Rory McIlroy mun leika með Þjóðverjanum Martin Kaymer í fyrstu tveimur umferðunum á US Open meistaramótinu í golfi sem hefst 18. júní. Kaymer vann þetta mót í fyrra og hefur því titil að verja.
McIlroy vann þetta mót árið 2011. Með þeim í ráshóp verður áhugamannameistarinn Gunn Yang frá Suður Kóreu.
Tiger Woods mun hefja leik með þeim Rickie Fowler og Louis Oosthuizen. Tiger stefnir á sinn 15. sigur á stórmóti og sinn fjórða á US Open. En eingöngu eru tvær vikur síðan hann lék sinn versta hring á atvinnumannaferlinum, þegar hann lék á 85 höggum á Memorial mótinu í Ohio.
US Open verður vitanlega í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst sem fyrr segir miðvikudaginn 18. júní.
McIlroy og Kaymer saman í ráshóp

Mest lesið

Lehmann færir sig um set á Ítalíu
Fótbolti




„Þetta var bara út um allt“
Fótbolti




„Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“
Enski boltinn
