetta small bara,“ sagði Julius um aðdragandann. Lagið fjallar um freistingu og löngun til að syndga, að vilja það sem ekki er hægt að fá og hvernig hlutir verða alltaf meira spennandi við það að vera utan seilingar. Í því eru vísanir í Vísur Vatnsenda-Rósu sem Rósa á að hafa samið til gifts manns. Lagið má heyra hér að neðan.
Tónlist Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur fjölbreyttur hópur með fjölbreyttar skoðanir Rapparinn Emmsjé Gauti hristi heldur betur upp í hlutunum með tísti um helgina, sem vakti gríðarmikla athygli á samskiptamiðlinum Twitter. Hann sagði að Reykjavíkurdætur væri feit pæling sem gengi ekki upp. 3. febrúar 2015 12:24 Fram þjáðir menn í þúsund löndum 2. maí 2015 07:00 Reykjavíkurdætur gefa út nýtt lag Dúóið Cyber sem er hluti Reykjavíkurdætra hafa gefið frá sér lagið Fiðringur. 25. febrúar 2015 17:57 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Reykjavíkurdætur fjölbreyttur hópur með fjölbreyttar skoðanir Rapparinn Emmsjé Gauti hristi heldur betur upp í hlutunum með tísti um helgina, sem vakti gríðarmikla athygli á samskiptamiðlinum Twitter. Hann sagði að Reykjavíkurdætur væri feit pæling sem gengi ekki upp. 3. febrúar 2015 12:24
Reykjavíkurdætur gefa út nýtt lag Dúóið Cyber sem er hluti Reykjavíkurdætra hafa gefið frá sér lagið Fiðringur. 25. febrúar 2015 17:57