Veður gerir veiðimönnum erfitt um vik Karl Lúðvíksson skrifar 20. júlí 2015 22:03 Það er ekkert skyrtuveður við laxveiðiárnar núna. Mikið hvassviðri hefur verið víða á landinu síðustu tvo daga og hefur það gert veiðimönnum erfitt um vik. Það er ansi erfitt að kasta flugu í 20-25 metrum á sekúndu en þetta er það sem veiðimenn hafa verið að glíma við. Við þessar aðstæður er allt reynt. Þyngja línur, nota þyngri flugur og koma sér þannig fyrir að það sé hægt að kasta undan vindi. Þó það takist að kasta undan vindi grípur rokið og aldan á veiðistöðunum línu og flugu þannig að flugan veiðir staðinn illa. Sem betur fer er spáin á þann veg að það á að lægja undir miðja viku og í lok vikunnar á að verða hægviðri víðast hvar. Hitatölurnar eru þó ekki til að hrópa húrra fyrir en varla sést í tveggja stafa tölur norðanlands í langtímaspánni og hitatölurnar fyrir aðra landshluta, ef hitatölur má kalla, minna frekar á maí heldur en miðjan júlí. Af þrennu sem er í boði, gott veður, góð veiði og gott vatn, eru veiðimenn þó víðast í laxveiðiánum að fá tvennt af þessu, það er góð veiði og gott vatn. Á meðan staðan er þannig er um að gera að vera bara þakklátur fyrir að það sé alla vega nóg af laxi í ánum að kasta fyrir og þó það sé pínu erfitt er það bara meiri áskorun. Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði
Mikið hvassviðri hefur verið víða á landinu síðustu tvo daga og hefur það gert veiðimönnum erfitt um vik. Það er ansi erfitt að kasta flugu í 20-25 metrum á sekúndu en þetta er það sem veiðimenn hafa verið að glíma við. Við þessar aðstæður er allt reynt. Þyngja línur, nota þyngri flugur og koma sér þannig fyrir að það sé hægt að kasta undan vindi. Þó það takist að kasta undan vindi grípur rokið og aldan á veiðistöðunum línu og flugu þannig að flugan veiðir staðinn illa. Sem betur fer er spáin á þann veg að það á að lægja undir miðja viku og í lok vikunnar á að verða hægviðri víðast hvar. Hitatölurnar eru þó ekki til að hrópa húrra fyrir en varla sést í tveggja stafa tölur norðanlands í langtímaspánni og hitatölurnar fyrir aðra landshluta, ef hitatölur má kalla, minna frekar á maí heldur en miðjan júlí. Af þrennu sem er í boði, gott veður, góð veiði og gott vatn, eru veiðimenn þó víðast í laxveiðiánum að fá tvennt af þessu, það er góð veiði og gott vatn. Á meðan staðan er þannig er um að gera að vera bara þakklátur fyrir að það sé alla vega nóg af laxi í ánum að kasta fyrir og þó það sé pínu erfitt er það bara meiri áskorun.
Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði