Sexföldum Íslandsmeistara meinað að nota golfbíl Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. júlí 2015 07:30 Björgvin slær hér upphafshögg. Vísir/GVA Björgvin Þorsteinsson sem hefur sex sinnum staðið uppi sem Íslandsmeistari tekur um helgina í þátt í Íslandsmótinu í 53. skiptið í röð. Hann sótti um sérsaklega að fá að nota golfbíl á mótinu í ljósi þess að hann sé að berjast við krabbamein en mótastjórn Íslandsmótið hafnaði því. Þetta staðfesti Björgvin í samtali við Morgunblaðið í dag. Björgvin segir frá því að hann hafi sótt um að fá að nota golfbíl í ljósi þess að hann sé í lyfjameðferð síðan í byrjun maí sem gerir honum erfitt með gang. Þrátt fyrir að beiðni Björgvins hafi verið hafnað segist hann þó ætla að taka þátt í mótinu. „Ég ætla að spila, þetta svar kemur mér í raun ekki á óvart í ljósi afstöðu GSÍ gagnvart stráknum í Mosfellsbæ en ég vildi láta á þetta reyna. Það var illa farið með hann,“ sagði Björgvin sem vitnaði í ákvörðun GSÍ eftir að Kári Örn Hinriksson sótti um heimild fyrir notkun golfbíls á Eimskipsmótaröðinni. Kári Örn berst við krabbamein og gat ekki tekið þátt á heimavelli sínum án golfbíls en hafnaði GSÍ beiðni hans á þeim grundvelli að það myndi opna á það að fleiri keppendur gætu beðið um bíl síðar. Björgvin staðfesti síðar við Morgunblaðið að hann ætlaði að gera sitt besta um helgina þrátt fyrir synjun Golfsambandsins en hann hefur leik klukkan 09.20 upp á Skaga. „Ég ætla að ganga eins og ég get og láta á það reyna hvort ég geti klárað. Það fer eflaust að síga í á morgun en ég mun reyna að komast í gegnum niðurskurðinn eins og mér tókst í fyrra,“ sagði fyrrum Íslandsmeistarinn. Golf Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Björgvin Þorsteinsson sem hefur sex sinnum staðið uppi sem Íslandsmeistari tekur um helgina í þátt í Íslandsmótinu í 53. skiptið í röð. Hann sótti um sérsaklega að fá að nota golfbíl á mótinu í ljósi þess að hann sé að berjast við krabbamein en mótastjórn Íslandsmótið hafnaði því. Þetta staðfesti Björgvin í samtali við Morgunblaðið í dag. Björgvin segir frá því að hann hafi sótt um að fá að nota golfbíl í ljósi þess að hann sé í lyfjameðferð síðan í byrjun maí sem gerir honum erfitt með gang. Þrátt fyrir að beiðni Björgvins hafi verið hafnað segist hann þó ætla að taka þátt í mótinu. „Ég ætla að spila, þetta svar kemur mér í raun ekki á óvart í ljósi afstöðu GSÍ gagnvart stráknum í Mosfellsbæ en ég vildi láta á þetta reyna. Það var illa farið með hann,“ sagði Björgvin sem vitnaði í ákvörðun GSÍ eftir að Kári Örn Hinriksson sótti um heimild fyrir notkun golfbíls á Eimskipsmótaröðinni. Kári Örn berst við krabbamein og gat ekki tekið þátt á heimavelli sínum án golfbíls en hafnaði GSÍ beiðni hans á þeim grundvelli að það myndi opna á það að fleiri keppendur gætu beðið um bíl síðar. Björgvin staðfesti síðar við Morgunblaðið að hann ætlaði að gera sitt besta um helgina þrátt fyrir synjun Golfsambandsins en hann hefur leik klukkan 09.20 upp á Skaga. „Ég ætla að ganga eins og ég get og láta á það reyna hvort ég geti klárað. Það fer eflaust að síga í á morgun en ég mun reyna að komast í gegnum niðurskurðinn eins og mér tókst í fyrra,“ sagði fyrrum Íslandsmeistarinn.
Golf Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira