Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Karl Lúðvíksson skrifar 18. júní 2015 12:00 Vænar bleikjur greinarhöfundar þetta sumarið úr Þingvallavatni Mynd: KL Þegar undirritaður byrjaði að veiða í Þingvallavatni fyrir um 20 árum síðan var árangurinn yfirleitt lítill eða engin. Þetta er kannski játning sem reynslumikill veiðimaður myndi aldrei segja um sjálfan sig en svona var þetta engu að síður. Tíðar ferðir upp að vatni með veiðifélaga mínum skiluðu litlu nema stöku bleikju og fullt af murtu sem er víst ekki það sem veiðimenn sækjast eftir í vatninu. Fyrstu stóru bleikjuna fékk ég ekki fyrr en eftir þrjú sumur og þá algjörlega óvart þegar ég var að prófa stöng hjá kunningja sem ég hitti við vatnið og kastaði flugu í það sem taldist vera algjör veiðileysa. Í sumar hafa ferðir mínar við vatnið verið nokkrar og yfirleitt veiðist eitthvað, stundum mikið. Þessi breyting í aflabrögðum er fyrst og fremst að þakka því að hafa fengið góð ráð frá veiðimönnum eins og Þór Nielsen, Engilbert Jensen og Stefáni Hjaltested. Ég fékk þó ráðin bara í skömmtum, svona eitt lítið ráð í einu og varð svo að pússla þeim saman í eitthvað sem gæti virkað. Fyrst um sinn notaði ég mest intermediate línu en var fljótlega skólaður til að nota flotlínu. Svo var mér sagt að lengja tauminn í eina og hálfa stangarlengd, síðan að nota tökuvara, draga löturhægt inn, nota granna tauma og bregðast rétt við tökunni. Þessi ráð komu komu í skömmtum sem gerði það að verkum að ég fór hægt og rólega að ná góðum tökum á vatninu og veiða betur í hverri ferð. Síðan er það þetta með fluguna sem er hnýtt undir. Það eru auðvitað nokkrar sem veiða alltaf vel en þegar best hefur gengið hef ég opnað fyrstu bleikjuna og fundið flugu í boxinu sem líkist innihaldi magans sem best og hnýtt þá flugu undir. Yfirleitt er þetta það sem gerir það að verkum að afli veiðidags dugar í þokkalegt fjölskyldumót en þetta hefur líka skilað litlu, en einhverju þó. Þannig að þegar þessum ofangreindum ráðum er safnað saman hef ég nú, líklega í óþökk þeirra sem vissu þetta fyrir, gefið þér, kæri nýliði, þau ráð sem hafa reynst okkur lengra komnum afskaplega vel og ég vona að árangurinn þinn verði góður í sumar. Varðandi veiðistaði, þar þarftu að finna þig áfram sjálfur því þar liggur hálf ánægjan í veiðitúrnum. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði
Þegar undirritaður byrjaði að veiða í Þingvallavatni fyrir um 20 árum síðan var árangurinn yfirleitt lítill eða engin. Þetta er kannski játning sem reynslumikill veiðimaður myndi aldrei segja um sjálfan sig en svona var þetta engu að síður. Tíðar ferðir upp að vatni með veiðifélaga mínum skiluðu litlu nema stöku bleikju og fullt af murtu sem er víst ekki það sem veiðimenn sækjast eftir í vatninu. Fyrstu stóru bleikjuna fékk ég ekki fyrr en eftir þrjú sumur og þá algjörlega óvart þegar ég var að prófa stöng hjá kunningja sem ég hitti við vatnið og kastaði flugu í það sem taldist vera algjör veiðileysa. Í sumar hafa ferðir mínar við vatnið verið nokkrar og yfirleitt veiðist eitthvað, stundum mikið. Þessi breyting í aflabrögðum er fyrst og fremst að þakka því að hafa fengið góð ráð frá veiðimönnum eins og Þór Nielsen, Engilbert Jensen og Stefáni Hjaltested. Ég fékk þó ráðin bara í skömmtum, svona eitt lítið ráð í einu og varð svo að pússla þeim saman í eitthvað sem gæti virkað. Fyrst um sinn notaði ég mest intermediate línu en var fljótlega skólaður til að nota flotlínu. Svo var mér sagt að lengja tauminn í eina og hálfa stangarlengd, síðan að nota tökuvara, draga löturhægt inn, nota granna tauma og bregðast rétt við tökunni. Þessi ráð komu komu í skömmtum sem gerði það að verkum að ég fór hægt og rólega að ná góðum tökum á vatninu og veiða betur í hverri ferð. Síðan er það þetta með fluguna sem er hnýtt undir. Það eru auðvitað nokkrar sem veiða alltaf vel en þegar best hefur gengið hef ég opnað fyrstu bleikjuna og fundið flugu í boxinu sem líkist innihaldi magans sem best og hnýtt þá flugu undir. Yfirleitt er þetta það sem gerir það að verkum að afli veiðidags dugar í þokkalegt fjölskyldumót en þetta hefur líka skilað litlu, en einhverju þó. Þannig að þegar þessum ofangreindum ráðum er safnað saman hef ég nú, líklega í óþökk þeirra sem vissu þetta fyrir, gefið þér, kæri nýliði, þau ráð sem hafa reynst okkur lengra komnum afskaplega vel og ég vona að árangurinn þinn verði góður í sumar. Varðandi veiðistaði, þar þarftu að finna þig áfram sjálfur því þar liggur hálf ánægjan í veiðitúrnum.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði