Bjarni Júlíusson fyrrum formaður SVFR með laxveiðispá fyrir sumarið Karl Lúðvíksson skrifar 29. maí 2015 09:14 Nú styttist óðum í laxveiðisumarið en fyrstu árnar opna eftir 7 daga og það er ljóst að veiðimenn bíða fyrstu dagana með óþreyju. Hluti af spennunni liggur í að sjá hvernig árnar opna en fyrstu 2 vikurnar gefa gjarnan tónin fyrir sumarið svo það er mikið undir eftir hrunið í veiðinni í fyrra. Það er erfitt að spá um það hvernig sumarið fer og það eru fáir sem eru reiðubúnir til að spá í veiðina og leggja nefn sitt undir en einn af þeim sem skorast þó ekki undan því er fyrrum formaður SVFR, Bjarni Júlíusson en hann hefur unnið í spá þar sem tenging milli karfaveiði og laxveiði liggur til grundvallar. Spáin hjá Bjarna er þrælskemmtilegur lestur og góðum rökum beitt í þeirri spá sem spáir meðalsumri eða rétt undir því. Við birtum hér að neðan greinina hans Bjarna með hans góðfúslega leyfi. Bjarni tekur þó fram að vissulega sé þessi spá sett fram með fyrirvara en verði endurskoðuð í haust verði hann sannspár og sé það einmitt tilfellið ætti vel að hugsa sér að rannsaka þessa tenginungu, sé hún rétt, mun betur. Bjarni Júlíusson í kunnuglegum gírMynd: www.svfr.is„Veiðimenn hafa löngum reynt að spá fyrir um laxveiðina með misjöfnum árangri. Spárnar hafa verið byggðar á ótrúlegustu þáttum, vísindalegum sem yfirnáttúrulegum en aldrei hefur tekist að spá fyrir um veiðina af einhverri nákvæmni. Margir telja að þær miklu sveiflur sem við höfum upplifað undanfarin ár í laxveiðinni séu vegna einhverra breytinga í hafinu. Ef það er rétt, þá mætti kanna hvort sambærilegar sveiflur sé að finna í veiði á öðrum sjávarfiskum. Sjálfur hef ég velt því fyrir mér hvort það kunni að vera tenging á milli úthafskarfaveiði að vori eða snemmsumars og laxveiði sumarsins.Þó það sé ekki margt sem tengir þessa stofna saman þá eru nokkur atriði sem þeir eiga sameiginleg. Báðir stofnar virðast treysta á Reykjaneshrygginn að einhverju leyti yfir veturinn. Báðir éta þeir trönusíli sé það fyrir hendi og sitthvað fleira mætti kannski telja til. Sé veiði á þessum stofnum borin saman frá árinu 2009, kemur í ljós að veiðin virðist sveiflast í sama taktinum. Sé rýnt í tölurnar, þá fæst að fylgnistuðullinn (r) er 0,9 sem bendir til þess að það kunni meira að segja að vera sterkt samband á milli þessara þátta. Auðvitað er það einhver annar umhverfisþáttur eða þættir sem stýra þessu en kannski stýra þeir karfaveiði og laxveiði með líkum eða sama hætti. Ég vil þó geta þess að hér er um mjög fáa punkta að ræða, því tímabilið sem ég er að vinna með, spannar einungis sex ár. Þannig að hér er dansað á jaðri tölfræðilegrar marktækni. En fyrir áhugamenn um tölfræði þá er jafna bestu aðhvarfslínu svona:Laxafjöldi = 3,35 * karfaveiði í tonnum+23551 og sem fyrr segir er fylgnistuðullinn r=0.9Vikmörkin eru talsverð, sökum fárra punkta sem líkanið byggir á. Skekkjan gæti hæglega verið +/-25% m.v. 95% vissu – jafnvel enn meiri.Það er margt sem getur skekkt líkön sem þessi, t.d. ef settar eru takmarkanir eins og kvóti, sem stöðva veiði sem ella hefði orðið talsvert meiri. Í fyrra veiddist ekki uppí karfakvótann, hann var milli 5.000 og 6.000 tonn, og veiðin var svo slök að flestir togarar voru hættir um sjómannadag og aflinn varð einungis um 2.600 tonn ef ég man rétt. Í ár er staðan aðeins betri. Ég hef talað við sjómenn sem nú eru að veiða úthafskarfa rétt innan við landhelgislínuna. Þeir sögðu mér að veiðin færi rólega af stað, en væri þó betri en í fyrra.Einn viðmælenda minna var nokkuð bjartsýnn og sagði að það stefndi kannski í nærri tvöfalt meiri afla 2015 en 2014. Sé þetta rétt, þá er ástæða til einhverrar bjartsýni. Á móti kemur að vorið er búið að vera kalt og gerfihnattamyndir sem við sáum frá Norðmönnum í vor, benda til þess að hitastig SV af landinu hafi verið nokkuð undir meðalhita síðustu ára. En sé þetta rétt hjá sjómönnum má kannski gera ráð fyrir að úthafskarfaaflinn gæti numið þetta frá 5.000 – 5.500 tonnum, en reyndar er kvótinn einungis 3.200 tonn þannig að það gæti truflað spánna þegar upp er staðið. En allt að einu, ég ætla að leyfa mér að vera hóflega bjartsýnn fyrir komandi veiðisumar.Ég spái því að laxveiði muni aukast um tæplega þriðjung á milli ára – svo fremi sem aflatölur sjómanna um karfaveiðina standist. Ég tel að veiðin verði nokkuð undir meðaltali síðustu 15 ára (meðalveiðin er tæpir 50.000 laxar) en verði samt alveg þolanleg. Hugsanlega verður eitthvað minna af stórlaxi (í ljósi mjög slaks veiðisumars í fyrra) en smálaxinn mun skila sér. Svona til að setja þetta í sögulegt samhengi þá spái ég því að veiðin verði aðeins lakari en árin 2004 og 2006, en betri en árin 2000 - 2003. Ég leyfi mér að giska á að veiðin mun nema um 41.000 löxum í sumar. Miðað 95% vissu eru vikmörk +/- 10.000 laxar (95% confidence interval) sem segir að veiði verður líklega á bilinu 30 – 50.000 laxar. Spáin er sem sé á þá lund að veiðin verði í lagi, en væntanlega eitthvað undir meðatali síðustu 15 ára.Það verður fróðlegt að fylgjast með þessu. Karfaveiðinni lýkur 30.júní og þá er hægt að uppfæra spánna í ljósi meiri upplýsinga um karfaveiðina, sér í lagi hafi karfakvótinn ekki náðst, eða hafi hann náðst mjög seint. Skoðum svo niðurstöðuna aftur í haust. Vissulega er þetta gert á léttu nótunum og skekkjan er örugglega mikil, en líkön sem þessi eiga að batna með árunum. Ef þau gera það ekki, þá er þeim einfaldlega kastað og ný líkön smíðuð í þeirra stað smile emoticonEn hvað um það, ég óska öllum gleðilegs laxveiðisumars, megi margir og stórir fiskar taka agn okkar í sumar. Munum samt að það eyðist sem af er tekið. Ég hvet því veiðimenn til að veiða hóflega og sleppa öllum stórum löxum!“ Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði
Nú styttist óðum í laxveiðisumarið en fyrstu árnar opna eftir 7 daga og það er ljóst að veiðimenn bíða fyrstu dagana með óþreyju. Hluti af spennunni liggur í að sjá hvernig árnar opna en fyrstu 2 vikurnar gefa gjarnan tónin fyrir sumarið svo það er mikið undir eftir hrunið í veiðinni í fyrra. Það er erfitt að spá um það hvernig sumarið fer og það eru fáir sem eru reiðubúnir til að spá í veiðina og leggja nefn sitt undir en einn af þeim sem skorast þó ekki undan því er fyrrum formaður SVFR, Bjarni Júlíusson en hann hefur unnið í spá þar sem tenging milli karfaveiði og laxveiði liggur til grundvallar. Spáin hjá Bjarna er þrælskemmtilegur lestur og góðum rökum beitt í þeirri spá sem spáir meðalsumri eða rétt undir því. Við birtum hér að neðan greinina hans Bjarna með hans góðfúslega leyfi. Bjarni tekur þó fram að vissulega sé þessi spá sett fram með fyrirvara en verði endurskoðuð í haust verði hann sannspár og sé það einmitt tilfellið ætti vel að hugsa sér að rannsaka þessa tenginungu, sé hún rétt, mun betur. Bjarni Júlíusson í kunnuglegum gírMynd: www.svfr.is„Veiðimenn hafa löngum reynt að spá fyrir um laxveiðina með misjöfnum árangri. Spárnar hafa verið byggðar á ótrúlegustu þáttum, vísindalegum sem yfirnáttúrulegum en aldrei hefur tekist að spá fyrir um veiðina af einhverri nákvæmni. Margir telja að þær miklu sveiflur sem við höfum upplifað undanfarin ár í laxveiðinni séu vegna einhverra breytinga í hafinu. Ef það er rétt, þá mætti kanna hvort sambærilegar sveiflur sé að finna í veiði á öðrum sjávarfiskum. Sjálfur hef ég velt því fyrir mér hvort það kunni að vera tenging á milli úthafskarfaveiði að vori eða snemmsumars og laxveiði sumarsins.Þó það sé ekki margt sem tengir þessa stofna saman þá eru nokkur atriði sem þeir eiga sameiginleg. Báðir stofnar virðast treysta á Reykjaneshrygginn að einhverju leyti yfir veturinn. Báðir éta þeir trönusíli sé það fyrir hendi og sitthvað fleira mætti kannski telja til. Sé veiði á þessum stofnum borin saman frá árinu 2009, kemur í ljós að veiðin virðist sveiflast í sama taktinum. Sé rýnt í tölurnar, þá fæst að fylgnistuðullinn (r) er 0,9 sem bendir til þess að það kunni meira að segja að vera sterkt samband á milli þessara þátta. Auðvitað er það einhver annar umhverfisþáttur eða þættir sem stýra þessu en kannski stýra þeir karfaveiði og laxveiði með líkum eða sama hætti. Ég vil þó geta þess að hér er um mjög fáa punkta að ræða, því tímabilið sem ég er að vinna með, spannar einungis sex ár. Þannig að hér er dansað á jaðri tölfræðilegrar marktækni. En fyrir áhugamenn um tölfræði þá er jafna bestu aðhvarfslínu svona:Laxafjöldi = 3,35 * karfaveiði í tonnum+23551 og sem fyrr segir er fylgnistuðullinn r=0.9Vikmörkin eru talsverð, sökum fárra punkta sem líkanið byggir á. Skekkjan gæti hæglega verið +/-25% m.v. 95% vissu – jafnvel enn meiri.Það er margt sem getur skekkt líkön sem þessi, t.d. ef settar eru takmarkanir eins og kvóti, sem stöðva veiði sem ella hefði orðið talsvert meiri. Í fyrra veiddist ekki uppí karfakvótann, hann var milli 5.000 og 6.000 tonn, og veiðin var svo slök að flestir togarar voru hættir um sjómannadag og aflinn varð einungis um 2.600 tonn ef ég man rétt. Í ár er staðan aðeins betri. Ég hef talað við sjómenn sem nú eru að veiða úthafskarfa rétt innan við landhelgislínuna. Þeir sögðu mér að veiðin færi rólega af stað, en væri þó betri en í fyrra.Einn viðmælenda minna var nokkuð bjartsýnn og sagði að það stefndi kannski í nærri tvöfalt meiri afla 2015 en 2014. Sé þetta rétt, þá er ástæða til einhverrar bjartsýni. Á móti kemur að vorið er búið að vera kalt og gerfihnattamyndir sem við sáum frá Norðmönnum í vor, benda til þess að hitastig SV af landinu hafi verið nokkuð undir meðalhita síðustu ára. En sé þetta rétt hjá sjómönnum má kannski gera ráð fyrir að úthafskarfaaflinn gæti numið þetta frá 5.000 – 5.500 tonnum, en reyndar er kvótinn einungis 3.200 tonn þannig að það gæti truflað spánna þegar upp er staðið. En allt að einu, ég ætla að leyfa mér að vera hóflega bjartsýnn fyrir komandi veiðisumar.Ég spái því að laxveiði muni aukast um tæplega þriðjung á milli ára – svo fremi sem aflatölur sjómanna um karfaveiðina standist. Ég tel að veiðin verði nokkuð undir meðaltali síðustu 15 ára (meðalveiðin er tæpir 50.000 laxar) en verði samt alveg þolanleg. Hugsanlega verður eitthvað minna af stórlaxi (í ljósi mjög slaks veiðisumars í fyrra) en smálaxinn mun skila sér. Svona til að setja þetta í sögulegt samhengi þá spái ég því að veiðin verði aðeins lakari en árin 2004 og 2006, en betri en árin 2000 - 2003. Ég leyfi mér að giska á að veiðin mun nema um 41.000 löxum í sumar. Miðað 95% vissu eru vikmörk +/- 10.000 laxar (95% confidence interval) sem segir að veiði verður líklega á bilinu 30 – 50.000 laxar. Spáin er sem sé á þá lund að veiðin verði í lagi, en væntanlega eitthvað undir meðatali síðustu 15 ára.Það verður fróðlegt að fylgjast með þessu. Karfaveiðinni lýkur 30.júní og þá er hægt að uppfæra spánna í ljósi meiri upplýsinga um karfaveiðina, sér í lagi hafi karfakvótinn ekki náðst, eða hafi hann náðst mjög seint. Skoðum svo niðurstöðuna aftur í haust. Vissulega er þetta gert á léttu nótunum og skekkjan er örugglega mikil, en líkön sem þessi eiga að batna með árunum. Ef þau gera það ekki, þá er þeim einfaldlega kastað og ný líkön smíðuð í þeirra stað smile emoticonEn hvað um það, ég óska öllum gleðilegs laxveiðisumars, megi margir og stórir fiskar taka agn okkar í sumar. Munum samt að það eyðist sem af er tekið. Ég hvet því veiðimenn til að veiða hóflega og sleppa öllum stórum löxum!“
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði