Steven Bowditch sigraði á Byron Nelson meistaramótinu 31. maí 2015 23:30 Bowditch fagnar sigrinum með eiginkonu sinni Amöndu. Getty Ástralinn Steven Bowditch sigraði í kvöld á sínu öðru móti á ferlinum á PGA-mótaröðinni en hann lék best allra á Byron Nelson meistaramótinu sem fram fór á Four Seasons vellinum í Texas. Sigur Bowditch var eiginlega aldrei í hættu á lokahringnum en hann leiddi mótið alveg frá fyrsta degi og eftir hring upp á 64 högg eða fimm undir pari á lokahringnum sigraði hann mótið með fjórum höggum á samtals 18 höggum undir pari. Charley Hoffman og Jimmy Walker deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari. Bowditch sagði í viðtali við fréttamenn eftir sigurinn að pútterinn hefði verið lykillinn að sigrinum en hann setti mörg góð pútt niður alla helgina eftir að hafa tekið þá ákvörðun að þyngja púttershausinn hjá sér um tíu grömm fyrir mótið. Á Evrópumótaröðinni fór Opna Írska meistaramótið fram á hinum krefjandi Royal County Down velli en þar fór Daninn Soren Kjældsen með sigur af hólmi eftir þriggja manna bráðabana við Bernd Wieseberger og Eddie Pepperell. Aðstæður voru mjög erfiðar á Írlandi um helgina og nokkur stór nöfn náðu sér ekki á strik, meðal annars Martin Kaymer, Sergio Garcia og besti kylfingur heims, Rory McIlroy, sem lék á níu höggum yfir pari og náði ekki niðurskurðinum. Fyrir sigurinn í Texas fékk Steven Bowditch rúmlega 130 milljónir króna í verðlaunafé en Soren Kjældsen þarf að sætta sig við verðlaunatékka upp á rúmlega 70 milljónir króna fyrir að sigra á Opna Írska. Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ástralinn Steven Bowditch sigraði í kvöld á sínu öðru móti á ferlinum á PGA-mótaröðinni en hann lék best allra á Byron Nelson meistaramótinu sem fram fór á Four Seasons vellinum í Texas. Sigur Bowditch var eiginlega aldrei í hættu á lokahringnum en hann leiddi mótið alveg frá fyrsta degi og eftir hring upp á 64 högg eða fimm undir pari á lokahringnum sigraði hann mótið með fjórum höggum á samtals 18 höggum undir pari. Charley Hoffman og Jimmy Walker deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari. Bowditch sagði í viðtali við fréttamenn eftir sigurinn að pútterinn hefði verið lykillinn að sigrinum en hann setti mörg góð pútt niður alla helgina eftir að hafa tekið þá ákvörðun að þyngja púttershausinn hjá sér um tíu grömm fyrir mótið. Á Evrópumótaröðinni fór Opna Írska meistaramótið fram á hinum krefjandi Royal County Down velli en þar fór Daninn Soren Kjældsen með sigur af hólmi eftir þriggja manna bráðabana við Bernd Wieseberger og Eddie Pepperell. Aðstæður voru mjög erfiðar á Írlandi um helgina og nokkur stór nöfn náðu sér ekki á strik, meðal annars Martin Kaymer, Sergio Garcia og besti kylfingur heims, Rory McIlroy, sem lék á níu höggum yfir pari og náði ekki niðurskurðinum. Fyrir sigurinn í Texas fékk Steven Bowditch rúmlega 130 milljónir króna í verðlaunafé en Soren Kjældsen þarf að sætta sig við verðlaunatékka upp á rúmlega 70 milljónir króna fyrir að sigra á Opna Írska.
Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti