Heimir: Pirrar mig þegar sérfræðingar eins og Hjörvar tjá sig á Twitter Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. júní 2015 17:15 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var í viðtali í Akraborginni á X977 í dag þar sem hann fór yfir stórleikinn í Pepsi-deildinni í gærkvöldi. Kassim Doumbia, miðvörður FH, tryggði FH jafntefli með marki í uppbótartíma, en Blikar höfðu komist yfir með marki Arnþórs Ara Atlasonar. Heimir hló, aðspurður hvort Arnar Grétarsson hefði snúið á hann í leiknum, og játaði sig sigraðan þar sem alltaf væri búið að lesa FH-liðið ef það tapaði leik. Hann sagðist ekkert pirraður yfir umræðunni um FH-liðið í heild sinni, en Heimir er pirraður yfir umræðunni sem skapaðist um fagn Doumbia. Miðvörðurinn hljóp að myndavél Stöðvar 2 Sports og öskraði: „Fuck off“. Framkvæmdastjóri KSÍ mun skoða atvikið betur. Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur Pepsi-markanna, vakti fyrstur athygli á þessu á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi og hann er ekki ofarlega á vinsældarlista Heimis í dag.Kassim Doumbia.vísir/andri marinó„Ég ætla reyndar að viðurkenna það, að ég er pirraður yfir mönnum sem eiga að vera sérfræðingar eins og Hjörvar Hafliðason sem veit nú ekki mikið um þessa íþrótt,“ sagði Heimir. „Það fer í taugarnar á mér þegar hann er að tjá sig á Twitter um eitt og annað og um leikina.“ „Eins og með Kassim í gærkvöldi. Menn sem gera sig út sem einhverja sérfræðinga og eru að tala um þetta í sjónvarpi eiga ekki að vera að tjá sig um þessa hluti á Twitter og láta frá sér hluti eins og voru gerðir í gærkvöldi.“ „Þetta er bara stormur í tebolla. Ef að Kassim Doumbia talaði íslensku og hefði sagt djöfullinn eða andskotinn þá hefði enginn sagt neitt.“ „Við erum með kynslóð af ungu fólki sem horfir á tónlistarmyndbönd og annað þar sem þessi orð koma alltaf fram.“ „Því finnst mér þegar menn eru að gera sig út sem sérfræðinga í einhverjum hlutum eiga þeir stundum að hafa vit á því að hafa munninn lokaðan,“ sagði Heimir. Aðspurður hvort Doumbia hefði ekki frekar mátt sleppa því að öskra þessi orð í myndavélina svaraði Heimir: „Hvernig er talað inn á fótboltvelli og á hliðarlínunni? Kassim Doumbia talar ekki íslensku. Hann er, eins og menn vita, mikill tilfinningamaður. Eina sem hann gerði var að sýna tilfinningar fyrir utan að hann var besti maðurinn á vellinum.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var í viðtali í Akraborginni á X977 í dag þar sem hann fór yfir stórleikinn í Pepsi-deildinni í gærkvöldi. Kassim Doumbia, miðvörður FH, tryggði FH jafntefli með marki í uppbótartíma, en Blikar höfðu komist yfir með marki Arnþórs Ara Atlasonar. Heimir hló, aðspurður hvort Arnar Grétarsson hefði snúið á hann í leiknum, og játaði sig sigraðan þar sem alltaf væri búið að lesa FH-liðið ef það tapaði leik. Hann sagðist ekkert pirraður yfir umræðunni um FH-liðið í heild sinni, en Heimir er pirraður yfir umræðunni sem skapaðist um fagn Doumbia. Miðvörðurinn hljóp að myndavél Stöðvar 2 Sports og öskraði: „Fuck off“. Framkvæmdastjóri KSÍ mun skoða atvikið betur. Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur Pepsi-markanna, vakti fyrstur athygli á þessu á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi og hann er ekki ofarlega á vinsældarlista Heimis í dag.Kassim Doumbia.vísir/andri marinó„Ég ætla reyndar að viðurkenna það, að ég er pirraður yfir mönnum sem eiga að vera sérfræðingar eins og Hjörvar Hafliðason sem veit nú ekki mikið um þessa íþrótt,“ sagði Heimir. „Það fer í taugarnar á mér þegar hann er að tjá sig á Twitter um eitt og annað og um leikina.“ „Eins og með Kassim í gærkvöldi. Menn sem gera sig út sem einhverja sérfræðinga og eru að tala um þetta í sjónvarpi eiga ekki að vera að tjá sig um þessa hluti á Twitter og láta frá sér hluti eins og voru gerðir í gærkvöldi.“ „Þetta er bara stormur í tebolla. Ef að Kassim Doumbia talaði íslensku og hefði sagt djöfullinn eða andskotinn þá hefði enginn sagt neitt.“ „Við erum með kynslóð af ungu fólki sem horfir á tónlistarmyndbönd og annað þar sem þessi orð koma alltaf fram.“ „Því finnst mér þegar menn eru að gera sig út sem sérfræðinga í einhverjum hlutum eiga þeir stundum að hafa vit á því að hafa munninn lokaðan,“ sagði Heimir. Aðspurður hvort Doumbia hefði ekki frekar mátt sleppa því að öskra þessi orð í myndavélina svaraði Heimir: „Hvernig er talað inn á fótboltvelli og á hliðarlínunni? Kassim Doumbia talar ekki íslensku. Hann er, eins og menn vita, mikill tilfinningamaður. Eina sem hann gerði var að sýna tilfinningar fyrir utan að hann var besti maðurinn á vellinum.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki