Rithöfundar á Rangárbökkum Jakob Bjarnar skrifar 9. júlí 2015 09:15 Við Árbæjarfoss. Bæði Mikael og Sölvi Björn fengu fiska, og Sölvi Björn missti þann stóra. Hvað vilja menn hafa það betra? visir/jakob Vísir fór í veiðiferð með það fyrir augum að finna samhengið milli veiðimennsku og ritstarfa? Leitin að Hemmingway. Og fór langt með að finna svar, svei mér þá, eftir að laxinn var á. „Nei, nei og aftur nei, þetta er ekki skáldsaga. Þetta er non fiction!“ Það er Mikael Torfason sem hefur orðið en Fréttablaðið fór með tvo af eftirtektarverðustu rithöfundum þjóðarinnar, þá Mikael og Sölva Björn Sigurðsson, í veiðiferð nú í vikunni. Ytri-Rangá, hvorki meira né minna. Báðir eru þeir að ganga frá bókum sem koma út fyrir jólin. Þegar menn eru fastir saman í bíl er engrar undankomu auðið og þeir upplýsa um það, í ákaflega bókmennta- og gáfulegum samræðum eldsnemma þriðjudagsmorguns, að báðar eru þessar bækur hugsaðar sem fyrstu bækur í stærri verkum; önnur er skáldsaga með vísindasögulegu ívafi og hin, sem sagt, non fiction; sagan er sönn og segir af erfiðum aðstæðum foreldra Mikaels í upphafi sambúðar þeirra, þá er þau voru í Vottum Jehóva.Seint verður sagt um Mikka að hann sé þegjandalegur, og alls ekki í veiðiferðum -- enda gefst þá svigrúm til að brjóta mál til mergjar. Og hvar er betri staður til þess en glæsilegt veiðhúsið í Ytri-Rangá?visir/jakobMikki hefur uppi eindregnar kenningar um að það sé algjör tilgerð að pakka endurminningum inn í einhverja skáldskaparumgjörð. „Skáldævisaga?! Þetta eru mestu mistök Guðbergs,“ segir Mikki; minningar eru sannleikur og algjör óþarfi að skilgreina þær sem skáldskap.Etur aðeins ket sem hann hefur drepið sjálfurAf þeim þremur sem í bílnum eru þá er Mikael málglaðastur. Þetta er ekki af því að hinir tveir, Sölvi Björn og blaðamaðurinn séu hálf sofandi og þegjandalegir, enda spenntir á leið á veiðislóð, heldur einfaldlega vegna þess að þannig maður er Mikael. Og nú setur hann fram afgerandi yfirlýsingu: „Ég hef líka á seinni árum hætt að kaupa kjöt í búðum og borða bara það ket sem ég hef drepið sjálfur. Það skiptir mig máli að taka afstöðu gegn þessum kjötverksmiðjum. Mér finnst allt í lagi að borða kjöt en vil ekki vera of firrtur þegar kemur að neyslu. Ég vann nú um tíma í kjúklingasláturhúsi, þegar ég var að klára fyrstu bókina mína, og hætti til að gerast veiðivörður í Ytri-Rangá. Það var mjög áhugaverð reynsla að drepa þúsundir kjúklinga á dag svo Íslendingar geti étið þá djúpsteikta.“ Og þar hafa menn það! Þessi ferð var alvöru.Leitin að HemingwayVísir heldur áfram að kanna lífstíl og útivist og nú er komið að stangveiðinni. Einhver þekktasti veiðimaður sem um getur hlýtur að teljast rithöfundurinn Ernest Hemingway. Því gat spurningin hvort ekki væru einhverjir slíkir í íslenskri rithöfundastétt, ekki verið langt undan? Sölvi Björn var sjálfkjörinn, höfundur stórvirkisins Stangveiðar á Íslandi og Íslensk vatnabók; bók sem veiðimenn halda ekki vatni yfir. Og hann var fús til fararinnar. Sölvi Björn bjó á Selfossi sem krakki, ólst upp á bökkum Ölfusár og veiddi mikið með föður sínum, sem lést fyrir einu og hálfu ári. Hann segist fremur rómantískur veiðimaður, hann hefur ekki sett fyrir sig langar göngur til að komast á veiðistað, til dæmis á Arnarvatnsheiðina þar sem hann hefur mokað upp bleikjunni. En hefur dregið úr magnveiðinni og slíkum ferðum, enda ekki hægur leikur að burðast til byggða með svo mikinn feng.Sölvi Björn hefur stundað stangveiði frá blautu barnsbeini, þó hann hafi ekki síst fengist við að veiða fjallableikju slær hann ekki hendinni á móti laxveiði, þegar svo ber undir.visir/jakobEn, Sölvi Björn fúlsar ekki við laxveiðiferð. Nema, svo er kannski ekki um auðugan garð að gresja í hópi rithöfunda? Mýgrútur tónlistarmanna eru forfallnir stangveiðimenn, sem reyndar hafa sumir hverjir fengist við að skrifa um þessa ástríðu sína, svo sem Bubbi og Pálmi Gunnarsson, að ógleymdum Engilbert Jensen fluguhnýtingameistara, Bó og Dóra Braga blúshundi, en eini rithöfundurinn sem Vísir vissi um, svona í fljótu bragði, sem hefur fengist við að tala við Guð með því að kasta flugu út í straumvatn var Mikael Torfason. Hann reyndist klár í slaginn einnig. Einhverjir fleiri? Vigdís Grímsdóttir? Guðbergur? Auður Ava? Guðrún Eva... Hemingway Íslands? Nei, varla. Það þurfti svo sem ekkert fleiri. Þetta var þegar orðið holl -- mjög gott holl, reyndar.Að gera gírinn kláranLaxveiðin hefur farið misvel af stað í ám landsins. Þó talsvert miklum mun betur en í fyrra, ár sem fer í veiðiannaála sem hörmungarár. Þú ferð ekki með Hemingway-a Íslands í dautt vatn og eftir að hafa ráðfært sig við veiðisérfræðing Vísis, Karl Lúðvíksson, þá hafði blaðamaður samband við þá sem nú reka Rangá Ytri. Sú á hefur árum saman verið í á toppi lista yfir ár flestra veiddra laxa, og ævintýralegar frásagnir og margar eru til af því þegar menn hafa verið að rífa þar upp fiskinn í stórum stíl. Ytri-Rangá klikkar ekki. Þeir Rangármenn tóku umleitaninni vel, þeirri að fá að skoða ána og þá þannig að tveir rithöfundar fengju að baða fluguna sína dagstund.Í dótabúðinni. Ómissandi þáttur hverrar veiðiferðar er að koma við hjá Ingó í Vesturröst sem þarna tekur til flugur fyrir Mikka. Það átti eftir að koma sér vel.visir/jakobUndirbúningurinn er mikilvægur þáttur hverrar veiðiferðar. Að fara í veiðibúðina og skeggræða þar við sérfræðinga sem eru viðloðandi búðina -- þeir hanga þar sumir hverjir eins og gráir kettir. „Þetta er alveg sérheimur út af fyrir sig. Veiðibúðin. Bestu veiðibúðirnar, eins og til dæmis Vesturröst, skapa allt að því kaffihúsastemmningu þar sem þú færð að heyra allt sem þú þarft að heyra um veiðina,“ segir Mikki og þangað var haldið. Til að kaupa sökkenda á línuna, taum að ógleymdum flugunum. Rangá er tvíhenduá og þar er helst veitt með svokölluðum laxatúbum. Þetta er eins og fyrir nammióðan krakka að komast í sælgætisbúð. Enda, troðfull búð af vonglöðum veiðimönnum. Ingó í Vesturröst valdi fyrir okkur nokkrar veiðilegar flugur og til að vera með þetta algerlega á hreinu fengum við okkur sérstakar Orvis-derhúfur. Þetta bara gat ekki klikkað.Mikilvægi leiðsögumannsinsOg nú vorum við lagðir af stað, klárir í slaginn. Rithöfundarnir Hemingway-ar Íslands, voru sammála um að íslenskar glæpasögur séu farnar að ganga sér til húðar. Enda eiga þær sér enga sérstaka tengingu við íslenskan raunveruleika öfugt við milljónaþjóðir. Hálfgerð vitleysa. Hér stendur maðurinn grátandi yfir líki konu sinnar og málið liggur fyrir.Sölvi Björn og Mikki huga að veiðistöngunum á húddi veiðibílsins. Bara við það eitt að njóta leiðsagnar og hjálpar gædsins góða, Karls Eyjólfs, umturnuðust menn á svipstundu í umkomulausa menn sem ekki svo mikið sem hnýttu sínar eigin flugur á tauminn.visir/jakobOg einmitt þegar við vorum rétt í þann mun að fara að kryfja stöðuna í útgáfumálum til mergjar renndum við í hlað. Þar tók á móti okkur Karl Eyjólfur Karlsson, framkvæmdastjóri Heggöy Aktiv, norska félagsins sem tekið hefur Ytri-Rangá á leigu. Og það sem meira var, Karl Eyjólfur ætlaði að vera leiðsögumaður okkar. Svo vitnað sé í Bubba Morthens, sem alltaf er ofarlega í huga þegar farið er í veiðiferð; má nánast að sleppa því að fara hafi menn ekki vit á því að fá sér gæd. Rangármenn tóku okkur með kostum og kynjum.Karl EyjólfurEftir kaffi og morgunverð í boði hússins eltum við Karl Eyjólf niður á svæði eitt. Veður var eins og best verður á kosið, stillt og skýjað. Og það byrjaði með látum. Þó bæði Sölvi og Mikki séu reyndir stangveiðimenn hafa þeir ekki áður veitt með tvíhendu. Það kom ekki að sök. Karl Eyjólfur bar rithöfundana á höndum sér, hnýtti flugurnar á línurnar, lánaði stöng og sagði mönnum til.Karl Eyjólfur venti sínu kvæði í kross, þegar hann komst ekki í norsku lögregluna, og fór að gera það sem hann hefur gaman að -- með góðum árangri.visir/jakobKarl Eyjólfur er athyglisverður náungi. Hann starfaði í áratug á árum áður hjá fíkniefnalögreglunni, fluttist þá til Noregs en kona hans var að ljúka sérnámi í læknisfræði. Hann ætlaði sér að komast að hjá norsku lögreglunni, hafði reynsluna og menntun sem hefði átt að duga vel, en þeir Norðmenn eru ferkantaðir, þetta hafði ekki verið gert áður. Karl segist ekki hafa haft neinn áhuga á því að væla í Nojurum, og snéri sér að því sem honum þótti skemmtilegast; að veiði og ferðamálum. Hann reist þar fljótt til áhrifa, byggði meðal annars upp sérhæfða laxveiðiþjónustu sem blómstarar í Norður-Noregi og svo kom þetta verkefni til; að stýra veiðinni í Ytri-Rangá fyrir hið norska fyrirtæki.Mikael með hann á. Sölvi Björn fylgist með viðureigninni og Karl Eyjólfur er tilbúinn með háfinn.visir/jakobKarl Eyjólfur var í rólegheitunum og makindum á bökkum árinnar, að fræða blaðamanninn um að Norðmenn væru bókaðir í Ytri-Rangá í heilan mánuð samfellt, enda hefur verið unnið þar gott markaðsstarf, auk þess sem gestir samanstæðu af allra þjóða kvikindum svo sem Bandaríkjamönnum, Bretum að ógleymdum Spánverjum, sem væru grimmir og sendu veiði sína beint til Spánar, þegar kveður við frá ánni: Já!Hann er á! Ballið var byrjað og með látum, strax á fyrsta veiðistað. Á sama tíma fengu þeir Mikki og Sölvi lax á. Já! Þeir þreyttu fiska sína, og Karl Eyjólfur náði þeim við svo búið í háf. Þannig er að stærri fiskar eru teknir í sérstaka klakkistu og þannig reyndist fiskurinn sem Sölvi Björn var með á. Tveggja ára fiskur. Fiskur Mikka reyndist eilítið minni, árs gamall og hann fer í pottinn. Skömmu síðar fékk Mikki aftur fisk á og landaði honum með aðstoð Karls Eyjólfs. Hann var að taka sitthverja fluguna; þýska snældu, sunray shadow og rauða snældu.