Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 1-2 | Fyrsta tap Stjörnunnar í rúmt ár Ingvi Þór Sæmundsson á Samsung-vellinum skrifar 28. maí 2015 13:13 Selfyssingar fagna sigurmarkinu. vísir/pjetur Selfoss varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Stjörnuna á Íslandsmóti í rúmt ár þegar Sunnlendingar unnu leik liðanna í 3. umferð Pepsi-deildar kvenna, 1-2, á Samsung-vellinum í Garðabæ.Pjetur Sigurðsson, ljómyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. Þetta var fyrsta tap Stjörnunnar í Pepsi-deildinni síðan í 1. umferðinni í fyrra, 13. maí 2014 nánar tiltekið, þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Breiðabliki. Garðbæingar unnu 16 af 17 næstu leikjum sínum í Pepsi-deildinni í fyrra og unnu svo tvo fyrstu leikina í ár. Gestirnir frá Selfossi spiluðu leikinn af mikilli skynsemi og unnu sanngjarnan sigur sem skilar liðinu upp að hlið Stjörnunnar en bæði lið hafa náð í sex stig í fyrstu þremur umferðunum. Íslandsmeistarar Stjörnunnar voru ólíkar sjálfum sér í kvöld; uppspilið gekk hægt, og á köflum ekki neitt, og þær gerðu ótal sendingafeila. Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir hefur oft verið meira áberandi og samherjum hennar gekk erfiðlega að koma boltanum á hana. Harpa þarf hins vegar lítinn tíma og lítið pláss til að skora og eftir hálftíma leik losnaði hún loksins í teignum en varnarmaður Selfoss komst fyrir skot hennar. Sóknir Selfyssinga voru kannski ekki margar en þær voru oftast hættulegar. Eftir 10 mínútna leik fékk átti Dagný Brynjarsdóttir, sem átti afbragðs leik, skot frá vítapunkti eftir fyrirgjöf Guðmundu Brynju Óladóttur en Sandra Sigurðardóttir varði. Tíu mínútum síðar urðu Söndru hins vegar á slæm mistök þegar hún missti aukaspyrnu Önnu Maríu Friðgeirsdóttur af löngu færi undir sig. Klaufalega gert hjá þessum öfluga markverði; skotið var gott en Sandra hefði klárlega átt að gera betur. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en Stjörnukonur komu ákveðnar til leiks í þeim seinni. Og á 52. mínútu jafnaði Harpa metin með sínu fjórða marki í sumar, sem var í skrautlegra lagi. Markadrottningin skaut þá að marki í þröngu færi, skotið var laust en Chante Sherese Sandiford tókst á einhvern ótrúlegan hátt að missa boltann milli fóta sér. Ótrúlegt klúður sem var nálægt því að kosta Selfoss sigurinn. Heimakonur voru sterkari aðilinn næstu mínúturnar en gekk sem fyrr erfiðlega að skapa sér færi. Gestirnir frá Selfossi stóðu þetta áhlaup af sér og unnu sig smám saman betur inn í leikinn. Og á 66. mínútu slapp Donna Kay Henry loks í gegn, eftir að hafa verið nokkrum sinnum rangstæð fyrr í leiknum, en Sandra varði vel í horn. Donna var mjög spræk í leiknum en mætti stundum tímasetja hlaupin sín inn fyrir vörnina betur. Erna Guðjónsdóttir tók hornspyrnuna sem Stjörnukonur skölluðu aftur fyrir. Erna tók annað horn og sendi boltann inn á teig, hann barst til Guðmundu sem sneri sér og skoraði framhjá Söndru og kom Selfossi öðru sinni yfir. Þetta var þriðja mark Guðmundu í sumar. Eftir markið setti Stjarnan mikla pressu á gestina en það var sama sagan; heimakonur voru afar hugmyndasnauðar á síðasta þriðjungi vallarins og Selfoss-liðið varðist gríðarlega vel. Varnarlína gestanna var frábær í kvöld og fyrir utan markið klaufalega átti Chante fínan leik í markinu. Selfoss-konur héldu út allt til loka og fögnuðu sanngjörnum og mjög svo sterkum sigri á heimavelli Íslands- og bikarmeistaranna. Þær ætla sér stóra hluti í sumar og vilja vera í toppbaráttu. Og miðað við frammistöðuna í kvöld er innistæða fyrir þeim markmiðum.Dagný og Guðmunda voru sáttar eftir leikinn.vísir/iþsDagný og Guðmunda: Sigurinn gefur okkur ótrúlegt sjálfstraust Dagný Brynjarsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir voru að vonum sáttar með sigur Selfoss á Stjörnunni í kvöld. Þetta var fyrsta tap Stjörnunnar á Íslandsmóti í rúmt ár eða síðan Garðbæingar töpuðu fyrir Breiðabliki í 1. umferð Pepsi-deildarinnar 2014. "Það var gott að vinna þennan leik og sérstaklega á þeirra heimavelli," sagði Guðmunda sem skoraði sigurmark Selfoss á 68. mínútu. En hvað skóp þennan sigur í kvöld? "Við pressuðum þær hátt uppi á vellinum og féllum ekki of langt frá þeim. Við fengum fullt af færum, í báðum hálfleikjunum, og við hefðum auðveldlega getað skorað fleiri mörk. "Þetta var góður liðssigur," sagði Dagný sem lék sinn annan leik með Selfossi í kvöld eftir að hafa komið nokkuð óvænt til liðsins eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistari með Bayern München í vor. Selfoss spilaði sterkan varnarleik í kvöld og Íslands- og bikarmeistararnir voru í vandræðum með að skapa sér færi. "Við lögðum upp með að vera þéttar fyrir og það gekk eftir. Mér fannst við ná að loka ótrúlega vel á þær og þær komust ekki oft einar á móti markmanni," sagði Guðmunda og Dagný bætti við: "Á tímabili féllum við kannski aðeins of langt frá þeim en við rifum okkur upp og þá lagaðist þetta aftur. Þær settu svo pressu á okkur undir lokin en við reyndum að spila skynsamlega og loka á þær." Guðmunda skoraði sem áður sagði sigurmark Selfyssinga en hvernig leit það út fyrir henni? "Ég er þekkt fyrir að skjóta þegar ég sé markið og ég heyrði fullt að fólki öskra á mig að láta vaða. Svo ég ákvað að skjóta og það skilaði sér í þessu marki," sagði Guðmunda en Selfyssingar setja stefnuna á toppbaráttu í sumar. "Þessi sigur gefur okkur ótrúlegt sjálfstraust, að vinna Íslandsmeistara sem eru ekki búnar að tapa í rúmt ár," sagði Guðmunda og Dagný bætti við: "Það var mikilvægt að fá þrjú stig í kvöld til að halda okkur í toppbaráttunni. Við töpuðum þremur dýrmætum stigum í 1. umferðinni en núna erum við komnar að alvöru í toppbaráttuna þar sem við ætlum að vera."Harpa skoraði í kvöld en það dugði ekki til.vísir/pjeturHarpa: Ætlum aldrei að tapa stigum Harpa Þorsteinsdóttir var svekkt en yfirveguð þegar hún ræddi við Vísi eftir tap Stjörnunnar fyrir Selfossi í kvöld. "Þetta eru að sjálfsögðu mikil vonbrigði. Við ætlum aldrei að tapa stigum og erum gríðarlega ósáttar við sjálfar okkur," sagði Harpa en þetta var fyrsta tap Stjörnunnar á Íslandsmóti í rúmt ár. "Ég er ósátt með frammistöðuna í fyrri hálfleik. Við mættum einhvern veginn ekki tilbúnar til leiks og náðum upp litlu sem engu spili meirihluta leiksins," sagði Harpa en hvað þarf Stjarnan að bæta fyrir næstu leiki? "Við erum kannski ekki að bæta miklu við okkar leik. Getan er enn til staðar og við erum ekkert orðnar miklu lélegri en við vorum þótt við höfum tapað þremur stigum í kvöld. "Við þurfum bara að hreinsa til í hausnum á okkur strax fyrir næsta leik á móti Val," sagði Harpa en voru Stjörnukonur mikið að hugsa um þessa taplausu hrinu sem innihélt 19 deildarleiki í röð án taps? "Fyrir mitt leyti hugsa ég ekkert um þetta; einhver met eða gleymda taptilfinningu. Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um ákveðið markmið sem er að halda Íslandsbikarnum hér í Garðabæ," sagði Harpa að lokum.vísir/pjeturvísir/pjeturvísir/pjetur Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Selfoss varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Stjörnuna á Íslandsmóti í rúmt ár þegar Sunnlendingar unnu leik liðanna í 3. umferð Pepsi-deildar kvenna, 1-2, á Samsung-vellinum í Garðabæ.Pjetur Sigurðsson, ljómyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. Þetta var fyrsta tap Stjörnunnar í Pepsi-deildinni síðan í 1. umferðinni í fyrra, 13. maí 2014 nánar tiltekið, þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Breiðabliki. Garðbæingar unnu 16 af 17 næstu leikjum sínum í Pepsi-deildinni í fyrra og unnu svo tvo fyrstu leikina í ár. Gestirnir frá Selfossi spiluðu leikinn af mikilli skynsemi og unnu sanngjarnan sigur sem skilar liðinu upp að hlið Stjörnunnar en bæði lið hafa náð í sex stig í fyrstu þremur umferðunum. Íslandsmeistarar Stjörnunnar voru ólíkar sjálfum sér í kvöld; uppspilið gekk hægt, og á köflum ekki neitt, og þær gerðu ótal sendingafeila. Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir hefur oft verið meira áberandi og samherjum hennar gekk erfiðlega að koma boltanum á hana. Harpa þarf hins vegar lítinn tíma og lítið pláss til að skora og eftir hálftíma leik losnaði hún loksins í teignum en varnarmaður Selfoss komst fyrir skot hennar. Sóknir Selfyssinga voru kannski ekki margar en þær voru oftast hættulegar. Eftir 10 mínútna leik fékk átti Dagný Brynjarsdóttir, sem átti afbragðs leik, skot frá vítapunkti eftir fyrirgjöf Guðmundu Brynju Óladóttur en Sandra Sigurðardóttir varði. Tíu mínútum síðar urðu Söndru hins vegar á slæm mistök þegar hún missti aukaspyrnu Önnu Maríu Friðgeirsdóttur af löngu færi undir sig. Klaufalega gert hjá þessum öfluga markverði; skotið var gott en Sandra hefði klárlega átt að gera betur. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en Stjörnukonur komu ákveðnar til leiks í þeim seinni. Og á 52. mínútu jafnaði Harpa metin með sínu fjórða marki í sumar, sem var í skrautlegra lagi. Markadrottningin skaut þá að marki í þröngu færi, skotið var laust en Chante Sherese Sandiford tókst á einhvern ótrúlegan hátt að missa boltann milli fóta sér. Ótrúlegt klúður sem var nálægt því að kosta Selfoss sigurinn. Heimakonur voru sterkari aðilinn næstu mínúturnar en gekk sem fyrr erfiðlega að skapa sér færi. Gestirnir frá Selfossi stóðu þetta áhlaup af sér og unnu sig smám saman betur inn í leikinn. Og á 66. mínútu slapp Donna Kay Henry loks í gegn, eftir að hafa verið nokkrum sinnum rangstæð fyrr í leiknum, en Sandra varði vel í horn. Donna var mjög spræk í leiknum en mætti stundum tímasetja hlaupin sín inn fyrir vörnina betur. Erna Guðjónsdóttir tók hornspyrnuna sem Stjörnukonur skölluðu aftur fyrir. Erna tók annað horn og sendi boltann inn á teig, hann barst til Guðmundu sem sneri sér og skoraði framhjá Söndru og kom Selfossi öðru sinni yfir. Þetta var þriðja mark Guðmundu í sumar. Eftir markið setti Stjarnan mikla pressu á gestina en það var sama sagan; heimakonur voru afar hugmyndasnauðar á síðasta þriðjungi vallarins og Selfoss-liðið varðist gríðarlega vel. Varnarlína gestanna var frábær í kvöld og fyrir utan markið klaufalega átti Chante fínan leik í markinu. Selfoss-konur héldu út allt til loka og fögnuðu sanngjörnum og mjög svo sterkum sigri á heimavelli Íslands- og bikarmeistaranna. Þær ætla sér stóra hluti í sumar og vilja vera í toppbaráttu. Og miðað við frammistöðuna í kvöld er innistæða fyrir þeim markmiðum.Dagný og Guðmunda voru sáttar eftir leikinn.vísir/iþsDagný og Guðmunda: Sigurinn gefur okkur ótrúlegt sjálfstraust Dagný Brynjarsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir voru að vonum sáttar með sigur Selfoss á Stjörnunni í kvöld. Þetta var fyrsta tap Stjörnunnar á Íslandsmóti í rúmt ár eða síðan Garðbæingar töpuðu fyrir Breiðabliki í 1. umferð Pepsi-deildarinnar 2014. "Það var gott að vinna þennan leik og sérstaklega á þeirra heimavelli," sagði Guðmunda sem skoraði sigurmark Selfoss á 68. mínútu. En hvað skóp þennan sigur í kvöld? "Við pressuðum þær hátt uppi á vellinum og féllum ekki of langt frá þeim. Við fengum fullt af færum, í báðum hálfleikjunum, og við hefðum auðveldlega getað skorað fleiri mörk. "Þetta var góður liðssigur," sagði Dagný sem lék sinn annan leik með Selfossi í kvöld eftir að hafa komið nokkuð óvænt til liðsins eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistari með Bayern München í vor. Selfoss spilaði sterkan varnarleik í kvöld og Íslands- og bikarmeistararnir voru í vandræðum með að skapa sér færi. "Við lögðum upp með að vera þéttar fyrir og það gekk eftir. Mér fannst við ná að loka ótrúlega vel á þær og þær komust ekki oft einar á móti markmanni," sagði Guðmunda og Dagný bætti við: "Á tímabili féllum við kannski aðeins of langt frá þeim en við rifum okkur upp og þá lagaðist þetta aftur. Þær settu svo pressu á okkur undir lokin en við reyndum að spila skynsamlega og loka á þær." Guðmunda skoraði sem áður sagði sigurmark Selfyssinga en hvernig leit það út fyrir henni? "Ég er þekkt fyrir að skjóta þegar ég sé markið og ég heyrði fullt að fólki öskra á mig að láta vaða. Svo ég ákvað að skjóta og það skilaði sér í þessu marki," sagði Guðmunda en Selfyssingar setja stefnuna á toppbaráttu í sumar. "Þessi sigur gefur okkur ótrúlegt sjálfstraust, að vinna Íslandsmeistara sem eru ekki búnar að tapa í rúmt ár," sagði Guðmunda og Dagný bætti við: "Það var mikilvægt að fá þrjú stig í kvöld til að halda okkur í toppbaráttunni. Við töpuðum þremur dýrmætum stigum í 1. umferðinni en núna erum við komnar að alvöru í toppbaráttuna þar sem við ætlum að vera."Harpa skoraði í kvöld en það dugði ekki til.vísir/pjeturHarpa: Ætlum aldrei að tapa stigum Harpa Þorsteinsdóttir var svekkt en yfirveguð þegar hún ræddi við Vísi eftir tap Stjörnunnar fyrir Selfossi í kvöld. "Þetta eru að sjálfsögðu mikil vonbrigði. Við ætlum aldrei að tapa stigum og erum gríðarlega ósáttar við sjálfar okkur," sagði Harpa en þetta var fyrsta tap Stjörnunnar á Íslandsmóti í rúmt ár. "Ég er ósátt með frammistöðuna í fyrri hálfleik. Við mættum einhvern veginn ekki tilbúnar til leiks og náðum upp litlu sem engu spili meirihluta leiksins," sagði Harpa en hvað þarf Stjarnan að bæta fyrir næstu leiki? "Við erum kannski ekki að bæta miklu við okkar leik. Getan er enn til staðar og við erum ekkert orðnar miklu lélegri en við vorum þótt við höfum tapað þremur stigum í kvöld. "Við þurfum bara að hreinsa til í hausnum á okkur strax fyrir næsta leik á móti Val," sagði Harpa en voru Stjörnukonur mikið að hugsa um þessa taplausu hrinu sem innihélt 19 deildarleiki í röð án taps? "Fyrir mitt leyti hugsa ég ekkert um þetta; einhver met eða gleymda taptilfinningu. Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um ákveðið markmið sem er að halda Íslandsbikarnum hér í Garðabæ," sagði Harpa að lokum.vísir/pjeturvísir/pjeturvísir/pjetur
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira