Það er kunnuglegt nafn í efsta sæti á Travelers meistaramótinu sem fram fer á TPC River Highlands vellinum en Bubba Watson leiðir mótið eftir fyrsta hring.
Watson lék frábært golf og kom inn á 62 höggum eða átta undir pari en hann kann greinilega vel við sig á þessu móti sem hannn sigraði á árið 2010.
Nokkrir kylfingar deila öðru sætinu á sex höggum undir pari en meðal þeirra er Suður-Kóreumaðurinn Seung-Yul Noh og fyrrum PGA-meistarinn Keegan Bradley.
Skor þátttakenda er með besta móti enda aðstæður frábærar en alls eru 93 kylfingar undir pari eftir fyrsta hring.
Travelers mótið verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina.
Bubba Watson efstur á Travelers eftir fyrsta hring

Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn

