Loksins fleiri vötn að taka við sér Karl Lúðvíksson skrifar 10. maí 2015 20:08 Falleg morgunveiði í dag úr Sauðlauksvatni. Mynd: Jón Sigurðsson Kuldinn virðist ekkert ætla að láta undan orðrómnum um að samkvæmt dagatalinu sé komið sumar og það á að vera kalt alla vega í 7-10 daga í viðbót. Þetta er auðvitað ferlega slöpp veðurspá og hefur þessi kalda sumarbyrjun slegið á marga veiðimenn sem hafa ekki einu sett saman stöng ennþá. Á Þingvöllum er kropp, og ekkert meira en það, í urriðaveiðinni og ástæðan fyrir því er bara hitastigið á vatninu sem er svipað og það er venjulega um mars/april. Þeim hefur farið snarfækkandi veiðimönnunum sem fara upp að Þingvallavatni til að freista stóru urriðana enda rennur fljótt af mönnum þrótturinn þegar 4-5 skipti skila engu í háfinn. Þó eru góðar fréttir líka inná milli og til að mynda virðist Sauðlauksvatn vera komið á kortið en Jón Sigurðsson var þar á veiðum í dag og það virðist sem hann hafi hitt á hárrétt vorskilyrði. Það var logn, heiðskýrt og hlýrra en hefur verið upp á síðkastið og líklegt er að það hafi ýtt fiskinum í gang. Eins og sést á meðfylgjandi mynd er þetta flott veiði í dag hjá Jóni og þetta er vonandi undanfarinn á því að fleiri vötn séu að koma undan ís og vetri með góðum veiðidögum. Stangveiði Mest lesið Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Nils Folmer með nýja liti í Metalica Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Þegar takan dettur niður Veiði Bleikjuveiðin á Þingvöllum komin í gang Veiði Stórbleikjan liggur víða í Varmá Veiði Svipaður umsóknarfjöldi hjá SVFR og í fyrra Veiði Fyrsti laxinn úr Mýrarkvísl Veiði Mikið bókað fyrir sumarið 2016 Veiði Styttist í rjúpnaveiðina Veiði
Kuldinn virðist ekkert ætla að láta undan orðrómnum um að samkvæmt dagatalinu sé komið sumar og það á að vera kalt alla vega í 7-10 daga í viðbót. Þetta er auðvitað ferlega slöpp veðurspá og hefur þessi kalda sumarbyrjun slegið á marga veiðimenn sem hafa ekki einu sett saman stöng ennþá. Á Þingvöllum er kropp, og ekkert meira en það, í urriðaveiðinni og ástæðan fyrir því er bara hitastigið á vatninu sem er svipað og það er venjulega um mars/april. Þeim hefur farið snarfækkandi veiðimönnunum sem fara upp að Þingvallavatni til að freista stóru urriðana enda rennur fljótt af mönnum þrótturinn þegar 4-5 skipti skila engu í háfinn. Þó eru góðar fréttir líka inná milli og til að mynda virðist Sauðlauksvatn vera komið á kortið en Jón Sigurðsson var þar á veiðum í dag og það virðist sem hann hafi hitt á hárrétt vorskilyrði. Það var logn, heiðskýrt og hlýrra en hefur verið upp á síðkastið og líklegt er að það hafi ýtt fiskinum í gang. Eins og sést á meðfylgjandi mynd er þetta flott veiði í dag hjá Jóni og þetta er vonandi undanfarinn á því að fleiri vötn séu að koma undan ís og vetri með góðum veiðidögum.
Stangveiði Mest lesið Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Nils Folmer með nýja liti í Metalica Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Þegar takan dettur niður Veiði Bleikjuveiðin á Þingvöllum komin í gang Veiði Stórbleikjan liggur víða í Varmá Veiði Svipaður umsóknarfjöldi hjá SVFR og í fyrra Veiði Fyrsti laxinn úr Mýrarkvísl Veiði Mikið bókað fyrir sumarið 2016 Veiði Styttist í rjúpnaveiðina Veiði