Chris Kirk sigraði eftir spennuþrunginn lokahring í Texas Kári Örn Hinriksson skrifar 25. maí 2015 14:30 Kirk fékk milljón dollara og ljótan jakka fyrir sigurinn í gær. Getty Spennan var mikil á lokahringnum á Crowne Plaza Invitational sem fram fór á Colinial vellinum í Texas og kláraðist í gær en gríðarlega margir kylfingar voru í baráttunni um sigurinn alveg fram á síðustu holu. Það var þó Bandaríkjamaðurinn Chris Kirk sem fór með sigur af hólmi en hann endaði á 12 höggum undir pari eftir lokahring upp á 66 högg, einu höggi betri en landar sínir Jason Bohn, Brandt Snedeker og heimamaðurinn Jordan Spieth sem enduðu á 11 höggum undir. Spieth var vel studdur af áhorfendum á lokahringnum en hann hefur verið í frábæru formi að undanförnu. Hann gerði þó ein dýr mistök sem kostuðu hann að lokum en þau komu á 16. holu þar sem hann þrípúttaði í fyrsta sinn eftir að hafa leikið 183 holur á PGA-mótaröðinni án þess að þrípútta. Á Evrópumótaröðinni fór BMW PGA meistaramótið fram á Wentworth vellinum á Englandi en þar sigraði ungur Suður-Kóreumaður, Beyung-Hun An, eftir að hafa farið á kostum á lokahringnum og leikið á 65 höggum eða sjö undir pari. Hann sigraði mótið með sex höggum en Tælendingurinn Thongchai Jaidee og Spánverjinn Miguel Angel Jimenez deildu öðru sætinu. Golf Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Spennan var mikil á lokahringnum á Crowne Plaza Invitational sem fram fór á Colinial vellinum í Texas og kláraðist í gær en gríðarlega margir kylfingar voru í baráttunni um sigurinn alveg fram á síðustu holu. Það var þó Bandaríkjamaðurinn Chris Kirk sem fór með sigur af hólmi en hann endaði á 12 höggum undir pari eftir lokahring upp á 66 högg, einu höggi betri en landar sínir Jason Bohn, Brandt Snedeker og heimamaðurinn Jordan Spieth sem enduðu á 11 höggum undir. Spieth var vel studdur af áhorfendum á lokahringnum en hann hefur verið í frábæru formi að undanförnu. Hann gerði þó ein dýr mistök sem kostuðu hann að lokum en þau komu á 16. holu þar sem hann þrípúttaði í fyrsta sinn eftir að hafa leikið 183 holur á PGA-mótaröðinni án þess að þrípútta. Á Evrópumótaröðinni fór BMW PGA meistaramótið fram á Wentworth vellinum á Englandi en þar sigraði ungur Suður-Kóreumaður, Beyung-Hun An, eftir að hafa farið á kostum á lokahringnum og leikið á 65 höggum eða sjö undir pari. Hann sigraði mótið með sex höggum en Tælendingurinn Thongchai Jaidee og Spánverjinn Miguel Angel Jimenez deildu öðru sætinu.
Golf Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira