Nýtt lag frá LOTV: „Þetta band er mikið líkara fjölskyldu en eitthvað annað“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 13. maí 2015 10:57 Hér má sjá sveitina. Hljómsveitin LOTV sendi frá sér nýtt lag í dag sem ber titilinn Wildflower og er tekið af væntanlegri plötu bandsins, Ghosts. Platan er tekin upp í Stúdíó Hljóm og heyrist greinilega af þessu nýja lagi af töluverð „sánd“ breyting hefur átt sér stað hjá flokknum. Með innkomu nýrra meðlima í hljómsveitina hafa þau farið í mikla naflaskoðun og er afraksturinn glæsilegur. LOTV eða Lily of the valley er nú orðin sex manna hljómsveit með háleit markmið. Sveitin sendi frá sér lagaþrennu 2014 sem hljómaði títt á öldum ljósvakans en bandið vildi þróast í aðra átt og fengu til liðs við sig þá Leó Inga, Hrafnkel Má og Thor Gunnarsson til þess að koma sér þangað sem þau vildu fara.Hér að neðan má heyra nýja lagið með LOTV. Lagið Wildflower er komið í spilun á öllum helstu útvarpsstöðvum landsins og stefnir bandið einnig á útrás. Hljómsveitin mun spila um land allt í sumar og um að gera að fylgjast vel með þeim. Platan Ghosts er svo væntanleg í sumar en þrátt fyrir sínar „Folk-rætur“ verður platan töluvert elektrónískari en þeirra fyrra efni, að sögn meðlima. „Við erum massívt ánægð með afraksturinn og var mikil vinna lögð í þetta lag, við erum að prófa nýja hluti og erum alltaf að leitast eftir áskorun í þessu öllu saman," segir Logi Marr, einn meðlima sveitarinnar og bætir við: „Ef að bara einn fýlar það sem við erum að gera þá erum við drullusátt, þetta band er mikið líkara fjölskyldu en eitthvað annað og bara að fá að telja í saman er þvílíkur sigur fyrir okkur." Tónlist Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Hljómsveitin LOTV sendi frá sér nýtt lag í dag sem ber titilinn Wildflower og er tekið af væntanlegri plötu bandsins, Ghosts. Platan er tekin upp í Stúdíó Hljóm og heyrist greinilega af þessu nýja lagi af töluverð „sánd“ breyting hefur átt sér stað hjá flokknum. Með innkomu nýrra meðlima í hljómsveitina hafa þau farið í mikla naflaskoðun og er afraksturinn glæsilegur. LOTV eða Lily of the valley er nú orðin sex manna hljómsveit með háleit markmið. Sveitin sendi frá sér lagaþrennu 2014 sem hljómaði títt á öldum ljósvakans en bandið vildi þróast í aðra átt og fengu til liðs við sig þá Leó Inga, Hrafnkel Má og Thor Gunnarsson til þess að koma sér þangað sem þau vildu fara.Hér að neðan má heyra nýja lagið með LOTV. Lagið Wildflower er komið í spilun á öllum helstu útvarpsstöðvum landsins og stefnir bandið einnig á útrás. Hljómsveitin mun spila um land allt í sumar og um að gera að fylgjast vel með þeim. Platan Ghosts er svo væntanleg í sumar en þrátt fyrir sínar „Folk-rætur“ verður platan töluvert elektrónískari en þeirra fyrra efni, að sögn meðlima. „Við erum massívt ánægð með afraksturinn og var mikil vinna lögð í þetta lag, við erum að prófa nýja hluti og erum alltaf að leitast eftir áskorun í þessu öllu saman," segir Logi Marr, einn meðlima sveitarinnar og bætir við: „Ef að bara einn fýlar það sem við erum að gera þá erum við drullusátt, þetta band er mikið líkara fjölskyldu en eitthvað annað og bara að fá að telja í saman er þvílíkur sigur fyrir okkur."
Tónlist Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira