Tæplega 10 klukkustunda bið Þróttar eftir marki lauk í gær Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júlí 2015 15:00 Stelpurnar hennar Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur hafa ekki raðað inn mörkunum í sumar. vísir/ernir Þróttur skoraði sitt fyrsta mark í Pepsi-deild kvenna í gær þegar liðið sótti Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar heim. Fyrir leikinn í gær hafði Þróttur leikið sex leiki án þess að skora og loks þegar stíflan brast á 33. mínútu höfðu Þróttarar beðið í 573 mínútur eftir fyrsta deildarmarkinu, eða næstum því 10 klukkutíma. Tæknilega séð eru Þróttarar ekki enn búnir að skora í deildinni en mark liðsins í gær var skráð sem sjálfsmark. En burtséð frá því dugði markið skammt því Stjarnan vann leikinn 5-1. Þrátt fyrir markaleysið er Þróttur, ótrúlegt en satt, ekki á botni deildarinnar. Liðið hefur fengið tvö stig í sumar, einu meira en Afturelding sem vermir botnsætið. Þróttur á auk þess leik inni á Mosfellinga og getur með sigri í þeim leik komið sér í eins stigs fjarlægð frá öruggu sæti. Lið Aftureldingar hefur verið álíka seinheppið fyrir framan mark andstæðinganna en liðið hefur aðeins gert þrjú mörk í átta leikjum. Mosfellingar þurftu þó „aðeins“ að bíða í 94 mínútur eftir sínu fyrsta deildarmarki en það kom í öðrum leik liðsins gegn Breiðabliki. KR, sem er í 8. sæti, beið næstlengst eftir marki, eða í 250 mínútur. Það var Margrét María Hólmarsdóttir sem skoraði fyrsta mark liðsins í þriðja leik þess í deildinni gegn Breiðabliki.Hér fyrir neðan má sjá hversu lengi liðin þurftu að bíða eftir sínu fyrsta marki í Pepsi-deildinni í sumar: Breiðablik - 18 mínútur Stjarnan - 62 mínútur Selfoss - 131 mínútur ÍBV - 66 mínútur Valur - 16 mínútur Þór/KA - 50 mínútur Fylkir - 12 mínútur KR - 250 mínútur Þróttur - 573 mínútur Afturelding - 94 mínútur Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Stjörnukonur aftur upp í annað sætið | Myndir Stjarnan minnkaði forskot Breiðabliks í fjögur stig á toppi Pepsi-deildar kvenna þegar liðið vann fjögurra marka sigur á Þrótti í kvöld, 5-1, þegar liðin mættust á Samsung-vellinum í Garðabænum í lokaleik áttundu umferðar. 30. júní 2015 21:08 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Þróttur skoraði sitt fyrsta mark í Pepsi-deild kvenna í gær þegar liðið sótti Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar heim. Fyrir leikinn í gær hafði Þróttur leikið sex leiki án þess að skora og loks þegar stíflan brast á 33. mínútu höfðu Þróttarar beðið í 573 mínútur eftir fyrsta deildarmarkinu, eða næstum því 10 klukkutíma. Tæknilega séð eru Þróttarar ekki enn búnir að skora í deildinni en mark liðsins í gær var skráð sem sjálfsmark. En burtséð frá því dugði markið skammt því Stjarnan vann leikinn 5-1. Þrátt fyrir markaleysið er Þróttur, ótrúlegt en satt, ekki á botni deildarinnar. Liðið hefur fengið tvö stig í sumar, einu meira en Afturelding sem vermir botnsætið. Þróttur á auk þess leik inni á Mosfellinga og getur með sigri í þeim leik komið sér í eins stigs fjarlægð frá öruggu sæti. Lið Aftureldingar hefur verið álíka seinheppið fyrir framan mark andstæðinganna en liðið hefur aðeins gert þrjú mörk í átta leikjum. Mosfellingar þurftu þó „aðeins“ að bíða í 94 mínútur eftir sínu fyrsta deildarmarki en það kom í öðrum leik liðsins gegn Breiðabliki. KR, sem er í 8. sæti, beið næstlengst eftir marki, eða í 250 mínútur. Það var Margrét María Hólmarsdóttir sem skoraði fyrsta mark liðsins í þriðja leik þess í deildinni gegn Breiðabliki.Hér fyrir neðan má sjá hversu lengi liðin þurftu að bíða eftir sínu fyrsta marki í Pepsi-deildinni í sumar: Breiðablik - 18 mínútur Stjarnan - 62 mínútur Selfoss - 131 mínútur ÍBV - 66 mínútur Valur - 16 mínútur Þór/KA - 50 mínútur Fylkir - 12 mínútur KR - 250 mínútur Þróttur - 573 mínútur Afturelding - 94 mínútur
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Stjörnukonur aftur upp í annað sætið | Myndir Stjarnan minnkaði forskot Breiðabliks í fjögur stig á toppi Pepsi-deildar kvenna þegar liðið vann fjögurra marka sigur á Þrótti í kvöld, 5-1, þegar liðin mættust á Samsung-vellinum í Garðabænum í lokaleik áttundu umferðar. 30. júní 2015 21:08 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Stjörnukonur aftur upp í annað sætið | Myndir Stjarnan minnkaði forskot Breiðabliks í fjögur stig á toppi Pepsi-deildar kvenna þegar liðið vann fjögurra marka sigur á Þrótti í kvöld, 5-1, þegar liðin mættust á Samsung-vellinum í Garðabænum í lokaleik áttundu umferðar. 30. júní 2015 21:08