Nýtt lag frá LOTV: „Þetta band er mikið líkara fjölskyldu en eitthvað annað“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 13. maí 2015 10:57 Hér má sjá sveitina. Hljómsveitin LOTV sendi frá sér nýtt lag í dag sem ber titilinn Wildflower og er tekið af væntanlegri plötu bandsins, Ghosts. Platan er tekin upp í Stúdíó Hljóm og heyrist greinilega af þessu nýja lagi af töluverð „sánd“ breyting hefur átt sér stað hjá flokknum. Með innkomu nýrra meðlima í hljómsveitina hafa þau farið í mikla naflaskoðun og er afraksturinn glæsilegur. LOTV eða Lily of the valley er nú orðin sex manna hljómsveit með háleit markmið. Sveitin sendi frá sér lagaþrennu 2014 sem hljómaði títt á öldum ljósvakans en bandið vildi þróast í aðra átt og fengu til liðs við sig þá Leó Inga, Hrafnkel Má og Thor Gunnarsson til þess að koma sér þangað sem þau vildu fara.Hér að neðan má heyra nýja lagið með LOTV. Lagið Wildflower er komið í spilun á öllum helstu útvarpsstöðvum landsins og stefnir bandið einnig á útrás. Hljómsveitin mun spila um land allt í sumar og um að gera að fylgjast vel með þeim. Platan Ghosts er svo væntanleg í sumar en þrátt fyrir sínar „Folk-rætur“ verður platan töluvert elektrónískari en þeirra fyrra efni, að sögn meðlima. „Við erum massívt ánægð með afraksturinn og var mikil vinna lögð í þetta lag, við erum að prófa nýja hluti og erum alltaf að leitast eftir áskorun í þessu öllu saman," segir Logi Marr, einn meðlima sveitarinnar og bætir við: „Ef að bara einn fýlar það sem við erum að gera þá erum við drullusátt, þetta band er mikið líkara fjölskyldu en eitthvað annað og bara að fá að telja í saman er þvílíkur sigur fyrir okkur." Tónlist Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin LOTV sendi frá sér nýtt lag í dag sem ber titilinn Wildflower og er tekið af væntanlegri plötu bandsins, Ghosts. Platan er tekin upp í Stúdíó Hljóm og heyrist greinilega af þessu nýja lagi af töluverð „sánd“ breyting hefur átt sér stað hjá flokknum. Með innkomu nýrra meðlima í hljómsveitina hafa þau farið í mikla naflaskoðun og er afraksturinn glæsilegur. LOTV eða Lily of the valley er nú orðin sex manna hljómsveit með háleit markmið. Sveitin sendi frá sér lagaþrennu 2014 sem hljómaði títt á öldum ljósvakans en bandið vildi þróast í aðra átt og fengu til liðs við sig þá Leó Inga, Hrafnkel Má og Thor Gunnarsson til þess að koma sér þangað sem þau vildu fara.Hér að neðan má heyra nýja lagið með LOTV. Lagið Wildflower er komið í spilun á öllum helstu útvarpsstöðvum landsins og stefnir bandið einnig á útrás. Hljómsveitin mun spila um land allt í sumar og um að gera að fylgjast vel með þeim. Platan Ghosts er svo væntanleg í sumar en þrátt fyrir sínar „Folk-rætur“ verður platan töluvert elektrónískari en þeirra fyrra efni, að sögn meðlima. „Við erum massívt ánægð með afraksturinn og var mikil vinna lögð í þetta lag, við erum að prófa nýja hluti og erum alltaf að leitast eftir áskorun í þessu öllu saman," segir Logi Marr, einn meðlima sveitarinnar og bætir við: „Ef að bara einn fýlar það sem við erum að gera þá erum við drullusátt, þetta band er mikið líkara fjölskyldu en eitthvað annað og bara að fá að telja í saman er þvílíkur sigur fyrir okkur."
Tónlist Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira