Hún fólst í því að leikmenn áttu að reyna að skjóta sex boltum í slána. Fyrstu tveim var skotið af vítateigslínunni, næstu tveimur frá punktalínu og þeim fimmta og sjötta frá miðju.
Íslenskir bræður, Aron Gauti Laxdal Gautason og Daði Laxdal Gautason, synir sjúkraþjálfarans og fyrrverandi handboltaþjálfarans Gauta Grétarssonar, ákváðu að taka þessa á skorun á næsta stig.
Þeir sendu inn myndband á Facebook-síðu Meistaradeildarinnar þar sem þeir taka Scoremore-áskorunina saman, en öll skotin taka þeir standandi á gúmmíboltum. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Facebook-síða Meistaraeildarinanr tilkynnti að þeir væru fyrstu sigurvegararnir og fara frítt á úrslitahelgina í lok maí.
Þar munu þeir sjá undanúrslitaleiki Barcelona og Kielce annars vegar og Barcelona og Veszprém hinsvegar auk úrslitaleiksins og fá VIP-meðferð.
Bræðurnir munu einnig leika listir sínar ásamt öðrum sigurvegurum áskoruninnar fyrir framan 20.000 manns í Lanxess-höllinni.