Ánægðir veiðimenn. Sölvi Björn, Mikael og Karl Eyjólfur. Þessi fiskur fer í pottinn, eða verður heilgrillaður troðinn með kryddjurtum og sítrónu.visir/jakobVið færðum okkur á annan veiðistað, ofar í ánni, og þar fékk Sölvi Björn risafisk á færi sitt. Miklu stærri en þann sem hann náði áður þannig að hann hafði samanburðinn á hreinu. En, eftir 20 mínútna viðureign reif hann sig lausan; þetta gat ekki verið betra: Við komum í bæinn, með fisk og meira að segja með dagsanna veiðisögu sem enginn á eftir að trúa.Land Crusier fyrir gæderíVeiðimennirnir velta því fyrir sér af hverju þeir gerðust ekki einfaldlega milljónamæringar, alltaf í laxveiði og svona? Já, það er góð spurning. Allir þrír eru sæmilega reyndir veiðimenn, en Mikki furðar sig á því hvernig þeir breyttust umsvifalaust í það að verða umkomulausir sem ungabörn við það að hafa góðan leiðsögumann sér til fulltingis. Já, það má venjast þessu lífi.Laxinn sem Sölvi Björn landaði reyndist yfir 70 sentímetrum, þannig að hann fer í klakkistuna. Karl Eyjólfur er klár með háfinn en þangað fer laxinn eftir að hafa sinnt fyrirsætustörfum.visir/jakobEn, vantar ekki eitthvað inní þetta? Eins og spurningunni: Hvernig gerst menn milljónamæringar? Jámm, eða þá kannski bara leiðsögumenn? Er það eitthvað? Fara á leiðsögumannanámskeið? Sölvi Björn segir að það hljóti að vera ágætt, þjórfé sé oft gott og segir ævintýralega sögu af einum slíkum sem var að sjá um hóp erlendra milljarðamæringa sem hófu veiðiferðina á því að kaupa sér Land Cruiser-jeppa. Kvöddu svo leiðsögumanninn úti á flugvelli með því að afhenda honum lyklana. „Ekki svo langt síðan. Þetta er íbúðaverð,“ segir Sölvi Björn.Lífið í samhengiBlaðamaðurinn reynir að kreista út úr þeim Mikka og Sölva Birni eitthvað sem setja má í samhengi; veiði og ritstörf? Mikka þykir þetta alveg fáránlega klén spurning og hálfdrepur hana í bílnum á milli veiðistaða, segir þetta eins og ömurlega ritgerðarspurningu í barnaskóla: Hvernig var sumarið þitt? En, hann kemst ekki upp með dólg við aðstæður sem þessar: „Jæja, ók. Veiðin er auðvitað fyrst og síðast eitthvað sem getur bjargað geðheilsu rithöfundarins. Undangengið ár hef ég verið að klára bók sem kemur út fyrir jólin. Slík vinna krefst mikillar einbeitingar og er innivera sem maður vinnur aleinn. Að komast allt í einu út í guðsgræna náttúruna með félögum og finna fyrir veiðieðlinu er ómetanlegt. Allt í einu er allt lífið komið í samhengi.“ Tengdar fréttir Feðraveldið rassskellt á Hvaleyrinni Brynjar Níelsson og golfblaðamaðurinn voru teknir í bakaríið af vöskum FH-stelpum, þeim Þorgerði Katrínu og Kristínu Pétursdóttur í grátlegri golfkeppni um helgina. 25. júní 2015 07:00 Glæpsamlega gott golfmót á Spáni Þúsundir íslenskra golfara fara utan á ári hverju til að spila golf. Costa Blanca Open golfmótið var haldið nýlega á fjórum völlum á Alicante-svæðinu. 8. maí 2015 08:45 Rándýrt holl á Grafarholtsvelli Í harðri rimmu á Grafarholtsvelli fór refurinn Jón Steinar með sigur af hólmi gegn blaðamanni Fréttablaðsins; með útsjónarsemi og þrautseigju. 11. júní 2015 07:00 Fjallganga: Tindurinn sigraður með Reyni Trausta Hvað í ósköpunum dregur þúsundir Íslendinga á fjöll reglulega? Jakob Bjarnar reyndi að finna út úr því í góðum félagsskap Reynis Traustasonar og Ólafs Sveinssonar en þeir gengu á Helgafell nú í vikunni. 2. júlí 2015 07:00 Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði
Vísir fór í veiðiferð með það fyrir augum að finna samhengið milli veiðimennsku og ritstarfa? Leitin að Hemmingway. Og fór langt með að finna svar, svei mér þá, eftir að laxinn var á. „Nei, nei og aftur nei, þetta er ekki skáldsaga. Þetta er non fiction!“ Það er Mikael Torfason sem hefur orðið en Fréttablaðið fór með tvo af eftirtektarverðustu rithöfundum þjóðarinnar, þá Mikael og Sölva Björn Sigurðsson, í veiðiferð nú í vikunni. Ytri-Rangá, hvorki meira né minna. Báðir eru þeir að ganga frá bókum sem koma út fyrir jólin. Þegar menn eru fastir saman í bíl er engrar undankomu auðið og þeir upplýsa um það, í ákaflega bókmennta- og gáfulegum samræðum eldsnemma þriðjudagsmorguns, að báðar eru þessar bækur hugsaðar sem fyrstu bækur í stærri verkum; önnur er skáldsaga með vísindasögulegu ívafi og hin, sem sagt, non fiction; sagan er sönn og segir af erfiðum aðstæðum foreldra Mikaels í upphafi sambúðar þeirra, þá er þau voru í Vottum Jehóva.Seint verður sagt um Mikka að hann sé þegjandalegur, og alls ekki í veiðiferðum -- enda gefst þá svigrúm til að brjóta mál til mergjar. Og hvar er betri staður til þess en glæsilegt veiðhúsið í Ytri-Rangá?visir/jakobMikki hefur uppi eindregnar kenningar um að það sé algjör tilgerð að pakka endurminningum inn í einhverja skáldskaparumgjörð. „Skáldævisaga?! Þetta eru mestu mistök Guðbergs,“ segir Mikki; minningar eru sannleikur og algjör óþarfi að skilgreina þær sem skáldskap.Etur aðeins ket sem hann hefur drepið sjálfurAf þeim þremur sem í bílnum eru þá er Mikael málglaðastur. Þetta er ekki af því að hinir tveir, Sölvi Björn og blaðamaðurinn séu hálf sofandi og þegjandalegir, enda spenntir á leið á veiðislóð, heldur einfaldlega vegna þess að þannig maður er Mikael. Og nú setur hann fram afgerandi yfirlýsingu: „Ég hef líka á seinni árum hætt að kaupa kjöt í búðum og borða bara það ket sem ég hef drepið sjálfur. Það skiptir mig máli að taka afstöðu gegn þessum kjötverksmiðjum. Mér finnst allt í lagi að borða kjöt en vil ekki vera of firrtur þegar kemur að neyslu. Ég vann nú um tíma í kjúklingasláturhúsi, þegar ég var að klára fyrstu bókina mína, og hætti til að gerast veiðivörður í Ytri-Rangá. Það var mjög áhugaverð reynsla að drepa þúsundir kjúklinga á dag svo Íslendingar geti étið þá djúpsteikta.“ Og þar hafa menn það! Þessi ferð var alvöru.Leitin að HemingwayVísir heldur áfram að kanna lífstíl og útivist og nú er komið að stangveiðinni. Einhver þekktasti veiðimaður sem um getur hlýtur að teljast rithöfundurinn Ernest Hemingway. Því gat spurningin hvort ekki væru einhverjir slíkir í íslenskri rithöfundastétt, ekki verið langt undan? Sölvi Björn var sjálfkjörinn, höfundur stórvirkisins Stangveiðar á Íslandi og Íslensk vatnabók; bók sem veiðimenn halda ekki vatni yfir. Og hann var fús til fararinnar. Sölvi Björn bjó á Selfossi sem krakki, ólst upp á bökkum Ölfusár og veiddi mikið með föður sínum, sem lést fyrir einu og hálfu ári. Hann segist fremur rómantískur veiðimaður, hann hefur ekki sett fyrir sig langar göngur til að komast á veiðistað, til dæmis á Arnarvatnsheiðina þar sem hann hefur mokað upp bleikjunni. En hefur dregið úr magnveiðinni og slíkum ferðum, enda ekki hægur leikur að burðast til byggða með svo mikinn feng.Sölvi Björn hefur stundað stangveiði frá blautu barnsbeini, þó hann hafi ekki síst fengist við að veiða fjallableikju slær hann ekki hendinni á móti laxveiði, þegar svo ber undir.visir/jakobEn, Sölvi Björn fúlsar ekki við laxveiðiferð. Nema, svo er kannski ekki um auðugan garð að gresja í hópi rithöfunda? Mýgrútur tónlistarmanna eru forfallnir stangveiðimenn, sem reyndar hafa sumir hverjir fengist við að skrifa um þessa ástríðu sína, svo sem Bubbi og Pálmi Gunnarsson, að ógleymdum Engilbert Jensen fluguhnýtingameistara, Bó og Dóra Braga blúshundi, en eini rithöfundurinn sem Vísir vissi um, svona í fljótu bragði, sem hefur fengist við að tala við Guð með því að kasta flugu út í straumvatn var Mikael Torfason. Hann reyndist klár í slaginn einnig. Einhverjir fleiri? Vigdís Grímsdóttir? Guðbergur? Auður Ava? Guðrún Eva... Hemingway Íslands? Nei, varla. Það þurfti svo sem ekkert fleiri. Þetta var þegar orðið holl -- mjög gott holl, reyndar.Að gera gírinn kláranLaxveiðin hefur farið misvel af stað í ám landsins. Þó talsvert miklum mun betur en í fyrra, ár sem fer í veiðiannaála sem hörmungarár. Þú ferð ekki með Hemingway-a Íslands í dautt vatn og eftir að hafa ráðfært sig við veiðisérfræðing Vísis, Karl Lúðvíksson, þá hafði blaðamaður samband við þá sem nú reka Rangá Ytri. Sú á hefur árum saman verið í á toppi lista yfir ár flestra veiddra laxa, og ævintýralegar frásagnir og margar eru til af því þegar menn hafa verið að rífa þar upp fiskinn í stórum stíl. Ytri-Rangá klikkar ekki. Þeir Rangármenn tóku umleitaninni vel, þeirri að fá að skoða ána og þá þannig að tveir rithöfundar fengju að baða fluguna sína dagstund.Í dótabúðinni. Ómissandi þáttur hverrar veiðiferðar er að koma við hjá Ingó í Vesturröst sem þarna tekur til flugur fyrir Mikka. Það átti eftir að koma sér vel.visir/jakobUndirbúningurinn er mikilvægur þáttur hverrar veiðiferðar. Að fara í veiðibúðina og skeggræða þar við sérfræðinga sem eru viðloðandi búðina -- þeir hanga þar sumir hverjir eins og gráir kettir. „Þetta er alveg sérheimur út af fyrir sig. Veiðibúðin. Bestu veiðibúðirnar, eins og til dæmis Vesturröst, skapa allt að því kaffihúsastemmningu þar sem þú færð að heyra allt sem þú þarft að heyra um veiðina,“ segir Mikki og þangað var haldið. Til að kaupa sökkenda á línuna, taum að ógleymdum flugunum. Rangá er tvíhenduá og þar er helst veitt með svokölluðum laxatúbum. Þetta er eins og fyrir nammióðan krakka að komast í sælgætisbúð. Enda, troðfull búð af vonglöðum veiðimönnum. Ingó í Vesturröst valdi fyrir okkur nokkrar veiðilegar flugur og til að vera með þetta algerlega á hreinu fengum við okkur sérstakar Orvis-derhúfur. Þetta bara gat ekki klikkað.Mikilvægi leiðsögumannsinsOg nú vorum við lagðir af stað, klárir í slaginn. Rithöfundarnir Hemingway-ar Íslands, voru sammála um að íslenskar glæpasögur séu farnar að ganga sér til húðar. Enda eiga þær sér enga sérstaka tengingu við íslenskan raunveruleika öfugt við milljónaþjóðir. Hálfgerð vitleysa. Hér stendur maðurinn grátandi yfir líki konu sinnar og málið liggur fyrir.Sölvi Björn og Mikki huga að veiðistöngunum á húddi veiðibílsins. Bara við það eitt að njóta leiðsagnar og hjálpar gædsins góða, Karls Eyjólfs, umturnuðust menn á svipstundu í umkomulausa menn sem ekki svo mikið sem hnýttu sínar eigin flugur á tauminn.visir/jakobOg einmitt þegar við vorum rétt í þann mun að fara að kryfja stöðuna í útgáfumálum til mergjar renndum við í hlað. Þar tók á móti okkur Karl Eyjólfur Karlsson, framkvæmdastjóri Heggöy Aktiv, norska félagsins sem tekið hefur Ytri-Rangá á leigu. Og það sem meira var, Karl Eyjólfur ætlaði að vera leiðsögumaður okkar. Svo vitnað sé í Bubba Morthens, sem alltaf er ofarlega í huga þegar farið er í veiðiferð; má nánast að sleppa því að fara hafi menn ekki vit á því að fá sér gæd. Rangármenn tóku okkur með kostum og kynjum.Karl EyjólfurEftir kaffi og morgunverð í boði hússins eltum við Karl Eyjólf niður á svæði eitt. Veður var eins og best verður á kosið, stillt og skýjað. Og það byrjaði með látum. Þó bæði Sölvi og Mikki séu reyndir stangveiðimenn hafa þeir ekki áður veitt með tvíhendu. Það kom ekki að sök. Karl Eyjólfur bar rithöfundana á höndum sér, hnýtti flugurnar á línurnar, lánaði stöng og sagði mönnum til.Karl Eyjólfur venti sínu kvæði í kross, þegar hann komst ekki í norsku lögregluna, og fór að gera það sem hann hefur gaman að -- með góðum árangri.visir/jakobKarl Eyjólfur er athyglisverður náungi. Hann starfaði í áratug á árum áður hjá fíkniefnalögreglunni, fluttist þá til Noregs en kona hans var að ljúka sérnámi í læknisfræði. Hann ætlaði sér að komast að hjá norsku lögreglunni, hafði reynsluna og menntun sem hefði átt að duga vel, en þeir Norðmenn eru ferkantaðir, þetta hafði ekki verið gert áður. Karl segist ekki hafa haft neinn áhuga á því að væla í Nojurum, og snéri sér að því sem honum þótti skemmtilegast; að veiði og ferðamálum. Hann reist þar fljótt til áhrifa, byggði meðal annars upp sérhæfða laxveiðiþjónustu sem blómstarar í Norður-Noregi og svo kom þetta verkefni til; að stýra veiðinni í Ytri-Rangá fyrir hið norska fyrirtæki.Mikael með hann á. Sölvi Björn fylgist með viðureigninni og Karl Eyjólfur er tilbúinn með háfinn.visir/jakobKarl Eyjólfur var í rólegheitunum og makindum á bökkum árinnar, að fræða blaðamanninn um að Norðmenn væru bókaðir í Ytri-Rangá í heilan mánuð samfellt, enda hefur verið unnið þar gott markaðsstarf, auk þess sem gestir samanstæðu af allra þjóða kvikindum svo sem Bandaríkjamönnum, Bretum að ógleymdum Spánverjum, sem væru grimmir og sendu veiði sína beint til Spánar, þegar kveður við frá ánni: Já!Hann er á! Ballið var byrjað og með látum, strax á fyrsta veiðistað. Á sama tíma fengu þeir Mikki og Sölvi lax á. Já! Þeir þreyttu fiska sína, og Karl Eyjólfur náði þeim við svo búið í háf. Þannig er að stærri fiskar eru teknir í sérstaka klakkistu og þannig reyndist fiskurinn sem Sölvi Björn var með á. Tveggja ára fiskur. Fiskur Mikka reyndist eilítið minni, árs gamall og hann fer í pottinn. Skömmu síðar fékk Mikki aftur fisk á og landaði honum með aðstoð Karls Eyjólfs. Hann var að taka sitthverja fluguna; þýska snældu, sunray shadow og rauða snældu.Ánægðir veiðimenn. Sölvi Björn, Mikael og Karl Eyjólfur. Þessi fiskur fer í pottinn, eða verður heilgrillaður troðinn með kryddjurtum og sítrónu.visir/jakobVið færðum okkur á annan veiðistað, ofar í ánni, og þar fékk Sölvi Björn risafisk á færi sitt. Miklu stærri en þann sem hann náði áður þannig að hann hafði samanburðinn á hreinu. En, eftir 20 mínútna viðureign reif hann sig lausan; þetta gat ekki verið betra: Við komum í bæinn, með fisk og meira að segja með dagsanna veiðisögu sem enginn á eftir að trúa.Land Crusier fyrir gæderíVeiðimennirnir velta því fyrir sér af hverju þeir gerðust ekki einfaldlega milljónamæringar, alltaf í laxveiði og svona? Já, það er góð spurning. Allir þrír eru sæmilega reyndir veiðimenn, en Mikki furðar sig á því hvernig þeir breyttust umsvifalaust í það að verða umkomulausir sem ungabörn við það að hafa góðan leiðsögumann sér til fulltingis. Já, það má venjast þessu lífi.Laxinn sem Sölvi Björn landaði reyndist yfir 70 sentímetrum, þannig að hann fer í klakkistuna. Karl Eyjólfur er klár með háfinn en þangað fer laxinn eftir að hafa sinnt fyrirsætustörfum.visir/jakobEn, vantar ekki eitthvað inní þetta? Eins og spurningunni: Hvernig gerst menn milljónamæringar? Jámm, eða þá kannski bara leiðsögumenn? Er það eitthvað? Fara á leiðsögumannanámskeið? Sölvi Björn segir að það hljóti að vera ágætt, þjórfé sé oft gott og segir ævintýralega sögu af einum slíkum sem var að sjá um hóp erlendra milljarðamæringa sem hófu veiðiferðina á því að kaupa sér Land Cruiser-jeppa. Kvöddu svo leiðsögumanninn úti á flugvelli með því að afhenda honum lyklana. „Ekki svo langt síðan. Þetta er íbúðaverð,“ segir Sölvi Björn.Lífið í samhengiBlaðamaðurinn reynir að kreista út úr þeim Mikka og Sölva Birni eitthvað sem setja má í samhengi; veiði og ritstörf? Mikka þykir þetta alveg fáránlega klén spurning og hálfdrepur hana í bílnum á milli veiðistaða, segir þetta eins og ömurlega ritgerðarspurningu í barnaskóla: Hvernig var sumarið þitt? En, hann kemst ekki upp með dólg við aðstæður sem þessar: „Jæja, ók. Veiðin er auðvitað fyrst og síðast eitthvað sem getur bjargað geðheilsu rithöfundarins. Undangengið ár hef ég verið að klára bók sem kemur út fyrir jólin. Slík vinna krefst mikillar einbeitingar og er innivera sem maður vinnur aleinn. Að komast allt í einu út í guðsgræna náttúruna með félögum og finna fyrir veiðieðlinu er ómetanlegt. Allt í einu er allt lífið komið í samhengi.“
Tengdar fréttir Feðraveldið rassskellt á Hvaleyrinni Brynjar Níelsson og golfblaðamaðurinn voru teknir í bakaríið af vöskum FH-stelpum, þeim Þorgerði Katrínu og Kristínu Pétursdóttur í grátlegri golfkeppni um helgina. 25. júní 2015 07:00 Glæpsamlega gott golfmót á Spáni Þúsundir íslenskra golfara fara utan á ári hverju til að spila golf. Costa Blanca Open golfmótið var haldið nýlega á fjórum völlum á Alicante-svæðinu. 8. maí 2015 08:45 Rándýrt holl á Grafarholtsvelli Í harðri rimmu á Grafarholtsvelli fór refurinn Jón Steinar með sigur af hólmi gegn blaðamanni Fréttablaðsins; með útsjónarsemi og þrautseigju. 11. júní 2015 07:00 Fjallganga: Tindurinn sigraður með Reyni Trausta Hvað í ósköpunum dregur þúsundir Íslendinga á fjöll reglulega? Jakob Bjarnar reyndi að finna út úr því í góðum félagsskap Reynis Traustasonar og Ólafs Sveinssonar en þeir gengu á Helgafell nú í vikunni. 2. júlí 2015 07:00 Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði
Feðraveldið rassskellt á Hvaleyrinni Brynjar Níelsson og golfblaðamaðurinn voru teknir í bakaríið af vöskum FH-stelpum, þeim Þorgerði Katrínu og Kristínu Pétursdóttur í grátlegri golfkeppni um helgina. 25. júní 2015 07:00
Glæpsamlega gott golfmót á Spáni Þúsundir íslenskra golfara fara utan á ári hverju til að spila golf. Costa Blanca Open golfmótið var haldið nýlega á fjórum völlum á Alicante-svæðinu. 8. maí 2015 08:45
Rándýrt holl á Grafarholtsvelli Í harðri rimmu á Grafarholtsvelli fór refurinn Jón Steinar með sigur af hólmi gegn blaðamanni Fréttablaðsins; með útsjónarsemi og þrautseigju. 11. júní 2015 07:00
Fjallganga: Tindurinn sigraður með Reyni Trausta Hvað í ósköpunum dregur þúsundir Íslendinga á fjöll reglulega? Jakob Bjarnar reyndi að finna út úr því í góðum félagsskap Reynis Traustasonar og Ólafs Sveinssonar en þeir gengu á Helgafell nú í vikunni. 2. júlí 2015 07:00