Vilborg fer þar með „úr gallanum í glamúrinn“ eins og hún orðar það á Instagram síðu sinni. Hingað til hefur hún vakið athygli fyrir göngur á póla jarðarinnar og tilraunir til að ganga á hæsta tind heims, Everest fjall.
„Ég hlakka til að ganga til liðs við öflugt og skapandi starfsfólk Sagafilm og takast á við ný og krefjandi verkefni,“ segir Vilborg. Hún er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og BA gráðu í ferðamálafræðum. Vilborg hefur víðtæka reynslu í sölu og markaðsmálum auk fjármögnun hinna ýmsu verkefna. Hún hefur einnig starfað sem stundakennari og unnið að fjölbreyttum ráðgjafaverkefnum.
„Vilborg verður mjög mikilvægur liðstyrkur í Sagafilm teymið fyrir næsta haust því mörg stór verkefni að fara í loftið t.d. The Voice og Biggest Loser III á Skjáeinum, Réttur á Stöð 2 og Sprotarnir á RÚV. Við þökkum einnig Öldu Karen fyrir frábært samstarf síðustu ár og óskum henni velfarnaðar á nýjum vettvangi,” segir Ragnar Arnarsson forstjóri Sagafilm.