Veiði

35 laxar á land á fyrsta degi í Ytri Rangá

Karl Lúðvíksson skrifar
Jóhannes Hinkriksson með lax í opnun Ytri Rangár í gær
Jóhannes Hinkriksson með lax í opnun Ytri Rangár í gær Mynd: Ytri Rangá FB
Ytri Rangá opnaði fyrir veiði í gær og það er óhætt að segja að áinn hafi staðist allar væntingar sem voru gerðar fyrir opnun og gott betur.

Það þorði í raun engin að spá fyrir um opnunina en við lok dags var búið að bóka 35 laxa og þar af 32 stórlaxa sem er feyknagóð opnun.  Eldra metið var 32 laxar á blandað agn svo þetta er besta opnun í ánni til þessa. Opnunin þetta árið var eingöngu fluga og aðeins var veitt á 12 stangir. Eystri Rangá opnar 3. júlí og hún er í raun eina áin sem gæti slegið þessa opnun út.

Lax sást víða í Ytri Rangá og veiðimenn voru að ná þessum fiskum víða en svæðið neðan Ægissíðu er gjöfulast með veiðistöðum eins og Djúpós, Staur, Borg, Gunnugilsbreiðu, Breiðabakka og Klöpp. Nokkuð líf var líka á Rangárflúðum og þar fengust líka nokkrir laxar í morgun. Stærsti laxinn í gær var 92 sm hængur. Það vakti líka nokkra athygli að sjá lúsuga smálaxa sem eru nokkuð snemma á ferðinni í Ytri Rangá en veit líklega á gott framhald.

 





×