Nýtt Sportveiðiblað er komið út Karl Lúðvíksson skrifar 9. ágúst 2015 15:00 Nýtt Sportveiðiblað kom út á dögunum og er blaðið sem fyrr fullt af skemmtilegum greinum um sportveiðar. Í blaðinu má meðal annars finna viðtal við Bjarna Júlíusson fyrrum formann SVFR sem á dögunum setti fram áhugaverða kenningu um tengingu milli laxveiða og karfaveiða. Rætt er við Stefán Hrafn Magnússon hreindýrabónda á Grænlandi en hann hefur lengi haldið úti þjónustu við Íslenska og erlenda veiðimenn sem leita til Grænlands í silungs- og hreindýraveiðar. Í blaðinu er líka veiðistaðalýsing á Brúará eftir Árna Kristinn SKúlason þar sem hann fer yfir þessa skemmtilegu á sem allir vilja kunna betur á. Umfjöllun um ósasvæði Laxár á Ásum sem hefur verið betur þekkt sem besta laxveiðiá landsins en hefur líka að geyma eitt skemmtilegasta sjóbleikjusvæði norðurlands. Einnig er í blaðinu að finna greinar um Litluá í Kelduhverfi, Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi og margt fleira. Mest lesið "Staðan í laxveiði verri en við óttuðumst" - Neyðarkall frá veiðileyfasölum Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá komin yfir 1.000 laxa Veiði Minni laxveiði en 2014 Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Sjóbirtingstímabilinu 2011 lokið Veiði Flottar bleikjur að veiðast í Þingvallavatni Veiði
Nýtt Sportveiðiblað kom út á dögunum og er blaðið sem fyrr fullt af skemmtilegum greinum um sportveiðar. Í blaðinu má meðal annars finna viðtal við Bjarna Júlíusson fyrrum formann SVFR sem á dögunum setti fram áhugaverða kenningu um tengingu milli laxveiða og karfaveiða. Rætt er við Stefán Hrafn Magnússon hreindýrabónda á Grænlandi en hann hefur lengi haldið úti þjónustu við Íslenska og erlenda veiðimenn sem leita til Grænlands í silungs- og hreindýraveiðar. Í blaðinu er líka veiðistaðalýsing á Brúará eftir Árna Kristinn SKúlason þar sem hann fer yfir þessa skemmtilegu á sem allir vilja kunna betur á. Umfjöllun um ósasvæði Laxár á Ásum sem hefur verið betur þekkt sem besta laxveiðiá landsins en hefur líka að geyma eitt skemmtilegasta sjóbleikjusvæði norðurlands. Einnig er í blaðinu að finna greinar um Litluá í Kelduhverfi, Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi og margt fleira.
Mest lesið "Staðan í laxveiði verri en við óttuðumst" - Neyðarkall frá veiðileyfasölum Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá komin yfir 1.000 laxa Veiði Minni laxveiði en 2014 Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Sjóbirtingstímabilinu 2011 lokið Veiði Flottar bleikjur að veiðast í Þingvallavatni Veiði