Raheem Sterling, leikmaður Liverpool, klæddist íslenskri hönnun á dögunum. Hann hefur verið mikið í fjölmiðlum ytra, þar sem leikmaðurinn er hugsanlega á leiðinni frá Liverpool.
Á meðfylgjandi mynd sést hann fyrir utan heimili sitt í stuttermabol með hettu frá íslenska tískufyrirtækinu Inklaw Clothing.
Inklaw Clothing var stofnað af tveimur tvítugum strákum frá Hafnafirði, þeim Guðjóni Geir Geirssyni og Róberti Ómari Elmarssyni. Inklaw hóf störf í júní 2013 og hefur í dag selt vörur sínar til viðskiptavina í yfir 40 löndum.
