Þegar laxinn tekur litlu flugurnar Karl Lúðvíksson skrifar 18. júlí 2015 16:16 Haugur Micro fluga er vinsæl fluga Mynd: www.veidivon.is Það er orðið deginum ljósara að sumarið er að skila mun betri laxveiði enn í fyrra og árnar eiga ennþá mikið inni. Þegar glöggvað er í veiðibækurnar er gaman að sjá hversu góð aflabrögðin eru, hvaða veiðistaðir eru að gefa best og svo auðvitað hvað hann er að taka. Núna eru árnar flestar í kjörvatni, með einhverjum undantekningum þó, og þá eru skilyrðin til fluguveiða einstök. Við þessi skilyrði er mest veitt á flotlínur en í einhverjum hyljum þarf þó stundum að nota sökkenda til að koma flugunni niður. Svo þegar það kemur að fluguvalinu fá margir veiðimenn mikinn valkvíða enda úrvalið í mörgum boxum ótrúlega mikið. Þegar þú kemur á veiðistað, t.d. fallega breiðu, og gefum okkur það að veðrið sé þér þokkalega hliðhollt og flotlínan sé klár á stönginni, byrja flestir vanir veiðimenn á litlum flugum. Stærðirnar sem rætt er um í litlum flugum í laxveiði eru t.d. 18-14#. Þetta eru fyrir mannsaugað agnarsmáar flugur og það er í auga leikmannsins furðulegt að laxinn skuli í stórum hyl taka svona litlar flugur en það gerir hann og oft betur en stórar flugur í góðum skilyrðum. Margendutekinn er sagan af veiðimönnum sem voru búnir að berja hyl með stærri flugum en tóku svo eitt rennsli með orflugu og þá fór hann að taka. Af hverju laxinn tekur oft litlu flugurnar betur er erfitt að segja en vanir veiðimenn halda því gjarnan á lofti að laxinn sjái vel langt frá sér og minna agn sé betri tæling. Ef veiðibækurnar í veiðihúsum við t.d. Norðurá, Þverá, Langá, Haffjarðará, Hrútafjarðará, Vatnsdalsá, Laxá í Kjós, Grímsá og Laxá í Dölum eru skoðaðar sem dæmi eru flestir laxarnir að taka stærðir 12-18# og mikil aukning er einnig í "Hitch" eða gáruflugu veiðum. Þegar þú verslar eða hnýtir þínar flugur fyrir næsta laxveiðitúr þá ættir þú, ef þú átt þær ekki nú þegar, að kaupa þér örflugurnar í stærðum 14-18# og eiga t.d. Frances (auðvitað) Collie Dog, Haugur, Black and Blue, Sweep, Monreo Killer, Green Butt, Kolskegg og Blue Charm í þessum stærðum. Auðvitað er þetta ekki tæmandi listi en ef þú átt þér uppáhalds flugu er örugglega til örútgáfa af henni og þú ættir í alvöru að prófa hana í næsta hyl. Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði
Það er orðið deginum ljósara að sumarið er að skila mun betri laxveiði enn í fyrra og árnar eiga ennþá mikið inni. Þegar glöggvað er í veiðibækurnar er gaman að sjá hversu góð aflabrögðin eru, hvaða veiðistaðir eru að gefa best og svo auðvitað hvað hann er að taka. Núna eru árnar flestar í kjörvatni, með einhverjum undantekningum þó, og þá eru skilyrðin til fluguveiða einstök. Við þessi skilyrði er mest veitt á flotlínur en í einhverjum hyljum þarf þó stundum að nota sökkenda til að koma flugunni niður. Svo þegar það kemur að fluguvalinu fá margir veiðimenn mikinn valkvíða enda úrvalið í mörgum boxum ótrúlega mikið. Þegar þú kemur á veiðistað, t.d. fallega breiðu, og gefum okkur það að veðrið sé þér þokkalega hliðhollt og flotlínan sé klár á stönginni, byrja flestir vanir veiðimenn á litlum flugum. Stærðirnar sem rætt er um í litlum flugum í laxveiði eru t.d. 18-14#. Þetta eru fyrir mannsaugað agnarsmáar flugur og það er í auga leikmannsins furðulegt að laxinn skuli í stórum hyl taka svona litlar flugur en það gerir hann og oft betur en stórar flugur í góðum skilyrðum. Margendutekinn er sagan af veiðimönnum sem voru búnir að berja hyl með stærri flugum en tóku svo eitt rennsli með orflugu og þá fór hann að taka. Af hverju laxinn tekur oft litlu flugurnar betur er erfitt að segja en vanir veiðimenn halda því gjarnan á lofti að laxinn sjái vel langt frá sér og minna agn sé betri tæling. Ef veiðibækurnar í veiðihúsum við t.d. Norðurá, Þverá, Langá, Haffjarðará, Hrútafjarðará, Vatnsdalsá, Laxá í Kjós, Grímsá og Laxá í Dölum eru skoðaðar sem dæmi eru flestir laxarnir að taka stærðir 12-18# og mikil aukning er einnig í "Hitch" eða gáruflugu veiðum. Þegar þú verslar eða hnýtir þínar flugur fyrir næsta laxveiðitúr þá ættir þú, ef þú átt þær ekki nú þegar, að kaupa þér örflugurnar í stærðum 14-18# og eiga t.d. Frances (auðvitað) Collie Dog, Haugur, Black and Blue, Sweep, Monreo Killer, Green Butt, Kolskegg og Blue Charm í þessum stærðum. Auðvitað er þetta ekki tæmandi listi en ef þú átt þér uppáhalds flugu er örugglega til örútgáfa af henni og þú ættir í alvöru að prófa hana í næsta hyl.
Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði