Herópið sem heyrðist um heim allan Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2015 10:34 Leeroy Jenkins vakti mikla athygli og fjölmargir hafa notað heróp hans til gríns og gamans. Fyrir rétt rúmum tíu árum var hópur ævintýramanna kominn saman fyrir utan dýflissu sem markmiðið var að gera árás á. Meðal þeirra voru miklir stríðskappar og galdramenn og saman mynduðu þeir hópinn Pals for Life. Saman skipulögðu þeir árásina sem hafði reynst þeim erfið hingað til, en einn þeirra var ekki að fylgjast með. Án nokkurs fyrirvara hleypur hann þó inn í dýflissuna öskrandi heróp sem átti eftir að vekja mikla athygli. Hinir í hópnum vissu ekki sitt rjúkandi ráð og það tók þá nokkrar sekúndur að elta stríðskappann, en áætlunin var ónýt. Þeir féllu allir í bardaga við skrímsli dýflissunnar á örskotsstundu, bölvandi Leeroy Jenkins fyrir óþolinmæði sína. Þessi atburðarrás átti sér stað í leiknum World of Warcraft þann 11. maí 2005. Myndband af árásinni misheppnuðu var birt á spjallsíðu Blizzard og vakti strax gífurlega athygli. Á þeim átta árum sem myndbandið hefur verið á Youtube er búið að horfa á upprunalega myndbandið rúmlega 43 milljón sinnum. Í gær voru tíu ár frá því að myndbandið var birt á internetinu í fyrsta sinn.Bandaríkjamaðurinn Ben Schulz spilaði sem Leeroy, en síðan myndbandið var birt hafa margir velt því fyrir sér hvort það hafi verið sviðsett. Hvergi hefur það þó fengist staðfest. Leikjavísir Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Fleiri fréttir Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Fyrir rétt rúmum tíu árum var hópur ævintýramanna kominn saman fyrir utan dýflissu sem markmiðið var að gera árás á. Meðal þeirra voru miklir stríðskappar og galdramenn og saman mynduðu þeir hópinn Pals for Life. Saman skipulögðu þeir árásina sem hafði reynst þeim erfið hingað til, en einn þeirra var ekki að fylgjast með. Án nokkurs fyrirvara hleypur hann þó inn í dýflissuna öskrandi heróp sem átti eftir að vekja mikla athygli. Hinir í hópnum vissu ekki sitt rjúkandi ráð og það tók þá nokkrar sekúndur að elta stríðskappann, en áætlunin var ónýt. Þeir féllu allir í bardaga við skrímsli dýflissunnar á örskotsstundu, bölvandi Leeroy Jenkins fyrir óþolinmæði sína. Þessi atburðarrás átti sér stað í leiknum World of Warcraft þann 11. maí 2005. Myndband af árásinni misheppnuðu var birt á spjallsíðu Blizzard og vakti strax gífurlega athygli. Á þeim átta árum sem myndbandið hefur verið á Youtube er búið að horfa á upprunalega myndbandið rúmlega 43 milljón sinnum. Í gær voru tíu ár frá því að myndbandið var birt á internetinu í fyrsta sinn.Bandaríkjamaðurinn Ben Schulz spilaði sem Leeroy, en síðan myndbandið var birt hafa margir velt því fyrir sér hvort það hafi verið sviðsett. Hvergi hefur það þó fengist staðfest.
Leikjavísir Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Fleiri fréttir Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira