Kári: Ólýsanleg tilfinning Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. maí 2015 22:14 Kári á hliðarlínunni í kvöld. vísir/valli Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var vitanlega himinlifandi með sigur síns liðs á Stjörnunni og Íslandsmeistaratitilinn. „Þetta voru ótrúlegar lokasekúndur. Við sýndum ótrúlegan karakter með því að koma okkur inn í leikinn,“ sagði Kári sem tók leikhlé þegar nítján sekúndur voru eftir og staðan jöfn. „Það er ótrúleg tilhugsun að hafa stillt upp í kerfi fyrir fimmtán ára leikmann. Það sýnir líka úr hverju hún er gerð. Hún fékk ekki færið sem við ætluðum að fá en tók síðasta skotið og það gekk upp.“ Hann segist ekkert hafa pælt í því hvort að Lovísa væri sátt við að fá þessa ábyrgð. „Hún hefur axlað ábyrgð í allan vetur og staðið sig frábærlega. Þetta er bara í beinu framhaldi af því. Hún er bara í stóru hlutverki hjá okkur.“ Grótta spilaði frábæra vörn síðustu tíu mínúturnar sem varð til þess að liðið komst aftur inn í leikinn og gat tryggt sér sigurinn. Kári segir að það hafi margt komið til. „Mér fannst þær [í Stjörnunni] orðnar þreyttar. Við náðum að rúlla ágætlega á okkar leikmönnum og eru með fleiri leikmenn sem geta tekið að sér stór hlutverk. Karólína og Lovísa Ásta komu til dæmis óvænt inn og skoruðu nokkur mörk ásamt því að þétta varnarleikinn.“ „Elín [Jóna Þorsteinsdóttir], ungi markvörðurinn okkar átti svo flotta innkomu í markið. Það var því ýmislegt sem spilaði með.“ Kári er Akureyringur en hefur verið í Gróttu í þrettán ár. Hann er því vitanlega ánægður með að hafa unnið fyrsta stóra Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins. „Þetta er ótrúlegt að vera með lið sem er með uppalda leikmenn í nánast hverri stöðu. Þetta er ólýsanleg tilfinning, að vinna bæði þennan titil og bikarinn í vetur, og hrikalega skemmtilegt fyrir mig að fá að vinna með þessum hópi.“ Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Stjarnan 22-18 | Grótta einum sigri frá titlinum Grótta getur tryggt sér Íslandsmeistaratitil á þriðjudaginn. 10. maí 2015 00:01 Umfjöllun og viðtöl: Grótta-Stjarnan 24-21 | Grótta tók frumkvæðið Grótta komst í 1-0 gegn Fram í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með þriggja marka sigri, 24-21, á Stjörnunni í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. 5. maí 2015 15:26 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 23-19 | Stjarnan jafnaði einvígið Stjarnan jafnaði einvígið um Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið bar sigur úr býtum, 23-19, gegn Gróttu í öðrum leik liðanna í Mýrinni í kvöld. Staðan í einvíginu er því 1-1. 7. maí 2015 14:44 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur Sjá meira
Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var vitanlega himinlifandi með sigur síns liðs á Stjörnunni og Íslandsmeistaratitilinn. „Þetta voru ótrúlegar lokasekúndur. Við sýndum ótrúlegan karakter með því að koma okkur inn í leikinn,“ sagði Kári sem tók leikhlé þegar nítján sekúndur voru eftir og staðan jöfn. „Það er ótrúleg tilhugsun að hafa stillt upp í kerfi fyrir fimmtán ára leikmann. Það sýnir líka úr hverju hún er gerð. Hún fékk ekki færið sem við ætluðum að fá en tók síðasta skotið og það gekk upp.“ Hann segist ekkert hafa pælt í því hvort að Lovísa væri sátt við að fá þessa ábyrgð. „Hún hefur axlað ábyrgð í allan vetur og staðið sig frábærlega. Þetta er bara í beinu framhaldi af því. Hún er bara í stóru hlutverki hjá okkur.“ Grótta spilaði frábæra vörn síðustu tíu mínúturnar sem varð til þess að liðið komst aftur inn í leikinn og gat tryggt sér sigurinn. Kári segir að það hafi margt komið til. „Mér fannst þær [í Stjörnunni] orðnar þreyttar. Við náðum að rúlla ágætlega á okkar leikmönnum og eru með fleiri leikmenn sem geta tekið að sér stór hlutverk. Karólína og Lovísa Ásta komu til dæmis óvænt inn og skoruðu nokkur mörk ásamt því að þétta varnarleikinn.“ „Elín [Jóna Þorsteinsdóttir], ungi markvörðurinn okkar átti svo flotta innkomu í markið. Það var því ýmislegt sem spilaði með.“ Kári er Akureyringur en hefur verið í Gróttu í þrettán ár. Hann er því vitanlega ánægður með að hafa unnið fyrsta stóra Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins. „Þetta er ótrúlegt að vera með lið sem er með uppalda leikmenn í nánast hverri stöðu. Þetta er ólýsanleg tilfinning, að vinna bæði þennan titil og bikarinn í vetur, og hrikalega skemmtilegt fyrir mig að fá að vinna með þessum hópi.“
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Stjarnan 22-18 | Grótta einum sigri frá titlinum Grótta getur tryggt sér Íslandsmeistaratitil á þriðjudaginn. 10. maí 2015 00:01 Umfjöllun og viðtöl: Grótta-Stjarnan 24-21 | Grótta tók frumkvæðið Grótta komst í 1-0 gegn Fram í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með þriggja marka sigri, 24-21, á Stjörnunni í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. 5. maí 2015 15:26 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 23-19 | Stjarnan jafnaði einvígið Stjarnan jafnaði einvígið um Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið bar sigur úr býtum, 23-19, gegn Gróttu í öðrum leik liðanna í Mýrinni í kvöld. Staðan í einvíginu er því 1-1. 7. maí 2015 14:44 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Stjarnan 22-18 | Grótta einum sigri frá titlinum Grótta getur tryggt sér Íslandsmeistaratitil á þriðjudaginn. 10. maí 2015 00:01
Umfjöllun og viðtöl: Grótta-Stjarnan 24-21 | Grótta tók frumkvæðið Grótta komst í 1-0 gegn Fram í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með þriggja marka sigri, 24-21, á Stjörnunni í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. 5. maí 2015 15:26
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 23-19 | Stjarnan jafnaði einvígið Stjarnan jafnaði einvígið um Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið bar sigur úr býtum, 23-19, gegn Gróttu í öðrum leik liðanna í Mýrinni í kvöld. Staðan í einvíginu er því 1-1. 7. maí 2015 14:44