Líflegar opnanir gefa fyrirheit um gott laxasumar Karl Lúðvíksson skrifar 7. júní 2015 10:35 Frá opnun í Blöndu Mynd: www.lax-a.is Það var mikil spenna í loftinu á föstudaginn þegar Norðurá, Blanda og Straumarnir opnuðu fyrir veiðimönnum. Spennan var þó lævi blönduð því síðasta sumar situr ennþá í mörgum enda var það lélegasta sumar síðan skráningar hófust á laxveiði hér á landi. Opnanir ánna geta oft gefið smá fyrirheit um sumarið og miðað við hvernig árnar opnuðu á föstudaginn er mikill léttir yfir veiðimönnum því það virðist stefna í gott sumar. Opnunardagurinn í Blöndu gaf 8 laxa, 4 tóku á Breiðunni og 4 í damminum. Þetta var allt fiskur á bilinu 76-85 sm eins og veiðimenn eru vanir að sjá. Í Norðurá komu 12 laxar á land en þar var nokkuð líf á hefðbundnum veiðistöðum sem sýnir glögglega að það er lax að ganga af mun meiri krafti en á sama tíma í fyrra. Straumarnir opnuðu líka á sama tíma en okkur hefur ekki tekist að fá fréttir þaðan. Núna opna árnar hver af annari og ef veiðin í þeim fyrstu dagana verður í lagi á það eftir að ýta hresslilega vel við þeim veiðimönnum sem ákváðu að sitja á sér þangað til það kæmi einhver mynd á veiðina í sumar. Sýnishornið af sumrinu virðist sýna að það stefni í mun betra sumar en í fyrra. Stangveiði Mest lesið Fækkun stangardaga hjá SVFR á Bíldsfelli Veiði Væntanlegar breytingar á veiðisvæðum SVFR sumarið 2017 Veiði Sprenging í umsóknum um Elliðaárnar Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði 15 laxar við opnun Stóru Laxár I-II Veiði Hópur kvenna heldur til Eistlands á skotveiðar Veiði Kaldakvísl í Sporðaköstum kvöldsins á Stöð 2 Veiði Þrjár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Laxá í Ásum farin að sýna laxana Veiði
Það var mikil spenna í loftinu á föstudaginn þegar Norðurá, Blanda og Straumarnir opnuðu fyrir veiðimönnum. Spennan var þó lævi blönduð því síðasta sumar situr ennþá í mörgum enda var það lélegasta sumar síðan skráningar hófust á laxveiði hér á landi. Opnanir ánna geta oft gefið smá fyrirheit um sumarið og miðað við hvernig árnar opnuðu á föstudaginn er mikill léttir yfir veiðimönnum því það virðist stefna í gott sumar. Opnunardagurinn í Blöndu gaf 8 laxa, 4 tóku á Breiðunni og 4 í damminum. Þetta var allt fiskur á bilinu 76-85 sm eins og veiðimenn eru vanir að sjá. Í Norðurá komu 12 laxar á land en þar var nokkuð líf á hefðbundnum veiðistöðum sem sýnir glögglega að það er lax að ganga af mun meiri krafti en á sama tíma í fyrra. Straumarnir opnuðu líka á sama tíma en okkur hefur ekki tekist að fá fréttir þaðan. Núna opna árnar hver af annari og ef veiðin í þeim fyrstu dagana verður í lagi á það eftir að ýta hresslilega vel við þeim veiðimönnum sem ákváðu að sitja á sér þangað til það kæmi einhver mynd á veiðina í sumar. Sýnishornið af sumrinu virðist sýna að það stefni í mun betra sumar en í fyrra.
Stangveiði Mest lesið Fækkun stangardaga hjá SVFR á Bíldsfelli Veiði Væntanlegar breytingar á veiðisvæðum SVFR sumarið 2017 Veiði Sprenging í umsóknum um Elliðaárnar Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði 15 laxar við opnun Stóru Laxár I-II Veiði Hópur kvenna heldur til Eistlands á skotveiðar Veiði Kaldakvísl í Sporðaköstum kvöldsins á Stöð 2 Veiði Þrjár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Laxá í Ásum farin að sýna laxana Veiði