Fyrstu laxarnir komnir í Korpu Karl Lúðvíksson skrifar 19. maí 2015 10:14 Fyrstu laxarnir eru komnir í Korpu Veiðivísir greindi frá því að laxinn væri mættur í Laxá í Kjós en það er nokkuð árvisst að fyrstu laxarnir mæti um þetta leiti í hana. Þeir sem skyggna ánna reglulega í maí, þar á meðal Bubbi Morthens, bentu á að það hefði sést lax í ánni 10 dögum áður en við greindum frá þeim sem okkur bárust fregnir um svo laxinn er greinilega nokkuð á undan áætlun í Kjósina þetta árið. Það eru fleiri ár sem eru farnar að fá fyrstu laxana sína en í gær var rætt á spjallþræði á Facebook að lax hefði verið að sýna sig í Korpu. Undirritaður gerði sér ferð í morgun til að sjá hvort þetta væri eitthvað sem hægt væri með réttu að staðfesta því þetta er óvenjusnemmt fyrir Korpuna. Við manninn mælt þá tók ekki langan tíma að finna lax í ánni en hann lá á mjög kunnuglegum stað í Berghyl upp við klöppina og þar var hann einn síns liðs en hann var mættur engu að síður. Þetta var líklega um 6-8 punda fiskur. Áin var gengin frá Berghyl og í rennunni neðan við Kollu lá líka annar, en sá var nokkuð minni en hinn en greinilega nýgengin líka. Greinarhöfund rekur ekki í minni að hafa séð eða frétt af laxi svona snemma í Korpu áður og hafa göngutúrar meðfram ánni þó verið árvissir í langan tíma og sjaldan sést lax fyrr en um miðjan júní. Hvaða fyrirboði þetta er er ómögulegt að segja en reynsluboltarnir í veiðiheiminum hafa þó haft á orði að þetta sumar verði gott og tengja það meðal annars veiði á úthafskarfa. Það kemur svo bara í ljós þegar fyrstu stóru göngurnar koma hvort sú spá sé rétt. Stangveiði Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði
Veiðivísir greindi frá því að laxinn væri mættur í Laxá í Kjós en það er nokkuð árvisst að fyrstu laxarnir mæti um þetta leiti í hana. Þeir sem skyggna ánna reglulega í maí, þar á meðal Bubbi Morthens, bentu á að það hefði sést lax í ánni 10 dögum áður en við greindum frá þeim sem okkur bárust fregnir um svo laxinn er greinilega nokkuð á undan áætlun í Kjósina þetta árið. Það eru fleiri ár sem eru farnar að fá fyrstu laxana sína en í gær var rætt á spjallþræði á Facebook að lax hefði verið að sýna sig í Korpu. Undirritaður gerði sér ferð í morgun til að sjá hvort þetta væri eitthvað sem hægt væri með réttu að staðfesta því þetta er óvenjusnemmt fyrir Korpuna. Við manninn mælt þá tók ekki langan tíma að finna lax í ánni en hann lá á mjög kunnuglegum stað í Berghyl upp við klöppina og þar var hann einn síns liðs en hann var mættur engu að síður. Þetta var líklega um 6-8 punda fiskur. Áin var gengin frá Berghyl og í rennunni neðan við Kollu lá líka annar, en sá var nokkuð minni en hinn en greinilega nýgengin líka. Greinarhöfund rekur ekki í minni að hafa séð eða frétt af laxi svona snemma í Korpu áður og hafa göngutúrar meðfram ánni þó verið árvissir í langan tíma og sjaldan sést lax fyrr en um miðjan júní. Hvaða fyrirboði þetta er er ómögulegt að segja en reynsluboltarnir í veiðiheiminum hafa þó haft á orði að þetta sumar verði gott og tengja það meðal annars veiði á úthafskarfa. Það kemur svo bara í ljós þegar fyrstu stóru göngurnar koma hvort sú spá sé rétt.
Stangveiði Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði