Sumarhátíð Veiðihornsins stendur yfir um helgina Karl Lúðvíksson skrifar 5. júní 2015 09:54 Það verður mikið um að vera hjá Veiðihorninu um helgina Árleg Sumarhátíð Veiðihornsins verður haldin um helgina en viðburðurinn sem haldinn er fyrstu helgi í júní markar upphaf laxveiðisumarsins hjá Veiðihorninu. Aðalþema hátíðarinnar að þessu sinni eru merkin Sage, Redington og Rio en góðir gestir frá þessum framleiðendum munu heimsækja Veiðihornið um helgina. Marc Bale kemur frá Sage og Redington og fræðir veiðimenn, Simon Gawesworth frá Rio leiðbeinir íslenskum veiðimönnum um val á vinsælu Rio flugulínunum en Simon er einmitt hönnuður þeirra ásamt því að vera einn fremsti flugukastari í heiminum í dag. Simon mun ennfremur vera með flugukastsýningu um helgina á vegum Rio og Veiðihornsins. Fulltrúar frá Strengjum og Stangaveiðifélagi Reykjavíkur kynna heitustu veiðileyfin auk þess sem Ingimundur frá Veiðikortinu verður á staðnum og kynnir kortið sem verður á sérstöku tilboðsverði um helgina. Páll Kristjánsson eða Palli hnífasmiður kynnir íslenska, handgerða veiðimannahnífa og sýnir handverk sitt. Stjáni Ben og Valli kynna nýja Angling IQ appið sem er á leiðinni í síma allra veiðimanna. Einnig verða nýjustu Einarsson hjólin sýnd en í Plus línunni er kominn nýr litur og ný stærð. Einarsson, íslenska fluguhjólið. Fulltrúi frá Canon kynnir fullkomna myndavél fyrir veiðimanninn. Glæsilegt happdrætti verður í gangi með glæsilegum vinningum og vinningshlutfalli sem slær allt út.Sumarhátíðin verður haldin á laugardag frá 10 til 16 og sunnudag frá 12 til 16. Stangveiði Mest lesið Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Veiðitölur LV: Litlu árnar að gefa flotta veiði Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Áhugaverðar tölur í laxateljurum Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Fékk 92 cm lax í Varmá á Þýska snældu Veiði Heildarsamkomulag um lækkun veiðileyfa kemur ekki til greina Veiði
Árleg Sumarhátíð Veiðihornsins verður haldin um helgina en viðburðurinn sem haldinn er fyrstu helgi í júní markar upphaf laxveiðisumarsins hjá Veiðihorninu. Aðalþema hátíðarinnar að þessu sinni eru merkin Sage, Redington og Rio en góðir gestir frá þessum framleiðendum munu heimsækja Veiðihornið um helgina. Marc Bale kemur frá Sage og Redington og fræðir veiðimenn, Simon Gawesworth frá Rio leiðbeinir íslenskum veiðimönnum um val á vinsælu Rio flugulínunum en Simon er einmitt hönnuður þeirra ásamt því að vera einn fremsti flugukastari í heiminum í dag. Simon mun ennfremur vera með flugukastsýningu um helgina á vegum Rio og Veiðihornsins. Fulltrúar frá Strengjum og Stangaveiðifélagi Reykjavíkur kynna heitustu veiðileyfin auk þess sem Ingimundur frá Veiðikortinu verður á staðnum og kynnir kortið sem verður á sérstöku tilboðsverði um helgina. Páll Kristjánsson eða Palli hnífasmiður kynnir íslenska, handgerða veiðimannahnífa og sýnir handverk sitt. Stjáni Ben og Valli kynna nýja Angling IQ appið sem er á leiðinni í síma allra veiðimanna. Einnig verða nýjustu Einarsson hjólin sýnd en í Plus línunni er kominn nýr litur og ný stærð. Einarsson, íslenska fluguhjólið. Fulltrúi frá Canon kynnir fullkomna myndavél fyrir veiðimanninn. Glæsilegt happdrætti verður í gangi með glæsilegum vinningum og vinningshlutfalli sem slær allt út.Sumarhátíðin verður haldin á laugardag frá 10 til 16 og sunnudag frá 12 til 16.
Stangveiði Mest lesið Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Veiðitölur LV: Litlu árnar að gefa flotta veiði Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Áhugaverðar tölur í laxateljurum Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Fékk 92 cm lax í Varmá á Þýska snældu Veiði Heildarsamkomulag um lækkun veiðileyfa kemur ekki til greina Veiði