Þórður Rafn Gissurarson atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur setti nýtt vallarmet af hvítum teigum á Hlíðavelli í dag en þar fór fram fyrsta mót íslenska PGA sambandsins af fjórum í sumar.
Hann lék völlinn á 66 höggum eða sex undir pari en hann fékk átta fugla, tvo skolla og tíu pör á hringnum sem spilaðist í mikilli veðurblíðu í Mosfellsbænum.
Davíð Gunnlaugsson, golfkennari í GM, átti gamla vallarmetið sem voru 67 högg en hann var einnig meðal keppenda á mótinu í dag og þurfti því að horfa upp á Þórð hirða metið af sér.
Þórður hefur verið að spila vel að undanförnu en í síðasta mánuði endaði hann í 10. sæti á Opna Madaef atvinnumótinu í Marokkó eftir að hafa leitt eftir fyrsta hring.
Hann mun stoppa stutt á Íslandi þar sem við taka verkefni í Austurríki og Þýskalandi á Pro Golf mótaröðinni en hann mun einnig taka þátt í úrtökumóti fyrir Opna breska meistaramótið í sumar.
Þórður Rafn setti vallarmet á Hlíðavelli

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti





Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti

Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti


