Titillag plötunnar er samið í Berlín og markar endalok erfiðs tímabils sem einkenndist af óreglu og geðsjúkdómum. Flest lög plötunnar eru samin á áfangaheimili en lokalag plötunnar var samið í fyrstu innlögn inn á geðdeild.
Notes from The Underground er mikilvæg heimild tilfinningalífs sprottið af undirheimunum. Helgi Valur heldur útgáfutónleika á Húrra 27.maí og kemur fram með ógrynni hæfileikaríkra tónlistarmanna. Má þar nefna Ása Þórðarson úr Muck, Úlf Alexander úr Oyama, Berg Anderson úr Grísalappalísu og Katie Buckley úr Sinfóníuhljómsveit Íslands.