Justin Rose og Jim Furyk mynda lokahollið á lokahringnum á Bridgestone Invitational en eftir 54 holur eru þeir á níu höggum undir pari.
Rose lék gallalaust golf á þriðja hring og kom inn á 63 höggum eða sjö undir pari. Hann og Furyk eiga tvö högg á næsta mann sem er Írinn Shane Lowry en hann er á sjö höggum undir pari.
Þá eru mörg stór nöfn sem deila fjórða sætinu á fimm undir pari sem gætu blandað sér í baráttu um sigurinn með góðum lokahring.
Þar má helst nefna Ian Poulter, Bubba Watson og Henrik Stenson en Jordan Spieth sem hefði getað farið í efsta sæti heimslistans með sigri um helgina siglir lygnan sjó neðar á skortöflunni á sléttu pari.
Lokahringurinn verður eflaust mjög spennandi en hann hefst á Golfstöðinni klukkan 16:00 í dag.
Justin Rose minnir á sig fyrir lokahringinn á Firestone

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti





Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti

Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti


