Jonathan Vegas og Scott Langley leiða á Greenbrier Classic eftir 36 holur en þeir hafa leikið Old White TPC völlinn á níu höggum undir pari.
Margir kylfingar koma rétt á eftir á átta og sjö höggum undir pari en skor þátttakenda hingað til hefur verið mjög gott enda flatirnar mjúkar og aðstæður með besta móti.
Tiger Woods virðist vera að hrista af sér slenið eftir slæma byrjun á árinu en hann hefur leikið fyrstu tvo hringina vel og er ofarlega á skortöflunni.
Tiger er á fimm höggum undir pari eftir hringina tvo, aðeins fjórum höggum frá efstu mönnum og getur hæglega blandað sér í baráttuna um sigurinn á sunnudag með góðum þriðja hring.
Greenbrier Classic verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina en útsending frá þriðja hring hefst klukkan 17:00 á morgun, laugardag.
Mörg góð skor á Greenbrier - Tiger enn í toppbaráttunni
Kári Örn Hinriksson skrifar

Mest lesið



Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum
Enski boltinn



Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi
Enski boltinn

Lehmann færir sig um set á Ítalíu
Fótbolti


„Einhver vildi losna við mig“
Fótbolti
