Mokið heldur áfram í Þingvallavatni Karl Lúðvíksson skrifar 8. júlí 2015 13:00 Flott morgunveiði á Þingvöllum í sumar Veiðin í Þingvallavatni heldur áfram að vera góð og bleikjan virðist vera í miklu tökustuði þessa dagana. Það hafa örugglega flestir veitt eitthvað þó mismikið úr vatninu í sumar en þeir sem þekkja það vel og nota réttu aðferðirnar við veiðarnar eru að gera frábæra veiði dag eftir dag. Það veiðist sem fyrr langsamlega mest á flugu en miklu minna á beitu og spún sem ætti að vera hvatning fyrir þá sem vilja ná árangri í vatninu til að læra að kasta flugu. Algeng morgunveiði hjá þeim vanari við vatnið getur farið upp í 10-15 bleikjur og stundum meira. Veiðimaður sem var við vatnið í fyrradag náði 32 bleikjum yfir daginn og allt á sama stað og meira og minna á sömu fluguna en hann notaði litla þykka Mobuto númer #12. Einhverjir hafa þó farið heim án þess að verða varir nema þá helst einhverjar murtutökur og skiljanlega er þolinmæðin gagnvart vatninu ekki mikil ef árangurinn er lítill dag eftir dag. Við settum inn grein um það hvernig má ná sem bestum árangri í vatninu fyrir skemmstu og til að hjálpa þeim sem eru jafnvel að taka sín fyrstu skref í veiðinni við vatnið hvetjum við þá til að lesa hana en greina má finna hér. Ef þú vilt deila með okkur veiðinni þinni í sumar endilega sendu okkur póst á kalli@365.is Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði
Veiðin í Þingvallavatni heldur áfram að vera góð og bleikjan virðist vera í miklu tökustuði þessa dagana. Það hafa örugglega flestir veitt eitthvað þó mismikið úr vatninu í sumar en þeir sem þekkja það vel og nota réttu aðferðirnar við veiðarnar eru að gera frábæra veiði dag eftir dag. Það veiðist sem fyrr langsamlega mest á flugu en miklu minna á beitu og spún sem ætti að vera hvatning fyrir þá sem vilja ná árangri í vatninu til að læra að kasta flugu. Algeng morgunveiði hjá þeim vanari við vatnið getur farið upp í 10-15 bleikjur og stundum meira. Veiðimaður sem var við vatnið í fyrradag náði 32 bleikjum yfir daginn og allt á sama stað og meira og minna á sömu fluguna en hann notaði litla þykka Mobuto númer #12. Einhverjir hafa þó farið heim án þess að verða varir nema þá helst einhverjar murtutökur og skiljanlega er þolinmæðin gagnvart vatninu ekki mikil ef árangurinn er lítill dag eftir dag. Við settum inn grein um það hvernig má ná sem bestum árangri í vatninu fyrir skemmstu og til að hjálpa þeim sem eru jafnvel að taka sín fyrstu skref í veiðinni við vatnið hvetjum við þá til að lesa hana en greina má finna hér. Ef þú vilt deila með okkur veiðinni þinni í sumar endilega sendu okkur póst á kalli@365.is
Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði