Vötnin á norðurlandi loksins að taka við sér Karl Lúðvíksson skrifar 15. júní 2015 14:21 Mynd: Ríkarður Hjálmarsson Eftir heldur kalda tíð eru vötnin á norðurlandi loksins að taka við sér og fréttir úr þeim eftir helgina eru heilt yfir góðar. Við höfum heyrt af veiðimönnum héðan og þaðan sem flestir bera sig ágætlega eftir veiðiferðir helgarinnar. Fyrst má nefna að loksins heyrist eitthvað frá Hópinu er þar voru tveir veiðimenn sem gerðu fína veiði en þeir náðu samtals 14 bleikjum og einum urriða á land í gær. Bleikjurnar voru vel haldnar og tóku svo til allar á stuttum tíma um eftirmiðdaginn þegar smá ganga virtist fara hjá. Í Kringuvatni er fiskurinn farinn að taka og þeir sem við heyrðum frá eftir helgina töluðu um að hann væri heldur vænni en í fyrra en heildaraflinn væri þó minni en þeir reiknuðu með hver svo sem ástæðan fyrir því er. Vestmannsvatn er líka farið að gefa ágæta veiði sem og vötnin á Melrakkasléttu sem eru þó mun minna sótt en ætla mætti og það sætir eiginlega furðu því það veiðist yfirleitt fantavel í þeim. Svínavatn er líka komið í gang sem og Sléttuhlíðarvatn en þar er, eins og veiðimenn þekkja, hægt að gera feyknagóða veiði þegar fiskurinn er í tökustuði. Vatnið hentar sérstaklega vel barnafólki sem vill koma ungum veiðimönnum á bragðið því það er nokkuð víst að það fái allir fisk sem í vatnið renna. Ekki er hann samt stór en það er heldur ekki málið fyrir unga veiðimenn. Gleðin yfir því að fá fisk er jafn mikil sama hvað vigtin segir. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði
Eftir heldur kalda tíð eru vötnin á norðurlandi loksins að taka við sér og fréttir úr þeim eftir helgina eru heilt yfir góðar. Við höfum heyrt af veiðimönnum héðan og þaðan sem flestir bera sig ágætlega eftir veiðiferðir helgarinnar. Fyrst má nefna að loksins heyrist eitthvað frá Hópinu er þar voru tveir veiðimenn sem gerðu fína veiði en þeir náðu samtals 14 bleikjum og einum urriða á land í gær. Bleikjurnar voru vel haldnar og tóku svo til allar á stuttum tíma um eftirmiðdaginn þegar smá ganga virtist fara hjá. Í Kringuvatni er fiskurinn farinn að taka og þeir sem við heyrðum frá eftir helgina töluðu um að hann væri heldur vænni en í fyrra en heildaraflinn væri þó minni en þeir reiknuðu með hver svo sem ástæðan fyrir því er. Vestmannsvatn er líka farið að gefa ágæta veiði sem og vötnin á Melrakkasléttu sem eru þó mun minna sótt en ætla mætti og það sætir eiginlega furðu því það veiðist yfirleitt fantavel í þeim. Svínavatn er líka komið í gang sem og Sléttuhlíðarvatn en þar er, eins og veiðimenn þekkja, hægt að gera feyknagóða veiði þegar fiskurinn er í tökustuði. Vatnið hentar sérstaklega vel barnafólki sem vill koma ungum veiðimönnum á bragðið því það er nokkuð víst að það fái allir fisk sem í vatnið renna. Ekki er hann samt stór en það er heldur ekki málið fyrir unga veiðimenn. Gleðin yfir því að fá fisk er jafn mikil sama hvað vigtin segir.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði