Fyrsti laxinn kominn í Laxá í Kjós Karl Lúðvíksson skrifar 17. maí 2015 12:00 Jón Þór Júlíusson leigutaki Laxá Í Kjós með fallegan lax fyrstu dagana í fyrra. Það er huti af vorhefð íbúa við Laxá í Kjós að stoppa aðeins við á brúnni við ánna á þessum tíma og kíkja í nokkrar holur og sjá hvort laxinn sé farinn að ganga. Það er nokkuð árvisst að sjá laxa um miðjan maí í ánni og hefur verið þannig lengi svo það kemur ekki á óvart að heyra fregnir að fyrstu laxarnir hafi látið sjá sig í ánni. Kristján Einarsson tók bíltúr inní Hvalfjörð í gær eftir að hafa heyrt fregnir að sést hafi til fyrstu laxana í ánni. "Ég stoppaði við brúnna og kíkti á þessar holur sem hann leggst oft í þegar hann er að ganga en sá ekkert. Það sást ágætlega í ánna þrátt fyrir að hún sé nokkuð vatnsmikil" sagði Kristján þegar við ræddum við hann í morgun. "Ég skoðaði svæðið við Kvíslafoss í 10 mínútur en sá ekkert svo ég tók smá bíltúr upp að Þórufossi og svo til baka. Í bakaleiðinni stoppaði ég aftur á brúnni og þá lágu tveir svo greinilega nýgengnir undir stólpanum vestan meginn. Tveir fagurbláir tveggja ára laxar" bætti Kristján við. Laxá í Kjós opnar 20. júní og ef það týnast inn laxar á næstunni verður ekkert ólíklegt að veiðimenn verði varir við laxa á efstu sem neðstusvæðum Laxár. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði
Það er huti af vorhefð íbúa við Laxá í Kjós að stoppa aðeins við á brúnni við ánna á þessum tíma og kíkja í nokkrar holur og sjá hvort laxinn sé farinn að ganga. Það er nokkuð árvisst að sjá laxa um miðjan maí í ánni og hefur verið þannig lengi svo það kemur ekki á óvart að heyra fregnir að fyrstu laxarnir hafi látið sjá sig í ánni. Kristján Einarsson tók bíltúr inní Hvalfjörð í gær eftir að hafa heyrt fregnir að sést hafi til fyrstu laxana í ánni. "Ég stoppaði við brúnna og kíkti á þessar holur sem hann leggst oft í þegar hann er að ganga en sá ekkert. Það sást ágætlega í ánna þrátt fyrir að hún sé nokkuð vatnsmikil" sagði Kristján þegar við ræddum við hann í morgun. "Ég skoðaði svæðið við Kvíslafoss í 10 mínútur en sá ekkert svo ég tók smá bíltúr upp að Þórufossi og svo til baka. Í bakaleiðinni stoppaði ég aftur á brúnni og þá lágu tveir svo greinilega nýgengnir undir stólpanum vestan meginn. Tveir fagurbláir tveggja ára laxar" bætti Kristján við. Laxá í Kjós opnar 20. júní og ef það týnast inn laxar á næstunni verður ekkert ólíklegt að veiðimenn verði varir við laxa á efstu sem neðstusvæðum Laxár.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði