Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 17-21 | Florentina afgreiddi Fram Dagur Sveinn Dagbjartsson skrifar 2. maí 2015 16:15 Florentina var í stuði í dag. vísir/daníel Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitum Olís-deildar karla með fræknum sigri á Fram, 21-17. Það var fyrst og síðast feykilega góð vörn og frábær markvarsla sem lagði grunn að þessum sigri Stjörnunna. Stjarnan var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik, líkt og í síðasta leik. Stjarnan gerði í raun það sama og á fimmtudaginn, mætti vinstri væng Fram liðsins vel og náði að stoppa þær Ragnheiði Júlíusdóttur, Helku Dagsdóttur og Ástu Birnu Gunnarsdóttur í fyrri hálfleik. Fyrir aftan þessa sterku vörn var Florentina Stanciu að verja eins og bersekur í markinu. En hún var með 65% markvörslu í fyrri hálfleik, varði þá 11 skot. Vörn Fram var ágæt í fyrri hálfleik en Fram var í vandræðum með sinn sóknarleik. Fram skoraði til að mynda ekki mark á 10 mínútna kafla í fyrri hálfleik, frá 14. til 24. mínútu, og skoraði ekki mark í opnum leik á 18 mínútna kafla. Gestirnir í Stjörnunni leiddu með fjórum þegar flautað var til leikhlés, 10-6. Fram mætti grimmara til leiks í síðari hálfleik og minnkaði muninn jafnt og þétt fyrri hluta síðari hálfleiks. En það voru hins vegar gestirnir í Stjörnunni sem höfðu undirtökin og náðu að halda forystu. Stjarnan er með Florentinu í markinu hjá sér og hún gerði gæfumuninn fyrir Stjörnuna í dag. Hún varði hvorki fleiri né færri en 21 skot og var með 57% markvörslu. Lokatölur urðu 21-17, gestunum í vil. Þegar þetta er skrifað liggur ekki fyrir hver verður mótherji Stjörnunnar í úrslitum, hvort það verður Grótta eða ÍBV. Ef liðið mætir ÍBV, þá á Stjarnan heimaleikjaréttinn. Hvort sem það verður er ljóst að von er á skemmtilegri úrslitarimmu.Florentina Stanciu: Ég taldi ekki varin skot, ég var bara einbeitt á að verja næsta skot og svo næsta o.s.frv. Florentina Stanciu átti hreint út sagt frábæran leik í marki Stjörnunnar. Hún varði 21 skot, var með 57% markvörslu og var að vonum ánægð þegar blaðamaður náði tali af henni eftir leikinn. "Mér líður frábærlega af því að við unnum leikinn. Ég taldi ekki varin skot, ég var bara einbeitt á að verja næsta skot og svo næsta o.s.frv. Vörnin var frábær og hjálpaði mér og ég er mjög stolt af þeim," sagði Florentina. "Þetta var frábær vörn og mig dreymdi í alla nótt að verja þeirra skot. Fram er með frábærar stelpur og ég var mjög einbeitt," sagði Florentina og bætti við að það væri mikilvægt fyrir Stjörnuna að einbeita sér að sínum leik. "Ég hugsa bara um okkar leik. Þetta snýst bara um það hvernig við undirbúum okkur og hversu einbeittar við erum. Ef við erum með fókusinn í lagi og tilbúnar að leggja okkur fram frá fyrstu mínútu og til þeirrar síðustu, þá hef ég engar áhyggjur," sagði Florentina að lokum.Ragnar Hermannsson: Var alltaf að bíða eftir að Flora kæmi og myndi verja eins og ófreskja Ragnar Hermannsson, annar tveggja þjálfara Stjörnunnar, var gríðarlega ánægður með sitt lið eins og gefur að skilja. Stjarnan hafði fyrir þennan leik spilað þrjá leiki við Fram í Safamýri á þessari leiktíð og ekki enn náð að vinna. "Við þurftum að vinna einn leik hérna og það skipti engu máli hvenær. Við þurftum bara að klára okkar heimaleiki og stela einum hér. Það sama verður uppi á teningnum ef við mætum Gróttu. Mér fannst við vera nálægt því að vinna hér í leik eitt og þrjú. Klaufagangur að okkar hálfu í þeim leikjum. En mér fannst þetta aldrei í vafa í dag. Ef það var einhvern tímann vafi, þá átti Flora sinn besta leik í úrslitakeppninni og það munar um minna. Hún var frábær," sagði Ragnar og taldi sigurinn vera fyllilega verðskuldaðan. "Við erum búin að vinna gríðarlega vel fyrir þessu. Ég er gríðarlega ánægður með liðið, hvað það hefur stigið vel upp síðan í febrúar. Mér finnst við vera að hnýta fullt af lausum endum. Það hjálpaði okkur auðvitað pínulítið að Fram hefur orðið fyrir skakkaföllum. En þær eru með breiðan og frábæran mannskap og með heimaleikjarétt. En auðvitað munaði um Sigurbjörgu og argentínska markmanninn hjá þeim, þó að þessi ungi og bráðefnilegi markmaður hafi verið vel," sagði Ragnar og átti þar við Hafdísi Lilju Torfadóttur sem hefur staðið í marki Fram í fjarveru Nadiu Bordon. Ragnar var sömuleiðis ánægður með varnarleik síns liðs og tók fram að vörnin geri útslagið í úrslitaeinvígum sem þessu. "Það voru allar að hjálpast að. Fram þurfti alltaf að fara í gegnum tvo eða þrjá leikmenn, þær náðu aldrei að losa boltann í rólegheitum og það var alltaf pressa á þeim. Svo tókst okkur býsna vel að halda aftur af Elísabetu á línunni. Vörnin leggur alltaf grunninn í svona úrslitakeppni. Flora er búin að vera góð en maður er alltaf að bíða eftir þessum leik, að hún kæmi og myndi verja eins og ófreskja. Hún gerði það í dag," sagði Ragnar. Ragnar stýrir liði Stjörnunnar í góðu samstarfi við Rakel Dögg Bragadóttur. Þau eru bæði aðalþjálfarar liðsins en Ragnar segir að Rakel taki lokaákvarðanir á bekknum þegar leikir eru. "Mér finnst gott að vera með Rakel í því að taka lokaákvörðun á bekknum því ég á svolítið erfitt með þetta með stelpuna mína í liðinu. Og svo er bara svo mikil ástríða í mér, ég verð stundum reiður. Við erum í frábæru samstarfi," sagði Ragnar. Olís-deild kvenna Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitum Olís-deildar karla með fræknum sigri á Fram, 21-17. Það var fyrst og síðast feykilega góð vörn og frábær markvarsla sem lagði grunn að þessum sigri Stjörnunna. Stjarnan var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik, líkt og í síðasta leik. Stjarnan gerði í raun það sama og á fimmtudaginn, mætti vinstri væng Fram liðsins vel og náði að stoppa þær Ragnheiði Júlíusdóttur, Helku Dagsdóttur og Ástu Birnu Gunnarsdóttur í fyrri hálfleik. Fyrir aftan þessa sterku vörn var Florentina Stanciu að verja eins og bersekur í markinu. En hún var með 65% markvörslu í fyrri hálfleik, varði þá 11 skot. Vörn Fram var ágæt í fyrri hálfleik en Fram var í vandræðum með sinn sóknarleik. Fram skoraði til að mynda ekki mark á 10 mínútna kafla í fyrri hálfleik, frá 14. til 24. mínútu, og skoraði ekki mark í opnum leik á 18 mínútna kafla. Gestirnir í Stjörnunni leiddu með fjórum þegar flautað var til leikhlés, 10-6. Fram mætti grimmara til leiks í síðari hálfleik og minnkaði muninn jafnt og þétt fyrri hluta síðari hálfleiks. En það voru hins vegar gestirnir í Stjörnunni sem höfðu undirtökin og náðu að halda forystu. Stjarnan er með Florentinu í markinu hjá sér og hún gerði gæfumuninn fyrir Stjörnuna í dag. Hún varði hvorki fleiri né færri en 21 skot og var með 57% markvörslu. Lokatölur urðu 21-17, gestunum í vil. Þegar þetta er skrifað liggur ekki fyrir hver verður mótherji Stjörnunnar í úrslitum, hvort það verður Grótta eða ÍBV. Ef liðið mætir ÍBV, þá á Stjarnan heimaleikjaréttinn. Hvort sem það verður er ljóst að von er á skemmtilegri úrslitarimmu.Florentina Stanciu: Ég taldi ekki varin skot, ég var bara einbeitt á að verja næsta skot og svo næsta o.s.frv. Florentina Stanciu átti hreint út sagt frábæran leik í marki Stjörnunnar. Hún varði 21 skot, var með 57% markvörslu og var að vonum ánægð þegar blaðamaður náði tali af henni eftir leikinn. "Mér líður frábærlega af því að við unnum leikinn. Ég taldi ekki varin skot, ég var bara einbeitt á að verja næsta skot og svo næsta o.s.frv. Vörnin var frábær og hjálpaði mér og ég er mjög stolt af þeim," sagði Florentina. "Þetta var frábær vörn og mig dreymdi í alla nótt að verja þeirra skot. Fram er með frábærar stelpur og ég var mjög einbeitt," sagði Florentina og bætti við að það væri mikilvægt fyrir Stjörnuna að einbeita sér að sínum leik. "Ég hugsa bara um okkar leik. Þetta snýst bara um það hvernig við undirbúum okkur og hversu einbeittar við erum. Ef við erum með fókusinn í lagi og tilbúnar að leggja okkur fram frá fyrstu mínútu og til þeirrar síðustu, þá hef ég engar áhyggjur," sagði Florentina að lokum.Ragnar Hermannsson: Var alltaf að bíða eftir að Flora kæmi og myndi verja eins og ófreskja Ragnar Hermannsson, annar tveggja þjálfara Stjörnunnar, var gríðarlega ánægður með sitt lið eins og gefur að skilja. Stjarnan hafði fyrir þennan leik spilað þrjá leiki við Fram í Safamýri á þessari leiktíð og ekki enn náð að vinna. "Við þurftum að vinna einn leik hérna og það skipti engu máli hvenær. Við þurftum bara að klára okkar heimaleiki og stela einum hér. Það sama verður uppi á teningnum ef við mætum Gróttu. Mér fannst við vera nálægt því að vinna hér í leik eitt og þrjú. Klaufagangur að okkar hálfu í þeim leikjum. En mér fannst þetta aldrei í vafa í dag. Ef það var einhvern tímann vafi, þá átti Flora sinn besta leik í úrslitakeppninni og það munar um minna. Hún var frábær," sagði Ragnar og taldi sigurinn vera fyllilega verðskuldaðan. "Við erum búin að vinna gríðarlega vel fyrir þessu. Ég er gríðarlega ánægður með liðið, hvað það hefur stigið vel upp síðan í febrúar. Mér finnst við vera að hnýta fullt af lausum endum. Það hjálpaði okkur auðvitað pínulítið að Fram hefur orðið fyrir skakkaföllum. En þær eru með breiðan og frábæran mannskap og með heimaleikjarétt. En auðvitað munaði um Sigurbjörgu og argentínska markmanninn hjá þeim, þó að þessi ungi og bráðefnilegi markmaður hafi verið vel," sagði Ragnar og átti þar við Hafdísi Lilju Torfadóttur sem hefur staðið í marki Fram í fjarveru Nadiu Bordon. Ragnar var sömuleiðis ánægður með varnarleik síns liðs og tók fram að vörnin geri útslagið í úrslitaeinvígum sem þessu. "Það voru allar að hjálpast að. Fram þurfti alltaf að fara í gegnum tvo eða þrjá leikmenn, þær náðu aldrei að losa boltann í rólegheitum og það var alltaf pressa á þeim. Svo tókst okkur býsna vel að halda aftur af Elísabetu á línunni. Vörnin leggur alltaf grunninn í svona úrslitakeppni. Flora er búin að vera góð en maður er alltaf að bíða eftir þessum leik, að hún kæmi og myndi verja eins og ófreskja. Hún gerði það í dag," sagði Ragnar. Ragnar stýrir liði Stjörnunnar í góðu samstarfi við Rakel Dögg Bragadóttur. Þau eru bæði aðalþjálfarar liðsins en Ragnar segir að Rakel taki lokaákvarðanir á bekknum þegar leikir eru. "Mér finnst gott að vera með Rakel í því að taka lokaákvörðun á bekknum því ég á svolítið erfitt með þetta með stelpuna mína í liðinu. Og svo er bara svo mikil ástríða í mér, ég verð stundum reiður. Við erum í frábæru samstarfi," sagði Ragnar.
Olís-deild kvenna Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira