Stórleikur sumarins í Kópavoginum í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2015 06:00 Fanndís er komin með fimm mörk í fjórum leikjum í Pepsi-deildinni. vísir/ernir Stórleikur 5. umferðar Pepsi-deildar kvenna fer fram á Kópavogsvelli í kvöld þegar Breiðablik og Stjarnan mætast. Einu stigi munar á liðunum fyrir leikinn; Blikar verma toppsætið með tíu stig, jafnmörg og Þór/KA en með betri markatölu, en Íslandsmeistarar Stjörnunnar eru í 3. sæti með níu stig. Þetta er annar leikur liðanna á fimm dögum en þau mættust einnig í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins á föstudaginn. Þar hafði Stjarnan betur í mjög jöfnum leik, 2-1. Þetta var þriðji sigur Stjörnunnar á Breiðabliki í röð en Garðbæingar unnu Blika einnig í úrslitaleik Lengjubikarsins og í Meistarakeppni KSÍ áður en Íslandsmótið hófst.Erum að nálgast þær „Hann leggst mjög vel í mig, maður er í þessu til að spila svona leiki,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks, þegar Fréttablaðið heyrði í henni hljóðið fyrir leikinn mikilvæga í kvöld. Fanndís, sem hefur skorað fimm mörk í fyrstu fjórum leikjum Blika í deildinni, segir að liðið þurfi að halda mistökum í lágmarki gegn Íslandsmeisturum í kvöld og býst við svipuðum leik og á föstudaginn. „Það var mjög jafn baráttuleikur og það var mikið um tæklingar og peysutog og annað slíkt. Við settum svolítið á þær og mér fannst við hættulegri aðilinn,“ sagði Fanndís. „Við þurfum að passa markið okkar og ef við höldum hreinu er nóg að skora eitt,“ bætti hún við en Breiðablik hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í deildinni, líkt og Stjarnan. Breiðablik lenti í 2. sæti í Pepsi-deildinni í fyrra, átta stigum á eftir meisturum Stjörnunnar. Fanndísi finnst Blikakonur sífellt vera að nálgast Garðbæinga sem hafa unnið þrjá Íslandsmeistaratitla á síðustu fjórum árum. „Já, miklu nær. Við vorum ekkert langt frá þeim í fyrra og þetta er alltaf að jafnast,“ sagði Fanndís er nokkuð sátt með stigasöfnun Blika til þessa þótt hún hefði viljað ná í öll stigin þrjú gegn KR en leikur liðanna í 3. umferðinni endaði með jafntefli.Ásgerður hefur lyft Íslandsbikarnum sem fyrirliði Stjörnunnar síðustu tvö ár.vísir/daníelVið erum á pari „Þetta er klárlega stærsti leikur sumarins, allavega enn sem komið er,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún býst við hörkuleik í kvöld líkt og Fanndís: „Þótt við séum búnar að vinna þær þrívegis með skömmu millibili hafa þetta allt verið hörkuleikir. Ég held að þetta verði svipaður leikur og á föstudaginn þar sem það var mikið um tæklingar og læti. Ég vona bara að Garðar vinur minn mæti aftur,“ sagði Ásgerður í léttum dúr. Henni verður þó ekki að ósk sinni því Vilhjálmur Alvar Þórarinsson mun dæma leikinn. Stjarnan er sem áður sagði búin að ná í níu stig í deildinni. Meistararnir byrjuðu á því að vinna KR og Fylki en töpuðu svo 1-2 fyrir Selfossi í 3. umferð. Það var fyrsta tap Stjörnunnar síðan í 1. umferðinni 2014, þegar liðið tapaði einmitt fyrir Breiðabliki. Stjörnukonur svöruðu svo fyrir tapið með öruggum 4-0 sigri á Val í síðustu umferð. „Við erum á pari. Það er aldrei gaman að tapa og sérstaklega ekki á heimavelli. En ég held að öll lið hafi gott af því að tapa og það þarf að kunna það eins og að vinna,“ sagði Ásgerður og bætti því við Stjörnukonur hefðu hvorki hugsað né talað mikið um þessa taplausu hrinu. Fyrirliðinn fékk nasaþefinn af atvinnumennsku í vetur þegar hún spilaði um þriggja mánaða skeið með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni. Hún segir dvölina hafa verið góða reynslu og jafnframt að munurinn á íslensku deildinni og þeirri sænsku sé mikill. „Það er miklu meiri munur á deildunum en ég bjóst við og við hérna heima höldum. Ég æfði eins og atvinnumaður þarna úti og það var helsti munurinn, að geta alltaf æft klukkan þrjú á daginn,“ sagði Ásgerður en stefnir hún aftur út í atvinnumennsku? „Ég veit það ekki alveg, ég hugsa bara um Stjörnuna núna. Ef ég hefði verið 21 árs hefði ég örugglega ekki komið heim en maður þarf að pæla í fleiri hlutum,“ sagði Ásgerður að lokum. Leikur Breiðabliks og Stjörnunnar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Vísi. Þá verður einnig hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Bikarmeistararnir mæta norðanstúlkum | Selfoss og ÍBV mætast í Suðurlandsskjálfta Dregið var í 8-liða úrslit Borgunarbikars kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu í dag. 8. júní 2015 12:18 Sjáðu þrumufleyg Hörpu sem skaut Stjörnunni í 8-liða úrslit Stjarnan sló Breiðablik út úr 16-liða úrslitum Borgunarbikars-kvenna með 2-1 sigri í leik liðanna á Samsung-vellinum í Garðabæ í gærkvöldi. Liðunum er báðum spáð mikilli velgengni á tímabilinu. 6. júní 2015 11:00 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Breiðablik 2-1 | Bikarmeistararnir verða í pottinum þgar dregið verður Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari í miklum baráttuleik. 5. júní 2015 14:53 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Stórleikur 5. umferðar Pepsi-deildar kvenna fer fram á Kópavogsvelli í kvöld þegar Breiðablik og Stjarnan mætast. Einu stigi munar á liðunum fyrir leikinn; Blikar verma toppsætið með tíu stig, jafnmörg og Þór/KA en með betri markatölu, en Íslandsmeistarar Stjörnunnar eru í 3. sæti með níu stig. Þetta er annar leikur liðanna á fimm dögum en þau mættust einnig í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins á föstudaginn. Þar hafði Stjarnan betur í mjög jöfnum leik, 2-1. Þetta var þriðji sigur Stjörnunnar á Breiðabliki í röð en Garðbæingar unnu Blika einnig í úrslitaleik Lengjubikarsins og í Meistarakeppni KSÍ áður en Íslandsmótið hófst.Erum að nálgast þær „Hann leggst mjög vel í mig, maður er í þessu til að spila svona leiki,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks, þegar Fréttablaðið heyrði í henni hljóðið fyrir leikinn mikilvæga í kvöld. Fanndís, sem hefur skorað fimm mörk í fyrstu fjórum leikjum Blika í deildinni, segir að liðið þurfi að halda mistökum í lágmarki gegn Íslandsmeisturum í kvöld og býst við svipuðum leik og á föstudaginn. „Það var mjög jafn baráttuleikur og það var mikið um tæklingar og peysutog og annað slíkt. Við settum svolítið á þær og mér fannst við hættulegri aðilinn,“ sagði Fanndís. „Við þurfum að passa markið okkar og ef við höldum hreinu er nóg að skora eitt,“ bætti hún við en Breiðablik hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í deildinni, líkt og Stjarnan. Breiðablik lenti í 2. sæti í Pepsi-deildinni í fyrra, átta stigum á eftir meisturum Stjörnunnar. Fanndísi finnst Blikakonur sífellt vera að nálgast Garðbæinga sem hafa unnið þrjá Íslandsmeistaratitla á síðustu fjórum árum. „Já, miklu nær. Við vorum ekkert langt frá þeim í fyrra og þetta er alltaf að jafnast,“ sagði Fanndís er nokkuð sátt með stigasöfnun Blika til þessa þótt hún hefði viljað ná í öll stigin þrjú gegn KR en leikur liðanna í 3. umferðinni endaði með jafntefli.Ásgerður hefur lyft Íslandsbikarnum sem fyrirliði Stjörnunnar síðustu tvö ár.vísir/daníelVið erum á pari „Þetta er klárlega stærsti leikur sumarins, allavega enn sem komið er,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún býst við hörkuleik í kvöld líkt og Fanndís: „Þótt við séum búnar að vinna þær þrívegis með skömmu millibili hafa þetta allt verið hörkuleikir. Ég held að þetta verði svipaður leikur og á föstudaginn þar sem það var mikið um tæklingar og læti. Ég vona bara að Garðar vinur minn mæti aftur,“ sagði Ásgerður í léttum dúr. Henni verður þó ekki að ósk sinni því Vilhjálmur Alvar Þórarinsson mun dæma leikinn. Stjarnan er sem áður sagði búin að ná í níu stig í deildinni. Meistararnir byrjuðu á því að vinna KR og Fylki en töpuðu svo 1-2 fyrir Selfossi í 3. umferð. Það var fyrsta tap Stjörnunnar síðan í 1. umferðinni 2014, þegar liðið tapaði einmitt fyrir Breiðabliki. Stjörnukonur svöruðu svo fyrir tapið með öruggum 4-0 sigri á Val í síðustu umferð. „Við erum á pari. Það er aldrei gaman að tapa og sérstaklega ekki á heimavelli. En ég held að öll lið hafi gott af því að tapa og það þarf að kunna það eins og að vinna,“ sagði Ásgerður og bætti því við Stjörnukonur hefðu hvorki hugsað né talað mikið um þessa taplausu hrinu. Fyrirliðinn fékk nasaþefinn af atvinnumennsku í vetur þegar hún spilaði um þriggja mánaða skeið með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni. Hún segir dvölina hafa verið góða reynslu og jafnframt að munurinn á íslensku deildinni og þeirri sænsku sé mikill. „Það er miklu meiri munur á deildunum en ég bjóst við og við hérna heima höldum. Ég æfði eins og atvinnumaður þarna úti og það var helsti munurinn, að geta alltaf æft klukkan þrjú á daginn,“ sagði Ásgerður en stefnir hún aftur út í atvinnumennsku? „Ég veit það ekki alveg, ég hugsa bara um Stjörnuna núna. Ef ég hefði verið 21 árs hefði ég örugglega ekki komið heim en maður þarf að pæla í fleiri hlutum,“ sagði Ásgerður að lokum. Leikur Breiðabliks og Stjörnunnar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Vísi. Þá verður einnig hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Bikarmeistararnir mæta norðanstúlkum | Selfoss og ÍBV mætast í Suðurlandsskjálfta Dregið var í 8-liða úrslit Borgunarbikars kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu í dag. 8. júní 2015 12:18 Sjáðu þrumufleyg Hörpu sem skaut Stjörnunni í 8-liða úrslit Stjarnan sló Breiðablik út úr 16-liða úrslitum Borgunarbikars-kvenna með 2-1 sigri í leik liðanna á Samsung-vellinum í Garðabæ í gærkvöldi. Liðunum er báðum spáð mikilli velgengni á tímabilinu. 6. júní 2015 11:00 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Breiðablik 2-1 | Bikarmeistararnir verða í pottinum þgar dregið verður Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari í miklum baráttuleik. 5. júní 2015 14:53 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Bikarmeistararnir mæta norðanstúlkum | Selfoss og ÍBV mætast í Suðurlandsskjálfta Dregið var í 8-liða úrslit Borgunarbikars kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu í dag. 8. júní 2015 12:18
Sjáðu þrumufleyg Hörpu sem skaut Stjörnunni í 8-liða úrslit Stjarnan sló Breiðablik út úr 16-liða úrslitum Borgunarbikars-kvenna með 2-1 sigri í leik liðanna á Samsung-vellinum í Garðabæ í gærkvöldi. Liðunum er báðum spáð mikilli velgengni á tímabilinu. 6. júní 2015 11:00
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Breiðablik 2-1 | Bikarmeistararnir verða í pottinum þgar dregið verður Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari í miklum baráttuleik. 5. júní 2015 14:53