Signý: Tilfinningin er ólýsanleg Kristinn Páll Teitsson á Akranesi skrifar 26. júlí 2015 18:34 Signý fagnar að mótinu loknu. Vísir/GSÍ „Tilfinningin er eiginlega bara ólýsanleg, þetta er ótrúlega góð tilfinning,“ sagði Signý Arnórsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Keili, í skýjunum eftir að hafa borið sigur úr býtum í Íslandsmótinu í höggleik í kvennaflokki. „Ég er mjög ánægð með spilamennskuna heilt yfir í mótinu. Ég vissi fyrir daginn að ég þyrfti að vera róleg og yfirveguð í dag og halda mig við það sem ég var að gera. Svo voru flatirnar voru betri í dag eftir rigninguna í nótt sem skilaði sér í betri spilamennsku hjá öllum spilurum held ég.“ Signý var lítið að velta sér upp úr keppinautum hennar í dag en Valdís Þóra Jónsdóttir sótti hart að henni á sínum heimavelli. Þá var Ólafía Þórunn Kristinsdóttir aldrei langt undan en þær voru saman í ráshóp. „Ég vissi ekki að Valdís væri að spila svona fáránlega vel, ég vissi hvernig Ólafía var að spila en ég hafði ekki hugmynd um að Valdís hefði spilað jafn vel og hún gerði.“ Signý fékk skolla á 13. og 14. braut og gaf með því Ólafíu og Valdísi tækifæri á að ná henni en hún sagðist lítið hafa velt sér upp úr töpuðu höggunum. Hún bætti upp fyrir það með fugli á sautjándu holu sem á endanum skilaði henni titlinum. „Ég þurfti að taka víti á þrettándu sem var hundfúlt og svo er fjórtánda erfið par 3 hola svo ég var ekki að hugsa of mikið út í þetta. Ég vissi að það væru fjórar holur eftir og ég hefði eins höggs forskot. Svo þegar fuglinn datt á sautjándu, ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Þetta var sætasta pútt ferilsins,“ sagði Signý sem viðurkenndi að hún hefði ekki haft hugmynd að síðasta pútt dagsins hefði verið til þess að tryggja titilinn. „Ég hafði ekki hugmynd,“ sagði Signý sem sá jákvæðu hliðina á því að kylfuberi hennar hefði vitað þetta en ekki sagt henni tíðindin. „Ég held að það hafi bara verið betra að ég vissi þetta ekki. Golf Tengdar fréttir Signý Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn Signý Arnórsdóttir úr Golfklúbbnum Keili varð Íslandsmeistari í höggleik í dag en hún lék hringinn á þremur höggum undir pari,. 26. júlí 2015 16:55 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
„Tilfinningin er eiginlega bara ólýsanleg, þetta er ótrúlega góð tilfinning,“ sagði Signý Arnórsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Keili, í skýjunum eftir að hafa borið sigur úr býtum í Íslandsmótinu í höggleik í kvennaflokki. „Ég er mjög ánægð með spilamennskuna heilt yfir í mótinu. Ég vissi fyrir daginn að ég þyrfti að vera róleg og yfirveguð í dag og halda mig við það sem ég var að gera. Svo voru flatirnar voru betri í dag eftir rigninguna í nótt sem skilaði sér í betri spilamennsku hjá öllum spilurum held ég.“ Signý var lítið að velta sér upp úr keppinautum hennar í dag en Valdís Þóra Jónsdóttir sótti hart að henni á sínum heimavelli. Þá var Ólafía Þórunn Kristinsdóttir aldrei langt undan en þær voru saman í ráshóp. „Ég vissi ekki að Valdís væri að spila svona fáránlega vel, ég vissi hvernig Ólafía var að spila en ég hafði ekki hugmynd um að Valdís hefði spilað jafn vel og hún gerði.“ Signý fékk skolla á 13. og 14. braut og gaf með því Ólafíu og Valdísi tækifæri á að ná henni en hún sagðist lítið hafa velt sér upp úr töpuðu höggunum. Hún bætti upp fyrir það með fugli á sautjándu holu sem á endanum skilaði henni titlinum. „Ég þurfti að taka víti á þrettándu sem var hundfúlt og svo er fjórtánda erfið par 3 hola svo ég var ekki að hugsa of mikið út í þetta. Ég vissi að það væru fjórar holur eftir og ég hefði eins höggs forskot. Svo þegar fuglinn datt á sautjándu, ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Þetta var sætasta pútt ferilsins,“ sagði Signý sem viðurkenndi að hún hefði ekki haft hugmynd að síðasta pútt dagsins hefði verið til þess að tryggja titilinn. „Ég hafði ekki hugmynd,“ sagði Signý sem sá jákvæðu hliðina á því að kylfuberi hennar hefði vitað þetta en ekki sagt henni tíðindin. „Ég held að það hafi bara verið betra að ég vissi þetta ekki.
Golf Tengdar fréttir Signý Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn Signý Arnórsdóttir úr Golfklúbbnum Keili varð Íslandsmeistari í höggleik í dag en hún lék hringinn á þremur höggum undir pari,. 26. júlí 2015 16:55 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Signý Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn Signý Arnórsdóttir úr Golfklúbbnum Keili varð Íslandsmeistari í höggleik í dag en hún lék hringinn á þremur höggum undir pari,. 26. júlí 2015 16:55