Heimagert majónes sigga dögg skrifar 14. júlí 2015 15:00 Heimagert majónes af vefsíðunni vinotek.is Vísir/Skjáskot Ef leitast er eftir því að minnka sykurinn þá er þjóðráð að kíkja á innihaldslýsingar keyptra sósa úr búðum, oftar en ekki er sykur þriðja eða fjórða hráefnið í slíkum vörum. Dæmi um slíkt er majónes. Nú eru margir á farandsfæti um landið og eflaust eitt salat eða sósa með í för sem inniheldur majónes. Það að ferðast um landið þarf ekki að þýða óhollusta þó löngun í kremað salat gerir vart við sig. Það er leikur einn að hræra saman heimagert majónes, án alls sykurs og annarra sætuefni. Hér er uppskrift að heimagerðu majónesi fengin frá vefsíðunni Vinotek. Innihald: 3 egg 2 vænar msk Dijon-sinnep - má sleppa, það er hunang í dijon sinnepi 6 dl matarolía safi úr hálfri sítrónu (ca 0,5 dl) salt og pipar Aðferð Setjið egg og sinnep í matvinnsluvél og hrærið vel saman. Hellið olíunni smám saman út í og látið vélina þeyta allan tímann. Blandan fer að þykkna mjög hratt. Bætið sítrónusafanum út í. Bragðið til með salti og pipar. Uppskriftir Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið
Ef leitast er eftir því að minnka sykurinn þá er þjóðráð að kíkja á innihaldslýsingar keyptra sósa úr búðum, oftar en ekki er sykur þriðja eða fjórða hráefnið í slíkum vörum. Dæmi um slíkt er majónes. Nú eru margir á farandsfæti um landið og eflaust eitt salat eða sósa með í för sem inniheldur majónes. Það að ferðast um landið þarf ekki að þýða óhollusta þó löngun í kremað salat gerir vart við sig. Það er leikur einn að hræra saman heimagert majónes, án alls sykurs og annarra sætuefni. Hér er uppskrift að heimagerðu majónesi fengin frá vefsíðunni Vinotek. Innihald: 3 egg 2 vænar msk Dijon-sinnep - má sleppa, það er hunang í dijon sinnepi 6 dl matarolía safi úr hálfri sítrónu (ca 0,5 dl) salt og pipar Aðferð Setjið egg og sinnep í matvinnsluvél og hrærið vel saman. Hellið olíunni smám saman út í og látið vélina þeyta allan tímann. Blandan fer að þykkna mjög hratt. Bætið sítrónusafanum út í. Bragðið til með salti og pipar.
Uppskriftir Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið