Formaður knattspyrnudeildar Selfoss: Verst hjá KSÍ að setja dómarann í þessa aðstöðu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2015 11:16 Þjálfarar Selfoss létu skömmum rigna yfir dómaratríóið í hálfleik. vísir/valli „Við erum afar ósátt með þetta,“ sagði Óskar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Selfoss, í samtali við Vísi nú rétt í þessu, aðspurður um dómgæsluna í toppslag Breiðabliks og Selfoss í Pepsi-deild kvenna í gær. Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark leiksins úr umdeildri vítaspyrnu sem hún fiskaði sjálf.Sjá einnig: Sjáðu vítið sem réði úrslitum | Dómarinn uppalinn Bliki. Óánægja Selfyssinga snýr ekki einungis að dómnum sjálfum heldur þeirri staðreynd að dómari leiksins, hinn 21 árs gamli Helgi Mikael Jónasson, spilaði með Breiðabliki í yngri flokkunum. Óskar segir að honum hafi ekki verið gerður neinn greiði með að vera settur á þennan leik. „Það er verst hjá KSÍ að setja dómarann í þessa stöðu þannig að það sé hægt að efast um það sem hann gerir,“ sagði Óskar. „Við förum ekki í að skoða bakgrunn dómara fyrir alla leiki en það er KSÍ að setja ekki dómarana sína í þessa aðstöðu. Þetta er afskaplega óheppilegt og maður var undrandi þegar maður sá þessi tengsl. „Svo var þetta auðvitað aldrei víti,“ sagði Óskar ennfremur og bætti því við að fyrst Helgi hefði dæmt víti á annað borð hefði hann átt að reka Summer Williams, varnarmann Selfoss, af velli því hún var aftasti varnarmaður. Gula spjaldið sem hann gaf Williams hafi því verið eins konar málamyndadómur. „Manni fannst eins og hann hefði séð að sér um leið og hann var búinn að benda á vítapunktinn,“ sagði Óskar sem segir Selfyssinga bratta þrátt fyrir allt. „Það þýðir ekki að vera reiður lengi heldur þarf bara að reima á sig skóna fyrir næsta leik. Svona gerist í fótboltanum, leikmenn og dómrarar gera mistök, en maður vildi að KSÍ myndi huga að þessum þætti þannig að svona aðstæður komi ekki upp aftur.“ Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Sjáðu vítið sem réði úrslitum í leik Breiðabliks og Selfoss | Uppalinn Bliki dæmdi leikinn Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi á Kópavogsvelli í gær. 24. júní 2015 10:42 Selfoss getur hirt toppsætið af Breiðabliki í stórslagnum í kvöld Breiðablik og Selfoss mætast í stórleik 7. umferðar Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Með sigri kemst Selfoss á topp deildarinnar í fyrsta sinn en Breiðablik getur styrkt stöðu sína með því að ná í stigin þrjú. 23. júní 2015 08:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Selfoss 1-0 | Blikar í kjörstöðu eftir sigur í toppslagnum Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2015 22:00 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
„Við erum afar ósátt með þetta,“ sagði Óskar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Selfoss, í samtali við Vísi nú rétt í þessu, aðspurður um dómgæsluna í toppslag Breiðabliks og Selfoss í Pepsi-deild kvenna í gær. Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark leiksins úr umdeildri vítaspyrnu sem hún fiskaði sjálf.Sjá einnig: Sjáðu vítið sem réði úrslitum | Dómarinn uppalinn Bliki. Óánægja Selfyssinga snýr ekki einungis að dómnum sjálfum heldur þeirri staðreynd að dómari leiksins, hinn 21 árs gamli Helgi Mikael Jónasson, spilaði með Breiðabliki í yngri flokkunum. Óskar segir að honum hafi ekki verið gerður neinn greiði með að vera settur á þennan leik. „Það er verst hjá KSÍ að setja dómarann í þessa stöðu þannig að það sé hægt að efast um það sem hann gerir,“ sagði Óskar. „Við förum ekki í að skoða bakgrunn dómara fyrir alla leiki en það er KSÍ að setja ekki dómarana sína í þessa aðstöðu. Þetta er afskaplega óheppilegt og maður var undrandi þegar maður sá þessi tengsl. „Svo var þetta auðvitað aldrei víti,“ sagði Óskar ennfremur og bætti því við að fyrst Helgi hefði dæmt víti á annað borð hefði hann átt að reka Summer Williams, varnarmann Selfoss, af velli því hún var aftasti varnarmaður. Gula spjaldið sem hann gaf Williams hafi því verið eins konar málamyndadómur. „Manni fannst eins og hann hefði séð að sér um leið og hann var búinn að benda á vítapunktinn,“ sagði Óskar sem segir Selfyssinga bratta þrátt fyrir allt. „Það þýðir ekki að vera reiður lengi heldur þarf bara að reima á sig skóna fyrir næsta leik. Svona gerist í fótboltanum, leikmenn og dómrarar gera mistök, en maður vildi að KSÍ myndi huga að þessum þætti þannig að svona aðstæður komi ekki upp aftur.“
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Sjáðu vítið sem réði úrslitum í leik Breiðabliks og Selfoss | Uppalinn Bliki dæmdi leikinn Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi á Kópavogsvelli í gær. 24. júní 2015 10:42 Selfoss getur hirt toppsætið af Breiðabliki í stórslagnum í kvöld Breiðablik og Selfoss mætast í stórleik 7. umferðar Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Með sigri kemst Selfoss á topp deildarinnar í fyrsta sinn en Breiðablik getur styrkt stöðu sína með því að ná í stigin þrjú. 23. júní 2015 08:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Selfoss 1-0 | Blikar í kjörstöðu eftir sigur í toppslagnum Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2015 22:00 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Sjáðu vítið sem réði úrslitum í leik Breiðabliks og Selfoss | Uppalinn Bliki dæmdi leikinn Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi á Kópavogsvelli í gær. 24. júní 2015 10:42
Selfoss getur hirt toppsætið af Breiðabliki í stórslagnum í kvöld Breiðablik og Selfoss mætast í stórleik 7. umferðar Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Með sigri kemst Selfoss á topp deildarinnar í fyrsta sinn en Breiðablik getur styrkt stöðu sína með því að ná í stigin þrjú. 23. júní 2015 08:45
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Selfoss 1-0 | Blikar í kjörstöðu eftir sigur í toppslagnum Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2015 22:00