Elísabet: Of margir leikmenn í efstu deild kvenna á Íslandi eru í lélegu formi Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júní 2015 12:45 Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Kristianstad, var í áhugaverðu viðtali í Akraborginni fyrir helgi þar sem hún ræddi stöðu kvenna innan knattspyrnunnar og hvernig konur og þeir sem starfa í kringum kvennafótboltann geti gert betur. Elísabet gerði Val þrisvar sinnum að Íslandsmeisturum áður en hún var ráðinn til starfa hjá Kristianstad árið 2008, en þar hefur hún þjálfað síðan við góðan orðstír. „Ég hef mikinn metnað og minn þjálfaraferill mun ekkert enda í fimmta sæti í sænsku deildinni. Ég hef hugsað á leiðinni að þetta hefur verið öðruvísi reynsla fyrir mig því kvennaboltinn er miklu minna þróaður heldur en ég hélt áður en ég kom út,“ segir Elísabet.Elísabet gerði frábæra hluti sem þjálfari Vals.vísir/daníelGagnrýnum oft aðra Hún segir metnað fyrir kvennabolta á Íslandi mikinn innan ákveðinna félaga, en jafnt úti sem heima á Íslandi er kallað eftir meiri umfjöllun. „Maður kvartar oft yfir því að fjölmiðlar sýni ekki áhuga og svo framvegis, en það er nákvæmlega sama umræða í öllum löndum,“ segir Elísabet. „En ef maður lítur á þetta sem manneskja sem þekkir kvennaboltann mjög vel þá verð ég bara að segja að við, sem vinnum í kvennaboltanum, gagnrýnum oft aðra fyrir að sjá okkur ekki og virða okkur ekki en við erum samt sem áður ekki að vinna á réttan hátt.“ „Það sem ég hef lært á því að vera hér er að maður getur unnið af miklu meiri fagmennsku í kvennafótboltanum sem einstaklingur innan fótboltans; sem leikmaður, þjálfari eða stjórnarmaður. Unnið fyrir því að fá þá virðingu og athygli sem maður vill. Það eru alltof fá félög sem eru að gera það í heiminum í dag.“Of margar stelpur í yfirþyngd spila í efstu deild kvenna á Íslandi að mati Elísabetar.vísir/stefánEngir karlmenn í yfirþyng í efstu deild Elísabet segir það skipta máli hvaða fólk er ráðið til starfa innan kvennafótboltans, en það verði að gera kröfur til þeirra jafnt sem leikmannanna. „Við þurfum að lyfta okkur sjálfum upp á hærra plan og sýna meiri metnað með því hvaða fólk við ráðum til starfa og hvaða fólk við fáum inn í starfið. Einnig hvaða leikmenn við fáum til okkar og hvaða kröfur við gerum til þeirra,“ segir Elísabet. „Nú ætla ég að vera mjög gagnrýnin og segja, að þegar þú horfir á karlafótbolta á Íslandi þá sérðu ekki marga leikmenn í yfirþyngd inn á vellinum í efstu deild. Ef þú horfir á efstu deild kvenna á Íslandi þá eru alltof margir leikmenn sem eru í lélegu formi.“ „Ef við viljum lyfta kvennaboltanum á hærra plan og fá þá athygli sem maður er endalaust að bera saman við karlafótboltann þá verðum við að gjöra svo vel og setja þá kröfur að leikmenn séu í 100 prósent standi og formi til að geta selt íþróttina á almennilegan hátt. Mér finnst við ekki alveg vera þar,“ segir Elísabet. Hún segir að krafan um þessi viðmið verði að koma frá þeim sem stjórna félaginu og þjálfurum liðsins. „Það er stefna hjá mér að ég er ekki með leikmann inn á vellinum sem er ekki í formi sama hversu góð hún er. Það gengur ekki upp,“ segir Elísabet.Elísabet ætlar að koma Kristianstad á kortið.vísir/valliErum í rosalega erfiðri stöðu Elísabet hefur þjálfað Kristianstad í sjö ár og ætlar að vera þar lengur. Metnaður hennar fyrir að koma félaginu í fremstu röð er mikill, en aðstæður eru erfiðar þar sem hún starfar. „Ég hugsa þannig að ég sé á góðum stað til að læra. Ég hef lært ýmislegt um sjálfa mig og hvernig ég get gert hlutina öðruvísi,“ segir hún. „Við erum í rosalega erfiðri stöðu í Kristianstad. Félagið hefur verið í ömurlegum málum fjárhagslega sem ég komst ekki að fyrr en í lok árs 2013.“ „Ég hef samt tekið þá stórfurðulegu ákvörðun að koma þessu félagi á kortið, bæði fjárhagslega og íþróttalega. Það er ekkert sem fær mig til að snúa við á þeirri leið. Eftir að hafa fjárfest sjö árum af mínu lífi í Kristianstad ætla ég að fara alla leið með þetta lið,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir. Viðtalið allt má heyra hér að ofan. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Sjá meira
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Kristianstad, var í áhugaverðu viðtali í Akraborginni fyrir helgi þar sem hún ræddi stöðu kvenna innan knattspyrnunnar og hvernig konur og þeir sem starfa í kringum kvennafótboltann geti gert betur. Elísabet gerði Val þrisvar sinnum að Íslandsmeisturum áður en hún var ráðinn til starfa hjá Kristianstad árið 2008, en þar hefur hún þjálfað síðan við góðan orðstír. „Ég hef mikinn metnað og minn þjálfaraferill mun ekkert enda í fimmta sæti í sænsku deildinni. Ég hef hugsað á leiðinni að þetta hefur verið öðruvísi reynsla fyrir mig því kvennaboltinn er miklu minna þróaður heldur en ég hélt áður en ég kom út,“ segir Elísabet.Elísabet gerði frábæra hluti sem þjálfari Vals.vísir/daníelGagnrýnum oft aðra Hún segir metnað fyrir kvennabolta á Íslandi mikinn innan ákveðinna félaga, en jafnt úti sem heima á Íslandi er kallað eftir meiri umfjöllun. „Maður kvartar oft yfir því að fjölmiðlar sýni ekki áhuga og svo framvegis, en það er nákvæmlega sama umræða í öllum löndum,“ segir Elísabet. „En ef maður lítur á þetta sem manneskja sem þekkir kvennaboltann mjög vel þá verð ég bara að segja að við, sem vinnum í kvennaboltanum, gagnrýnum oft aðra fyrir að sjá okkur ekki og virða okkur ekki en við erum samt sem áður ekki að vinna á réttan hátt.“ „Það sem ég hef lært á því að vera hér er að maður getur unnið af miklu meiri fagmennsku í kvennafótboltanum sem einstaklingur innan fótboltans; sem leikmaður, þjálfari eða stjórnarmaður. Unnið fyrir því að fá þá virðingu og athygli sem maður vill. Það eru alltof fá félög sem eru að gera það í heiminum í dag.“Of margar stelpur í yfirþyngd spila í efstu deild kvenna á Íslandi að mati Elísabetar.vísir/stefánEngir karlmenn í yfirþyng í efstu deild Elísabet segir það skipta máli hvaða fólk er ráðið til starfa innan kvennafótboltans, en það verði að gera kröfur til þeirra jafnt sem leikmannanna. „Við þurfum að lyfta okkur sjálfum upp á hærra plan og sýna meiri metnað með því hvaða fólk við ráðum til starfa og hvaða fólk við fáum inn í starfið. Einnig hvaða leikmenn við fáum til okkar og hvaða kröfur við gerum til þeirra,“ segir Elísabet. „Nú ætla ég að vera mjög gagnrýnin og segja, að þegar þú horfir á karlafótbolta á Íslandi þá sérðu ekki marga leikmenn í yfirþyngd inn á vellinum í efstu deild. Ef þú horfir á efstu deild kvenna á Íslandi þá eru alltof margir leikmenn sem eru í lélegu formi.“ „Ef við viljum lyfta kvennaboltanum á hærra plan og fá þá athygli sem maður er endalaust að bera saman við karlafótboltann þá verðum við að gjöra svo vel og setja þá kröfur að leikmenn séu í 100 prósent standi og formi til að geta selt íþróttina á almennilegan hátt. Mér finnst við ekki alveg vera þar,“ segir Elísabet. Hún segir að krafan um þessi viðmið verði að koma frá þeim sem stjórna félaginu og þjálfurum liðsins. „Það er stefna hjá mér að ég er ekki með leikmann inn á vellinum sem er ekki í formi sama hversu góð hún er. Það gengur ekki upp,“ segir Elísabet.Elísabet ætlar að koma Kristianstad á kortið.vísir/valliErum í rosalega erfiðri stöðu Elísabet hefur þjálfað Kristianstad í sjö ár og ætlar að vera þar lengur. Metnaður hennar fyrir að koma félaginu í fremstu röð er mikill, en aðstæður eru erfiðar þar sem hún starfar. „Ég hugsa þannig að ég sé á góðum stað til að læra. Ég hef lært ýmislegt um sjálfa mig og hvernig ég get gert hlutina öðruvísi,“ segir hún. „Við erum í rosalega erfiðri stöðu í Kristianstad. Félagið hefur verið í ömurlegum málum fjárhagslega sem ég komst ekki að fyrr en í lok árs 2013.“ „Ég hef samt tekið þá stórfurðulegu ákvörðun að koma þessu félagi á kortið, bæði fjárhagslega og íþróttalega. Það er ekkert sem fær mig til að snúa við á þeirri leið. Eftir að hafa fjárfest sjö árum af mínu lífi í Kristianstad ætla ég að fara alla leið með þetta lið,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir. Viðtalið allt má heyra hér að ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Sjá meira
Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn