Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, sýndi sig með nýju kærustunni í fyrsta skipti um síðustu helgi.
Hann var áður í sambandi með tennisstjörnunni Caroline Wozniacki og var mikið fjallað um það í fjölmiðlum er þau hættu saman.
Fyrir nokkrum vikum kvisaðist það út að Rory væri kominn með nýja konu upp á arminn en hann vildi þó ekki tjá sig neitt um sambandið fyrr en á dögunum.
Hann mætti svo með nýju kærustuna á lokadag opna írska mótsins í golfi. Sú heitir Erica Stoll og starfar fyrir PGA-mótaröðina.
„Hún spilar ekki golf en er að vinna í golfinu. Við höfum þekkst í þrjú ár og erum mjög góðir vinir. Ef allt er gott utan vallarins þá stendur maður sig venjulega betur inn á vellinum," sagði McIlroy.
Rory mætti með nýju kærustuna

Mest lesið


Síðasti séns á að vinna milljónir
Fótbolti




Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota
Enski boltinn

Sex hafa ekkert spilað á EM
Fótbolti


