Dagskrá Listahátíðar í Reykjavík í kvöld Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. maí 2015 18:30 Úr verkinu Svartar fjaðrir. MYND/HÖRÐUR SVEINSSON Listahátíð í Reykjavík var sett með pompi og prakt síðastliðinn miðvikudag og lýkur hátíðinni þann 7. júní næstkomandi. Fjöldi viðburða er á dagskránni. Hér fyrir neðan er hægt að sjá þá viðburði sem boðið verður upp á um helgina.Föstudagur 15.maíSuspension of Disbelief @Bíó Paradís - 18:00 &18:30 SUSPENSION OF DISBELIEF var tekið á sýningu Elínar Hansdóttur í KW Institute for Contemporary Art í Berlín í mars síðastliðinn. Á sýningunni er er beitt tækni frá árdögum kvikmyndagerðar þar sem kvikmyndavél var beint í gegnum glermálverk til að víkka út myndheima. Verkið er tilraun til að afhjúpa nýjar víddir í skynrænni upplifun þvert á þau mæri sem liggja á milli þrívíðra miðla og kvikmyndamiðilsins.Svartar Fjaðrir @Þjóðleikhúsið - 19:30 Í verkinu er unnið með fjölbreytt úrval ljóða skáldsins sem náði þjóðarhylli með fyrstu ljóðabók sinni, Svörtum fjöðrum, sem kom út þegar Davíð var aðeins 24 ára að aldri.Birting @Gerðarsafn - 20:00 Birting er samsýning á verkum eftir íslenska samtímalistamenn þar sem unnið er út frá steindum gluggum Gerðar Helgadóttur (1928-1975) sem má finna í Skálholtskirkju, Kópavogskirkju og víðar.Doríon: vídeó- og tónlistargjörningur @Kópavogskirkja - 21:00 Vídeó- & tónlistargjörningurinn Doríon eftir Doddu Maggý er sérstaklega saminn fyrir Kópavogskirkju í tilefni sýningarinnar Birting í Gerðasafni. Raddsvið manneskjunnar tekur á sig sjónrænt form og litapalletta tónskalans flæðir yfir rýmið. Kvennakórinn Katla undir stjórn Hildigunnar Einarsdóttir og Lilju Daggar Gunnarsdóttir flytur gjörninginn. Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Listahátíð í Reykjavík var sett með pompi og prakt síðastliðinn miðvikudag og lýkur hátíðinni þann 7. júní næstkomandi. Fjöldi viðburða er á dagskránni. Hér fyrir neðan er hægt að sjá þá viðburði sem boðið verður upp á um helgina.Föstudagur 15.maíSuspension of Disbelief @Bíó Paradís - 18:00 &18:30 SUSPENSION OF DISBELIEF var tekið á sýningu Elínar Hansdóttur í KW Institute for Contemporary Art í Berlín í mars síðastliðinn. Á sýningunni er er beitt tækni frá árdögum kvikmyndagerðar þar sem kvikmyndavél var beint í gegnum glermálverk til að víkka út myndheima. Verkið er tilraun til að afhjúpa nýjar víddir í skynrænni upplifun þvert á þau mæri sem liggja á milli þrívíðra miðla og kvikmyndamiðilsins.Svartar Fjaðrir @Þjóðleikhúsið - 19:30 Í verkinu er unnið með fjölbreytt úrval ljóða skáldsins sem náði þjóðarhylli með fyrstu ljóðabók sinni, Svörtum fjöðrum, sem kom út þegar Davíð var aðeins 24 ára að aldri.Birting @Gerðarsafn - 20:00 Birting er samsýning á verkum eftir íslenska samtímalistamenn þar sem unnið er út frá steindum gluggum Gerðar Helgadóttur (1928-1975) sem má finna í Skálholtskirkju, Kópavogskirkju og víðar.Doríon: vídeó- og tónlistargjörningur @Kópavogskirkja - 21:00 Vídeó- & tónlistargjörningurinn Doríon eftir Doddu Maggý er sérstaklega saminn fyrir Kópavogskirkju í tilefni sýningarinnar Birting í Gerðasafni. Raddsvið manneskjunnar tekur á sig sjónrænt form og litapalletta tónskalans flæðir yfir rýmið. Kvennakórinn Katla undir stjórn Hildigunnar Einarsdóttir og Lilju Daggar Gunnarsdóttir flytur gjörninginn.
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira