Golf

Robert Streb leiðir eftir fyrsta hring á Wells Fargo

Rory McIlroy er að leika vel þessa dagana.
Rory McIlroy er að leika vel þessa dagana. Getty
Bandaríkjamaðurinn Robert Streb leiðir eftir fyrsta hring á Wells Fargo meistaramótinu en hann lék Quail Hollow völlinn á 65 höggum eða sjö höggum undir pari. Margir kylfingar koma á eftir honum á sex og fimm höggum undir, meðal annars Patrick Reed og Webb Simpson.

Mótið er mjög sterkt í ár en Rory McIlroy lék fyrsta hring á 70 höggum eða tveimur undir pari. Hringurinn hans hefði getað verið betri ef ekki hefði verið fyrir klaufalega mistök á 17. holu sem kostuðu hann tvöfaldan skolla.

Þá léku Phil Mickelson og Adam Scott á einu höggi undir pari en Svíinn Henrik Stenson kom inn á sléttu pari.

Sigurvegari síðasta árs, J.B. Holmes kom inn á 69 höggum eða þremur undir pari og er meðal efstu manna.

Wells Fargo meistaramótið verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni um helgina og hefst útsending frá öðrum hring klukkan 19:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×